Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
klettur í lífi vina sinna og fjöl-
skyldu. Hafði hlutina á hreinu.
Starfaði af festu, alltaf með
markmið og náði þeim. Svo kunni
hann að lifa lífinu, njóta tónlistar.
Við Fögrubrekkufjölskyldan
vottum ykkur elsku fjölskylda
Madda okkar dýpstu samúð.
Maddi fer óvænt og alltof fljótt
frá okkur. Við munum sakna
hans mikið. Það huggar á þessari
sorgarstundu að hann skilur eftir
sig góðar minningar, var mikil
fyrirmynd og elskaður. Það gerir
andlát hans líka svona sárt.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir.
Þótt árin líði og tímarnir
breytist hverfur aldrei sönn vin-
átta við gott fólk. Og þrátt fyrir
að samverustundirnar strjálist
breytir það engu um gildi vinátt-
unnar. Það er eins og hún vari að
eilífu. Þegar ég nú á sárri skiln-
aðarstund horfi til baka, finnst
mér að vinátta okkar Magnúsar
H. Magnússonar, Madda, hafi
byrjað jafnskjótt og ég kynntist
honum; um það leyti sem ég var
að hefja stjórnmálaferil minn á
árunum fyrir 1990 sem frambjóð-
andi og síðar þingmaður í Vest-
fjarðakjördæmi.
Á Hólmavík var traustur hóp-
ur fólks reiðubúinn að leggja mér
lið, ungum manni sem í rauninni
var óskrifað blað. Það var gaman
og uppörvandi að vera partur af
slíku liði og heyja með þeim hina
pólitísku glímu. En stórkostleg-
ast var það hins vegar auðvitað
að vita að þarna voru ekki bara
pólitískir samverkamenn á ferð
heldur vinir manns.
Maddi var einn af forystu-
mönnunum, enda maðurinn ljúf-
ur, vinsæll og skemmtilegur,
kraftmikill og sannur athafna-
maður sem vildi ótrauður leggja
sitt af mörkunum fyrir samfélag-
ið. Það var gaman að vera með
honum og ekki var það lakara að
kynnast Bobbu, Þorbjörgu
Magnúsdóttur, konu hans. Hún
var ekki einasta stoð hans og
stytta heldur kraftmikil og dug-
leg í öllu því sem hún tók sér fyr-
ir hendur. Alltaf var gott að
koma á heimili þeirra, njóta
góðra veitinga og gestrisni; en
umfram allt að eiga þau að svo
kærum vinum og kynnast þeirra
góðu, glaðværu og samstæðu
fjölskyldu.
Oft dáðist ég í huganum að
atorkusemi Madda. Stundum
fannst manni hann eiginlega vera
allt í öllu. Hann var hreppsnefnd-
armaður og oddviti, atvinnurek-
andi, fréttaritari, sat í stjórn
Orkubúsins og sá um flugið á
Hólmavík, svo eitthvað sé nefnt.
Og svo var hann ætíð með hug-
ann við ný viðfangsefni, einkan-
lega þau sem gætu komið sam-
félagi hans að gagni.
Einn daginn þegar ég kom í
heimsókn sagði hann mér frá
áformum sínum um uppbyggingu
á Riis-húsi, gömlu og reisulegu
húsi sem mátti muna fífil sinn
fegurri. Mér leist svona mátulega
vel á. Ég gerði mér grein fyrir að
þetta yrði ekki neitt áhlaupsverk
og yrði dýr framkvæmd. En
Maddi lagði ótrauður upp í verk-
efnið. Áður en maður vissi hafði
Riis-húsið gengið í endurnýjun
lífdaga. Það varð þá strax mikil
staðarprýði rétt eins og í dag,
glæsilegt veitingahús og miðstöð
margs konar samkomuhalds. En
ekki lét Maddi vinur minn þar við
sitja. Skammt frá Riis-húsinu
stóð Bragginn, hinn gamli sam-
komustaður Hólmvíkinga sem
virtist eiga litla framtíð. Og fyrr
en varði höfðu Maddi og Bobba
fest kaup á honum og lagt út í
endurgerð. Brátt iðaði gamli
Bragginn af lífi og varð vettvang-
ur alls konar menningarviðburða
á Hólmavík.
Andlátsfregn míns gamla,
góða og trausta vinar varð okkur
samferðamönnum og vinum hans
mikið reiðarslag. Hann var
drengur góður, skemmtilegur og
sannur vinur. Óumræðilega sár
harmur er kveðinn að hans góðu
konu, Þorbjörgu Magnúsdóttur,
og fjölskyldu þeirra. Við Sigrún
sendum þeim okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning okkar góða og trausta
vinar.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Gæfufjársjóður er orð sem
finna má í eldri Biblíuþýðingum.
Þetta fallega orð kemur í hug-
ann þegar kær og elskaður vinur
er fyrirvaralaust hrifinn burt frá
okkur.
Það var gæfa okkar að eiga
Madda að vini og við eigum dýr-
mætan fjársjóð í öllum minning-
um okkar um hann.
Kynnin við Madda hófust á
æskuslóðum hans á Hólmavík.
Heimahagarnir voru honum afar
kærir. Hann hafði mikinn og ein-
lægan áhuga á sögu Hólmavíkur.
Hann varðveitti myndir og gaml-
ar sagnir og var annt um að þess-
um fróðleik væri haldið til haga.
Maddi var heilsteyptur og víð-
sýnn og starfaði mikið að félags-
og menningarmálum. Áhrifa
hans gætti víða og hann vann
heimabyggðinni allt sem hann
mátti sem gat horft til framfara.
Seint verður fullþakkað það
afrek þeirra hjóna, Madda og
Bobbu, að bjarga miklum menn-
ingarverðmætum á Hólmavík.
Þau keyptu Riis-hús sem byggt
var árið 1897, gerðu það listilega
upp og ráku þar veitingastað. Þá
gerðu þau einnig upp gamla fé-
lagsheimilið, „Braggann“ sem
margir Strandamenn eiga góðar
minningar um.
Maddi var félagslyndur og
hláturmildur og hafði yndi af að
gleðjast og syngja með fjölskyldu
og vinum og þar naut há og björt
tenórröddin sín vel.
Okkar á milli voru Maddi og
Bobba alltaf nefnd í sömu andrá.
Eftir að þau fluttu frá Ströndum
litum við alltaf í heimsókn til
þeirra þegar við áttum leið suður.
Okkur var alltaf tekið fagnandi.
Oftast dvaldist okkur lengur en
ætlað var því við þurftum auðvit-
að að segja fréttir að heiman og
svo var spjallað um allt milli him-
ins og jarðar. „Við verðum að
hafa gaman,“ sagði Maddi gjarn-
an þegar honum fannst umræð-
urnar orðar helst til alvarlegar.
Engan þekkjum við sem kunni
betur að nota móðurmálið til að
kæta og gleðja.
Hann var einstaklega frumleg-
ur og hnyttinn. Hann var meist-
ari orðaleikjanna, var eldsnöggur
að snúa ólíklegustu hlutum upp í
grín og fékk okkur ósjaldan til að
veltast um af hlátri. Og þegar
hann kvaddi fylgdi hann okkur
ævinlega út á hlað, veifaði, bætti
við einni óborganlegri athuga-
semd og sendi okkur skellihlæj-
andi heim.
Þessi mynd af Madda vini okk-
ar verður alltaf greipt í hugann.
Maddi var einlægur og
fölskvalaus vinur, fyrir það verð-
um við alltaf þakklát.
Við munum um ókomna tíð
varðveita gæfufjársjóðinn sem
geymir allar góðu minningarnar
um hann.
Guði blessi minningu góðs vin-
ar.
Við biðjum góðan Guð að vaka
yfir Bobbu vinkonu okkar, Sig-
rúnu móður hans, börnum hans
og fjölskyldum þeirra.
Gunnlaugur og Sigríður.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi okkar.
Við eigum aldrei eftir að
gleyma hversu æðislegur
þú varst. Þú varst alltaf að
hjálpa okkur og það var
alltaf svo gott að gista hjá
ykkur ömmu. Takk fyrir öll
ævintýrin og ferðalögin
sem við áttum saman. Við
munum ávallt sakna þín og
geyma fallegu minningarn-
ar í hjarta okkar. Gullin þín
elska þig að eilífu.
Saga Margrét og
Tinna Marín. Elsku vinkona.
Enn og aftur hef-
ur verið höggvið
stórt skarð í vina-
hópinn. Engan grunaði að þú
færir svona snöggt frá okkur.
Það sem okkur er efst í huga
núna er þakklæti og söknuður.
Þakklæti fyrir að hafa orðið
þér samferða og fyrir nærveru
þína. Þú varst höfðingi heim að
sækja og smitaðir út frá þér
gleði og kærleika hvernig sem
aðstæður voru.
Þakka þér fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem
við áttum saman, sumarbú-
staðaferðirnar, fjörið í heita
pottinum, kaffihúsaröltið og
matarveislurnar með söng- og
dansstuði og ekki síst ógleym-
anlegu Barcelonaferðina okkar
forðum.
Í kyrrð bænarinnar,
í þögn hjartans,
syngja englarnir lofsöng,
í höfugri kyrrð og hljóðlátum
tærleik.
Þar sem orð tjá hið ósegjanlega,
mynd hrífur áhorfandann,
tónlistin huggar þann sem syrgir,
hláturinn smitar hópinn,
þar eru þeir í nánd,
englar Guðs.
(Karl Sigurbjörnsson)
Vottum þínum nánustu okk-
ar innilegustu samúð.
Þínar vinkonur,
Anna Guðný, Anna Þóra,
Guðný, Katrín, Ingibjörg,
Kristín, Sigríður H. og
Sigríður S.
Það er með trega í hjarta
sem við skrifum þessi ótíma-
bæru kveðjuorð um hana elsku
Millu okkar. Það er erfitt að
hugsa til þess að ekki verði
fleiri samverustundir að sinni
með okkar yndislegu vinkonu
sem umvafði okkur ávallt með
sínum dillandi hlátri og blik í
auga. Við erum ævinlega þakk-
lát fyrir allar góðu stundirnar
sem við höfum átt undanfarna
áratugi; allar skíðaferðirnar,
Amalía
Berndsen
✝ Amalía Bernd-sen fæddist 22.
september 1959.
Hún lést 18. októ-
ber 2020
Útför Amalíu
fór fram 4. nóv-
ember 2020.
útilegurnar, tón-
leikana, matarboðin
og skemmtanirnar.
Við hefðum bara
viljað hafa þær að-
eins fleiri.
Milla var höfð-
ingi heim að sækja
og hafa það verið
forréttindi að taka
þátt í lífi hennar
sem og hennar ynd-
islegu fjölskyldu.
Kynslóðabilið var brúað þegar
gleðin var við völd á Nesbal-
anum. Alltaf var mikið hlegið,
ekki var nú verra ef brostið var
í söng, jafnvel dans og tíminn
týndist.
Okkar kona var þó engu síðri
þegar erfiðleikar steðjuðu að
og stóð sem klettur við hlið síns
fólks. Örlæti og hlýja var í fyr-
irrúmi á góðum sem slæmum
stundum. Fyrir það erum við
þakklát. Þegar litið er yfir far-
inn veg er því eins og hún hafi
lumað á lyklinum að lífsgát-
unni; að njóta líðandi stundar
og standa með fólkinu sínu. Það
er það sem skiptir máli og það
sem situr eftir.
Það er huggun harmi gegn á
þessum erfiðu tímamótum að
vita til þess að hún Milla okkar
lifði lífi sínu lifandi og innilega.
Um leið og við minnumst og
þökkum fyrir okkar ferðalag
saman sendum við Bjössa, Ingu
Björk, Haraldi, Berglindi og
fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þínir vinir,
Sigrún, Gunnar og
fjölskylda.
Kær vinkona og samstarfs-
kona til margra ára hefur kvatt
okkur langt fyrir aldur fram
eftir skammvinn veikindi, sem
er þyngra en tárum taki. Ekki
er nema rúmt ár síðan hún
greindist með brjóstakrabba-
mein og bundum við miklar
vonir við að hún myndi sigrast
á sínum veikindum allt þar til
yfir lauk. Það var ekki til í
hennar fari að gefast upp. Það
var sama hvað hún tók sér fyrir
hendur, allt gert með sama
kraftinum, orkunni og dugnað-
inum, hvort sem var í vinnu eða
í einkalífi. Hún var einhvern
veginn allt í öllu, alltaf á fullu.
Ef hún var ekki að skipuleggja
skíðaferðir, skemmtiferðasigl-
ingar, alls konar önnur ferðalög
um heiminn eða landið var hún
að undirbúa matarboð, tón-
leikaferðir, sumarbústaðaferð-
ir eða ferðir í hús þeirra hjóna
vestur á fjörðum. Hún var
mikil félagsvera og stuðbolti
sem skilur eftir sig stóran hóp
vina og vandamanna, sem eiga
nú um sárt að binda. Við sem
unnum með henni í iðgjalda-
deild Almenna lífeyrissjóðsins
nutum góðs af gestrisni henn-
ar, velvild og elskulegheitum.
Hún var ekki bara góður yf-
irmaður, heldur sannur vinur
og velgjörðarmaður sem lét sig
varða um líðan okkar og heilsu
og fylgdist vel með öllum okk-
ar afkomendum og var alltaf
tilbúin að gefa góð ráð og taka
þátt í okkar daglega amstri.
Hennar verður sárt saknað.
Amalía var ekki síður stoð og
stytta stórfjölskyldunnar, sönn
„ættmóðir“. Alltaf tilbúin til að
hlusta, hlaupa undir bagga,
leiðbeina og gefa góð ráð.
Missir og sorg þeirra er mikill
og sár. Við sendum Bjössa,
Ingu Björk, Haraldi og Berg-
lindi og fjölskyldunni allri okk-
ar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Að lokum þökkum við
kærri vinkonu fyrir allt sem
hún var og gerði fyrir okkur.
Blessuð sé minning elsku
Amalíu.
Una, Anna, Árný
og Sigrún.
Lífið getur stundum verið
ósanngjarnt. Það er erfitt að
sætta sig við að kona á besta
aldri – sem í lifanda lífi var
kjölfesta í fjölskyldu og á
vinnustað – sem alla tíð setti
aðra en sjálfa sig í forgang –
sem vann öll verk af alúð og
samviskusemi – skyldi greinast
með illvígan sjúkdóm og falla
frá af hans völdum eftir til-
tölulega skamman tíma. En
enginn fær ráðið eigin örlögum
og við sem lifum vitum að við
eigum engan annan kost en að
halda áfram og ylja okkur við
góðar minningar um látið sam-
ferðarfólk.
Amalía Berndsen var ein af
lykilstarfsmönnum Almenna
lífeyrissjóðsins og hafði starfað
fyrir sjóðinn frá því fyrir alda-
mótin. Í upphafi starfsferils
hennar fór lífeyrissjóðurinn í
gegnum breytingar sem köll-
uðu á mikla vinnu og útsjón-
arsemi.
Eftir að Alþingi samþykkti
heildarlög um starfsemi lífeyr-
issjóða árið 1997 settum við
okkur það markmið að sjóð-
félagar okkar hefðu aðgang að
daglegum upplýsingum um inn-
eign og réttindi auk þess að
geta valið og skipt um ávöxt-
unarleiðir fyrir séreignarsparn-
að sinn þegar þeim hentaði.
Á þessum tíma voru flestir
lífeyrissjóðir gerðir upp einu
sinni á ári en til þess að ná
markmiðum okkar var nauð-
synlegt að allar hreyfingar
væru skráðar jafnharðan og
eignir sjóðsins stemmdar af á
hverjum degi. Þetta hljómar
einfalt en þegar litið er til
fjölda sjóðfélaga og launagreið-
enda, og haft í huga að á þess-
um tíma voru iðgjöld skráð
handvirkt, var afrek að sjóð-
urinn skyldi opna sjóðfélagavef
árið 1998 sem byggði á dag-
legum uppgjörum. Það var ekki
síst Amalíu og hennar sam-
starfsfólki að þakka að þetta
tókst og að okkur hefur tekist
að viðhalda góðri upplýsinga-
gjöf og þjónustu þrátt fyrir
margfalt umfang.
Amalíu verður sárt saknað.
Hún var mjög hæf í sínu starfi
og með yfirburðaþekkingu á
réttindum og kerfismálum.
Amalía var einstaklega dugleg,
ósérhlífin og oftar en ekki sat
hún lengi við frekar en að
geyma verkefni til næsta dags
eða útdeila til annarra. Það var
ekki hennar stíll að kvarta,
frekar tók hún meira á sig og
vann verkin í hljóði. Í þau
skipti sem ég sat lengi við á
skrifstofunni hafði ég það
gjarnan fyrir venju að segja
upphátt „Amalía, fara heim“
þegar ég stóð upp frá skrif-
borðinu mínu því yfirleitt var
hún enn á staðnum. Það var
aldrei neitt hálfkák hjá Amalíu
og gilti þá einu hvort um var að
ræða hefðbundna afstemmingu
eða önnur verk. Þannig varð að
bjóða upp á alvöru þeyttan
rjóma með kaffinu. Það gleym-
ist seint þegar undirrituðum
varð á að kaupa sprauturjóma
en þá hikaði hún ekki við að
stökkva út í búð til að bæta fyr-
ir þessi klaufalegu mistök.
Rækjusalatið hennar var líka
alvöru, með eðalmajónesi og
karrí, alveg „par excellence“.
En þótt við minnumst Amal-
íu sem afburðastarfsmanns var
hún umfram allt góð manneskja
sem okkur þótti vænt um. Á fá-
mennum vinnustað er mikil
nánd og þegar fólk hefur unnið
lengi saman breytist hefðbund-
ið vinnusamband í vináttu.
Innilegar samúðarkveðjur til
Bjössa og fjölskyldunnar. Guð
gefi ykkur styrk á erfiðum tím-
um.
Gunnar Baldvinsson.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HERMANN ALBERT JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Álfkonuhvarfi 39, Kópavogi,
lést á Landspítala laugardaginn
24. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Svana Ólafsdóttir
Jón Emil Hermannsson Kristín Breiðfjörð
Höskuldur Hermannsson Vangie Hermannson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eignmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ARNE BJÖRN VAAG,
er látinn.
Útförin fer fram frá Steigen kirke
föstudaginn 6. nóvember klukkan 10 að
íslenskum tíma.
Guðrún Hagalínsdóttir
Johannes Vaag
Jonas Vaag
Petter Vaag
og fjölskyldur