Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 38
38 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
Með þessum línu-
ritum er tekið saman
yfirlit yfir loftslag
fjögurra belta, norð-
urhvels, jarðar, hita-
beltis og suðurhvels,
frá síðari hluta 19.
aldar til nútíma. Enn-
fremur er gerð til-
raun að spá um fram-
hald loftslagsins til
2120.
Uppistaðan eru rauðar línur loft-
hitans í heiminum árin 1875-2020.
Á árunum 1875 til 1978 voru athug-
anir á suðurhveli mjög strjálar og
eru því nokkuð endurmetnar hér
með tilliti til annarra mælinga. Á
35 ára fresti reyndust allan tímann
regluleg umskipti í hitanum. Rauð
lína raunverulega hitans var á
hverjum 35 ára kafla fundin með
því að reikna beina línu gegnum 36
meðaltöl árshitans sem sveifluðust
óreglulega frá ári til árs. Hlýnunin
magnast að vissu marki upp fyrir
jafnvægisstöðu á 35 árum, sam-
tímis því að snjór og hafís eyðast,
en vaxandi snjór og hafís fara síðan
að kæla nokkuð niður fyrir með-
allag á næstu 35 árum, og þannig
halda sveiflurnar stöðugt áfram.
Þar sem rauðar línur enduðu á
mörkum hitakaflanna stóðust þær
ekki alltaf á. Þá var meðaltal þeirra
notað, og milli allra
þeirra völdu punkta
voru teiknaðar rauðar
línur. Þannig skiptist
loftslagið í jafn langa
35 ára kafla. Svo að
segja sama nákvæmni í
tímasetningu sveifln-
anna hefur staðið að
minnsta kosti síðan
fyrir landnám sam-
kvæmt mælingum á
Grænlandsjökli.
Gegnum allar rauðu
mælingarnar eru svo
teiknaðar útjafnaðar línur, 71 árs
keðjubundin meðaltöl mælda hit-
ans. Þessar bláu yfirlitslínur verða
þannig sambærilegar við línurit
mannfjölda og koltvísýrings loftsins
efst á myndinni, en ofan á þær
leggjast svo rauðu línurnar á
jarðarhvelum. Þá er komið að
spánni til ársins 2120 í bláum kafla
myndarinnar.
Spáð er um bláa keðjubundna
hitann í heila öld frá 2021 til 2120, í
sem sennilegustu framhaldi af fyrri
þróun. Þar er meðal annars stuðst
við það að Alþjóða veðurstofan hef-
ur birt mannfræðilegar heimildir
um sennilega stöðvun mannfjölg-
unar, og jafnvel mannfækkun,
vegna mikillar fækkunar barneigna
í heiminum. Trúlegt er að af því
leiði minni kostnað en ella, ekki síst
vegna jarðefnaeldsneytis, svo sem
kola og olíu. Eftir það ætti þá líka
blái keðjubundni hitinn að hækka
hægar og jafnvel lækka síðar. Með
því að neyta eingöngu grænnar
fæðu mætti minnka mikið fæðu-
kostnað og eyðslu eldsneytis. Ef
það stenst eru það mikilvægar upp-
lýsingar í byrjun. Með árinu 2050
er rauða línan á norðurhveli að
verða of langt fyrir neðan bláu lín-
una og verður að hækka sig meira
en áður, og upp fyrir þá bláu. Þá
minnka víðáttumiklu snjóalögin í
Síberíu og Kanada, og um leið gef-
ur hafísinn eftir, en rauði hitinn
nær hámarki sínu um 2085. Þá fer
skyndilega að kólna með auknum
snjó og ís í 35 ár, til 2120. Öll áhrif
á yfirborðshitann verða meira en
helmingi minni á suðurhveli en á
norðurhveli, einkum vegna þess að
þar er sjórinn meira en helmingi
víðáttumeiri og tekur til sín meiri
hlutann af varmabreytingunum nið-
ur í djúpin.
Hannes Finnsson, sem var bisk-
up í Skálholti fram undir aldamót
1800, taldi að manndauði vegna
harðinda á Íslandi hefði þá und-
anfarið verið tvisvar á hverri öld.
Nú óttast sumir hættuleg hlýindi.
En sambandið milli loftslags og
mannfjölda hefur staðist vel síðan
1875, og nú sýnist hlýnunin hægari
í bili. Manneskjan getur auk þess
temprað lofthitann með því að eign-
ast enn færri börn. Einnig þarf að
hætta þeim rándýra ósið að breyta
plöntum í kjöt og úrgang áður en
þær eru étnar, eins og meistarinn
Attenborough bendir á. Þær ráð-
stafanir taka hins vegar talsverðan
tíma en spara líka mikið af olíu,
kolum og gasi, sem er gott að eiga.
Það hrekkur þó skammt þegar 80
þúsund ára ísöldin kemur, hvort
sem það verður eftir 10 þúsund eða
jafnvel þúsund ár, líkt og frá land-
námi Íslands, sem þá yrði jökli hul-
ið. Ekki veitir af að haga sér eftir
því, en vona um leið það besta.
Eftir Pál
Bergþórsson
Páll Bergþórsson
»Með því að neyta ein-
göngu grænnar
fæðu mætti minnka
mikið fæðukostnað og
eyðslu eldsneytis.
Höfundur er veðurfræðingur.
-0,2°
-0,1°
-0,1°
1875 1910 1945 1980 2015 2050 2085 2120
-0,3°
-0,3°
-0,2°
-0,1°
0,1°
0,1°
0,1°
-0,1°
0,0°
0,0°
0,0°
0,0°
0,4°
0,5°
0,7°
0,6°
0,7°
0,6°
0,9°
0,8°
1,2°
1,1°
1,3°
1,1°
1,0° 1,2°
1,9°
1,5°
-0,4°
280
300
350
400
450
490
1
2
3
4
5
7
8
9
10
11
6
Mannfjöldi
Koltvísýringur
Norðurhvel
Jörðin,
meðaltal
Hitabelti
Suðurhvel
F R A M T Í Ð
Loftslag 1875-2120
Mannfjöldi á jörðinni (milljarðar)
Koltvísýringur í lofthjúpnum (CO2 ppm)
Lofthiti, meðaltal mælinga
(vik frá 1961-1990 °C)
Keðjubundið meðaltal mælds
lofthita á jörðinni (°C)
Loftslag frá 1875 og 100 ára spá
Allt um sjávarútveg