Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020
✝ Árni Sigurðs-son, fv. sóknar-
prestur á Blöndu-
ósi, fæddist á
Sauðárkróki 13.
nóvember 1927 og
ólst þar upp. Hann
lést á Litlu-Grund
26. október 2020.
Foreldrar hans
voru Sigurður Sig-
urðsson, f. 19.9.
1887, d. 20.6. 1963,
sýslumaður í Skagafirði, og
Guðríður Stefanía Arnórsdóttir,
f. 15.4. 1889, d. 14.6. 1948, hús-
freyja.
Systkini Árna voru Margrét
Þórunn, f. 4.5. 1915, d. 23.5.
1994, hjúkrunarfræðingur og
bæjarfulltrúi í Helsingborg í Sví-
þjóð; Sigurður, f. 29.10. 1916, d.
7.12. 1996, cand. phil. og listmál-
ari í Kópavogi; Stefanía Guð-
ríður, f. 5.1. 1918, d. 12.7. 1993,
skrifstofumaður í Reykjavík;
Arnór, f. 1.3. 1919, d. 14.11.
1998, sýsluskrifari og versl-
unarmaður á Sauðárkróki; Stef-
án, f. 5.10. 1920, d. 8.2. 1993, lög-
tæknifræðingi. Börn þeirra eru
Sif, f. 1992, og Þór, f. 1994, fyrir
átti Hildur Eyrúnu Ýri, f. 1976.
Árni lauk stúdentsprófi frá
MA 1949, guðfræðiprófi frá HÍ
1953, stundaði framhaldsnám í
guðfræði við háskólann í Lundi
1960-61.
Árni gegndi predikunarþjón-
ustu á Stað í Grunnavík sumarið
1952, var aðstoðarprestur á
Hvanneyri 1953-54, sóknar-
prestur á Hofsósi 1955-62, sókn-
arprestur á Norðfirði 1962-67 og
sóknarprestur á Blönduósi 1968-
97 er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir.
Jafnframt prestsstörfum
kenndi hann við Bændaskólann
á Hvanneyri, við barna- og ungl-
ingaskólann á Hofsósi 1955-62,
við barna- og gagnfræðaskólann
í Neskaupstað 1962-67, við MA
1967-68 og við gagnfræðaskól-
ann á Blönduósi 1968-79.
Árni verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í dag, 5. nóv-
ember 2020, klukkan 13.
Útförinni verður streymt á
slóðinni:
https://www.sonik.is/arni
Virkan hlekk á slóð má einnig
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
maður á Akranesi;
Hrólfur, f. 10.12.
1922, d. 17.9. 2002,
listmálari í Kópa-
vogi; Guðrún Ragn-
heiður Urup, f.
25.7. l925, d. 28.6.
2012, listmálari og
húsmóðir í Holte í
Danmörku; Snorri,
f. 15.4. 1929, d.
26.5. 2009,
skógfræðingur í
Kópavogi.
Árni kvæntist 30.3. 1952 Ey-
rúnu Gísladóttur, f. 17.1. 1931, d.
2.12. 1997, hjúkrunarkonu. Börn
Árna og Eyrúnar eru: 1) Arnór,
f. 6.7. 1952, sagnfræðingur og
fv. kennari við Árbæjarskóla,
kvæntur Ástu Ragnarsdóttur
bókasafnsfræðingi, börn þeirra
eru Stefanía Embla, f. 1980, Kol-
beinn, f. 1985, og Árni, f. 1985.
Fyrir átti Ásta Sigurð Snorra, f.
1972. 2) Hildur, f. 21.7. 1956,
ljósmóðir og skurðhjúkrunar-
fræðingur á Landspítala í
Reykjavík, gift Pétri Böðv-
arssyni, f. 19.4. 1955, skipa-
Elsku pabbi, nú ert þú farinn
yfir móðuna miklu eins og þú orð-
aðir það og eftir standa ljúfar
minningar um svo margt. Þú varst
mikill náttúruunnandi og ég man
eftir mörgum ferðum, þar sem við
tíndum fjallagrös, fórum í berja-
mó og plöntuðum trjám og aðal-
lega hjá Gunnfríðarstöðum. Alltaf
þegar ég keyri um Langadal og
fram hjá Gunnfríðarskógi, þá
vaknar stolt hjá mér um framlag
þitt til skógræktar. Einnig varstu
óþreytandi að fræða mig um flóru
Íslands. Þá varstu duglegur að
kynna fyrir okkur staði sem þú
hafðir áður búið á og er ógleym-
anleg ferðin sem við fórum fjöl-
skyldan í Grunnuvík með þér fyrir
allnokkrum árum. Ást þín á nátt-
úru og landi var óþrjótandi og
varstu iðinn við að ferðast um allt
land og fræðast um staði, náttúru
og fólk.
Það var alltaf stutt í húmorinn
hjá þér og á góðri stundu var
hvergi eins gaman en að hlusta á
þig segja sögur frá bernsku þinni
á Króknum enda var margt brall-
að þar hjá ykkur sex bræðrum.
Einnig eru mér minnisstæðar sög-
ur þínar, þegar þú varst aðstoð-
arprestur í Grunnuvík. Sögðum
við oft þú ættir skrifa ævisögu
þína, en ekki varð af því. Einnig
var gott að leita til þín ef á bjátaði
þegar ég var flutt að heiman.
Oftar en ekki komstu með
úræði sem dugðu vel. Um það
leyti sem þú lést af störfum féll
mamma frá, þá varstu duglegur
að finna þér eitthvað til að hafa
fyrir stafni, bókband og námskeið
um Íslendingasögurnar hjá Jóni
Bö, einnig varstu duglegur að
fara með vinum í ferðalög og
veiðiferðir.
Nokkrum árum eftir fráfall
mömmu hittirðu Hjördísi Jóns-
dóttur og áttuð þið mörg góð ár
saman þar sem þið ferðuðust og
nutuð samveru hvort annars. Síð-
ustu fjögur árin hefurðu dvalið á
Litlu-Grund þar sem þér hefur
liðið vel, tekið þátt í kirkjustarf-
inu og sungið í kórnum sem þér
þótti svo gaman að gera. Ég hafði
mikla ánægju af að koma og
hlusta á þig.
Elsku pabbi, nú ertu kominn
til mömmu og allra hinna og eftir
eigum við fallegar minningar um
þig. Þín er sárt saknað en minn-
ingin lifir.
Guð geymi þig elsku pabbi.
Þín
Hildur Árnadóttir.
Árni móðurbróðir og prestur
er fallinn frá og mig langar til að
rifja upp nokkur atriði úr lífi fjöl-
skyldunnar.
Árni fæddist í Sýslumannshús-
inu á Sauðárkróki. Elst systkina
hans var Margrét Þórunn, móðir
mín, sem þá var tólf ára. Tveimur
árum síðar kom Snorri, níunda
barnið, og mamma kallaði þá
„litlu strákana“.
Margrét fór út síðsumars
1939, en þá var Árni í sveit á
Bakka í Viðvíkursveit, hjá Jóni
Björnssyni og Guðrúnu Guð-
mundsdóttur. Þau lifðu að hefð-
bundnum hætti. Torfbærinn
sneri að sjó og þar var frambær,
gestastofa, skáli og innbær, þrí-
skipt baðstofa. Þar var eldavél og
hlóðaeldhús. Hvorki var sími né
rafmagn á bænum og póstur kom
einu sinni í viku. Árni var fjögur
sumur á Bakka og sagði oft frá
þeim.
Þegar hann kom heim sögðu
eldri strákarnir, sem voru stríðn-
ir: „Þarna kemur sá sem er
reyktur.“ Hjónin gáfu Árna ýmsa
gamla muni sem hann færði
Byggðasafni Skagafjarðar.
Bæði Sigurður í Vigur og Arn-
ór í Hvammi, afar Árna, voru
prestar og það þótti sjálfsagt að
einhver af strákunum sex færi í
prestskap. Nokkur sumur vann
hann við kvörnina sem hakkaði
hrat í mjöl á Siglufirði. Síðar var
hann í vegavinnu í Vatnsdalnum í
Húnavatnssýslu, stoltur yfir að
hirða mokstursvél sína mjög vel.
Það var góður tími og hann kost-
aði námið í guðfræði. „Þarna
kemur ýtuprestur,“ sagði Fúsi á
Torfustöðum.
Margrét fór til Svíþjóðar 1940
og settist að í Helsingjaborg.
Fyrst sumarið 1947 gat hún kom-
ið heim á Krók með mér, Gunnari
bróður og föður okkar, Olle Her-
mansson. Stefanía, móðir Árna,
lá þá veik og varð svo að leita sér
lækninga úti. Árni kvaddi hana
fyrir jól og sá hana ekki aftur.
Á Jónsmessu 1960 ók Árni mér
og mömmu frá Hofsósi til Siglu-
fjarðar. Hann sagði okkur sögur
af ættmönnum, af séra Jónmundi
í Grunnavík og öðrum.
Þegar ég vorið 1974 kom úr
Færeyjum í Árbæjarsafn var
Árni prestur á Þingeyrum. Sem
formaður í Norræna félaginu bað
hann mig að tala um eyjarnar á
Blönduósi. Ég spurði hvort hann
vildi ekki gifta okkur Pétur Ot-
tosson í leiðinni. Sjálfsagt, sagði
hann. Fyrir Jónsmessu keyrðum
við norður og ég sýndi litskyggn-
ur. Á eftir spurði ég Árna um
giftinguna. Jú, hann hafði ekki
gleymt því, búinn að panta kirkj-
una á Víðimýri næsta dag. Eyrún
var með og Arnór, bróðir Árna.
Veðrið var hið besta og á eftir dró
prestur upp kampavínsflösku úr
læknum og á bakkanum gaf hann
okkur unaðslega stund.
Auðsótt mál var að fá Árna að
skíra syni okkar, Stefán Gorm og
Magnús, í Silfrastaðakirkju í
safninu.
Mamma og pabbi höfðu 1947
ákveðið að þau vildu fá að hvíla
uppi á Nöfunum. Það var eins og
sjálfsagt að Árni kæmi með okk-
ur, sem komum að utan, að jarð-
syngja í kirkjugarðinum.
Við Pétur vildum eignast
samastað í Reykjavík. Árni
hringdi 2009 og sagði mér að
kaupa íbúð sem hann þekkti til.
Við gerðum það og þar fengum
við margar góðar stundir með
Árna og Hjördísi Jónsdóttur, en
hún hafði verið hjá okkur úti
fyrrum.
Þau komu bæði út á Jóns-
messu 2013 og Árni skírði Ellu
Stefaníu, dóttur Magnúsar.
Við minnumst Árna með þakk-
læti.
Nanna Stefanía Hermansson.
Meira: mbl.is/andlat
Árni Sigurðsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, við sendum
þér okkar hinstu kveðju
með þessu fallega ljóði eftir
sveitunga þinn Hannes
Pétursson.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
– hvít eru tröf þeirra.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri
saumar sólargull
í silfurfestar vatnsdropanna.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
Ó bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
(Hannes Pétursson)
Embla, Kolbeinn og Árni.
Við viljum minn-
ast Hjöddu frænku
okkar með þessum
skrifum þótt seint
sé.
Hjödda frænka. Við vorum
bara litlar stelpur þegar við mun-
um fyrst eftir henni, kannski 3 og
5 ára, fyrir meira en fjörutíu ár-
um.
Hjödda hafði mjög sterka nær-
veru. Hún var náfrænka móður
okkar og ólst að einhverju leyti
upp með stórum systkinahóp
mömmu en Hjördís og móðir
hennar, Guðrún Salvör Sumar-
liðadóttir, deildu á tímabili heim-
Hjördís
Guðbjartsdóttir
✝ Hjördís Guð-bjartsdóttir
fæddist 11. október
1933. Hún andaðist
4. júlí 2020.
Útför Hjördísar
var gerð í kyrrþey.
ili með systur Guð-
rúnar, ömmu okkar,
sem einnig hét Guð-
rún Sumarliðadótt-
ir. Það er svona þeg-
ar nöfnin koma í
draumi.
Frá þessum tíma
og lengi framan af
var Hjördís því allt-
af eins og ein af
systrunum, heim-
sóknir voru tíðar á
milli húsa á okkar uppvaxtarár-
um og mikið verið að koma sam-
an til hátíðabrigða. Þá var Hjör-
dís alltaf með. Eða þannig
munum við það.
Það gustaði alltaf af Hjöddu
frænku og það fór ekkert á milli
mála ef hún var komin í heim-
sókn; hávaxin og glæsileg, með
sterka rödd og miklar skoðanir.
Hún var líka ólík öllum öðrum í
fjölskyldunni af því hvað hún
hafði ferðast víða - hún var
heimsborgari.
Heimsborgari sem kom oftar
en ekki færandi hendi. Fyrir litl-
ar systur sem voru vanar að fá að
gramsa í pokum af notuðum föt-
um var alltaf gaman að fá gjafir
frá Hjöddu frænku. Og kannski
var það Hjödda frænka sem gaf
okkur systrum viðurnefnið
„prúðu systurnar“ en við höfum
líklega ekki þorað annað en að
vera stilltar því hún kleip alltaf
svo fast í kinnarnar á okkur að
það var betra að láta það ganga
hratt yfir en að fara að tefja það
með masi.
Þegar við fórum með mömmu
á Seljaveginn til Hjördísar og
Gunnars var jafnan boðið upp á
heitt súkkulaði. Alvöru heitt
súkkulaði með þeyttum rjóma og
eitthvað með því. Þar voru líka
sígarettur í gylltu statívi á dúk-
lögðu borði innan um listaverk á
veggjum og fagurskreytta muni á
gljáandi fráleggsborðum. Munir
og hlutir sem var alveg bannað að
snerta eða að fikta í. Það var allt-
af svo fínt hjá Hjöddu frænku og
heimsborgarabragur eins og á
henni sjálfri alla tíð. Við vissum
að Hjördís lærði og starfaði við
hjúkrun í nokkur ár í Danmörku
en það var ekki fyrr en í sumar að
við heyrðum af því hvernig hún
hafði ferðast um Sýrland ein síns
liðs en síðan þá hafði hún víst
mikið dálæti á Mið-Austurlönd-
um og Sýrlandi þá sérstaklega.
Við minnumst Hjördísar með
hlýhug. Hún var okkur systrum
alltaf góð og vildi okkur alla tíð
vel. Það fór ekkert framhjá okk-
ur.
Hún var líka góð við mömmu
svona. Flestar minningar um
Hjördísi eru hlýjar og fjalla um
heimboð, heimsóknir, heitt
súkkulaði og gjafir og hvernig
hún spurði okkur alltaf af miklum
áhuga um hvernig gengi hjá okk-
ur, líka þegar við vorum orðnar
stálpaðar og vaxnar úr grasi.
Svona fundum við fyrir hennar
hlýju í okkar garð alla tíð. Henni
var ekki sama um okkur og okkur
var ekki sama um hana þótt ryk
hafi fallið á samskiptin síðustu
árin. Við kveðjum Hjördísi með
söknuði og hlýju, hún lifir í minn-
ingum okkar.
Rakel Hildardóttir
Sara Stef. Hildardóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur
okkar, mágkonu og frænku,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Blikahólum 2,
sem lést 13. október.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 12E og gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut.
Svanborg Jónsdóttir Júlíus Skúlason
Þór Jónsson Elísabet Pétursdóttir
Óskar Jónsson Kerstin Jonsson
Örn Jónsson Kristín Jónsdóttir
Þorkell Jónsson Lilja Ólafsdóttir
Guðmundur Ingi Jónsson Guðrún Sigþórsdóttir
Ásgeir Jónsson Birna Jóhannsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVEINBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Ljósheima á Selfossi
og dvalarheimilisins Áss í Hveragerði fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Bjarni Ingólfsson Þórunn Kristjónsdóttir
Guðmundur Ingólfsson Auður Marinósdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Hlynur Óskarsson Guðríður Ester Geirsdóttir
Víðir Óskarsson Klara Gunnarsdóttir
Við erum hér
tvær skólasystur
Heiðars Ástvalds-
sonar sem lést 4.
október 2020.
Okkur langar til
að minnast hans. Heiðar var ynd-
islegur maður, mjög félagslynd-
ur og kenndi fjölda manns að
dansa, meira að segja þegar við
vorum í gagnfræðaskólanum vor-
um við 20 stelpur og 6 strákar í
bekknum. Heiðar kenndi þeim
öllum að dansa. Hann kenndi
eldra fólkinu hérna í Kópavogi
þrjá vetur án endurgjalds og var
alltaf að segja okkur eitthvað
skemmtilegt svo allir fóru
ánægðir heim. Við vitum að fólkið
í Kópavogi gleymir aldrei þess-
Heiðar Róbert
Ástvaldsson
✝ Heiðar fæddist4. október
1936. Hann lést 4.
október 2020.
Útförin fór fram
21. október 2020.
um tímum. Já, það
er margs skemmti-
legs að minnast, við
ólumst saman upp á
Siglufirði. Alltaf var
Heiðar hrókur alls
fagnaðar, hann var
mjög námfús enda
vel lærður. Hann
var formaður Sigl-
firðingafélagsins
hér í borginni og
stóð sig vel.
Já, hann var ógleymanleg per-
sóna og reyndist vinum sínum
vel.
Við minnumst hans með sökn-
uði og vonum að honum líði vel á
öðru tilverustigi.
Blessuð sé minning hans.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
Því alltaf verða
tónar til sem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson)
Erla og Geirlaug.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir
að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn-
inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar