Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Biskupar og öfga- vinstrifólk á borð við Rósu Björk Brynjólfs- dóttur hvetja íslensk stjórnvöld til að veita umsækjendum um al- þjóðlega vernd dval- arleyfi af mannúðar- ástæðum ef þeir hafa dvalið hérlendis til lengri tíma og aðlagast samfélaginu óháð nið- urstöðu máls þeirra. Já „óháð niðurstöðu“. Nú hefur meðlimi í öfga- fullum samtökum músl- ima, þar sem margir meðlimir eru jafnframt hryðjuverkamenn, en allir meðlimir haturs- menn samkynhneigðra og gyðinga, verið veitt hér hæli. Honum er veitt hæli vegna þess að hann er með- limur í haturssamtökum. Ekkert er því til fyrirstöðu að aðrir fái hæli á sama grunni. Lýsingin á Bræðralagi múslima stemmir fullkomlega við önn- ur samtök öfgafullra samtaka múslima svo sem talibana, Hezbollah, Al queda o.s.frv. Ekki hafa allir meðlimir þeirra enn framið hryðjuverk; ekki fyrr en krafist er. Það voru persónuleg tengsl milli Hamas-hryðjuverkasamtakanna og íslenskra öfgavinstrimanna sem réðu komu öfgamannsins til Íslands. Og til að hafa það á hreinu, þá hafa börn ekki skotið órjúfanlegum rótum við það eitt að dvelja í landi og læra hrafl í málinu. Ræturnar eru í fæð- ingar- og uppeldislandinu. Það á ekki bara við um okkur Ís- lendinga. Verða öfgamenn fangelsaðir við heimkomuna? Það kann að vera að öfgamenn sem bisk- uparnir og öfga- vinstrifólk styðja verði fangelsaðir. En það mun einungis gerast ef þeir eru tengdir hryðjuverka- starfsemi. Meira en fimmtungur Egypta styður Bræðralag músl- ima. Ekki er fimmtungur Egypta þó í fangelsi að best er vitað. Bræðralag múslima og hálfgildings bræðralag þess við ýmis vinstrisamtök hér á Ís- landi er með ólíkindum. Og af hverju umbera samtök samkynhneigðra hatur í sinn garð ef hat- ararnir eru útlendingar? Fari svo að öfgamenn verði fangels- aðir í heimalandinu, þá með réttu, þá verða börn þeirra í fjölmennum hópi barna sem eiga fanga að föður. Það er auðvitað dapurlegt. Syndir föðurins munu koma niður á börnunum eins og þar segir. Hvað segja þá biskuparnir svokölluðu? Engan í fangelsi? Landnám öfganna á Íslandi eftir hörfun kallar á nauðsynlega varúð Svo dæmi sé tekið eru í Bretlandi í gildi ítarlegar leiðbeiningar til að vernda stúlkubörn fyrir umskurði (e. FGM). Nú þarf þær hér. Um alla Evr- ópu er nákvæmlega fylgst með öfga- mönnum sem hætta kann að stafa af. Sér ríkisstjórnin til þess að lögreglan fái aukna fjármuni til að bregðast við hinu nýja landnámi öfgasamtaka múslima á Íslandi? – Íslenskir vinstri- menn eru alltaf nokkrum skrefum á eftir. Forystumenn vinstrimanna í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og víðar hafa séð ljósið og eru nú orðið í framvarðasveit gegn trúaröfgum og gyðingahatri. Hvenær tekur íslenska vinstrið, að Viðreisn meðtalinni, við sér? Enn um Bræðralag múslima Stofnandi Bræðralags múslima sagði: „Það er eðli íslams að drottna, að láta ekki stjórnast, setja lög sín yfir allar þjóðir og útvíkka vald sitt til allr- ar jarðarinnar.“ Hann var einlægur aðdáandi Hitlers og talsmaður útrým- ingar gyðinga. Hann lét m.a.s. þýða Mein Kampf á arabísku. Minning stofnandans er í hávegum höfð í bræðralaginu, ekkert hefur á hana fallið. Núverandi yfirstjórnandi bræðra- lagsins er vissulega trúr stofnand- anum. Leiðtogi bræðralags múslima sem Erdogan hýsir varaði meðlimina í september 2019 við að eitthvað myndi koma kristnum „í eld“ og ráðlagði þeim að halda sig fjarri kirkjum. Hinn 13. október 2019 stórskemmdi eldur aldagamla kirkju heilags Georgs í Egyptalandi. Kirkjan var stærsta og elsta kirkja koptísku rétttrúnaðar- kirkjunnar í Egyptalandi. Ofsótt fólk í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs (og ég er ekki að tala um bræðralagið) bíður, bíður og bíður og undirtektirnar láta á sér standa. Hvað er eiginlega að? Meðlimi í Bræðralagi múslima hefur verið heimiluð landvist Eftir Einar S. Hálfdánarson » Stofnandi Bræðralags múslima var ein- lægur aðdáandi Hitlers og tals- maður útrým- ingar gyðinga. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Frí heimsending um land allt Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun: selena.is Fallegir sloppar í úrvali Vefverslunselena.is Ég bíð hérna spennt við tækið eirðarlaus og orðin þreytt. Þarna kemur þríeykið skyldi allt vera orðið breytt? Óvissa og ótti vofir yfir enn. En óþekkt og geðþótti hrjáir margar konur og menn. Spritt, grímur og þvottur það þvælist fyrir Gunnu og Geir. Að þvo sér eins og þrif-óður köttur þau geta ekki meir … Samhugur eða sundrung hvert viljum við fara? Út í ána, hún er straumþung eða yfir brúna, það er öruggara. Þórólfur, Alma og Víðir þau byggðu þessa brú. Víði honum ég hlýði og hin eru heilbrigðishjú. Palli, hann var einn í heiminum en nú er hann kominn í mynd. Hann heldur uppi spítalageiminu sem í dag er okkar helsta auðlind. Heilbrigði eða sprungur hamingja eða sorg. Róðurinn er þungur í okkar fallegu borg. Höldum fjarlægð og virðum hvert annað því metrar eru málið í dag. Að knúsa og kyssa er bannað sameinumst í andlegt þjóðarfaðmlag. Eitt augnablik, eitt skref, einn dagur þetta líður og brátt verður ár. Látum hvern dag heita einstakur og fagur þó í birtingu hann virðist bara grár. Við getum þetta öll, við erum saman leiðumst í gegnum þennan byl. Seinna við höfum það gaman og minnumst þess sem gaf okkur yl. Baráttukveðjur áfram! Klukkan er að verða 11 Eftir Lindu Guðrúnardóttur Linda Guðrúnardóttir »Hvatning til þríeyk- isins og landans, í formi ljóðs. Höfundur er ljóða-, texta- og lagahöfundur. lindagudrunar@gmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.