Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 46

Morgunblaðið - 05.11.2020, Side 46
Sviðsstjóri Lyfjastofnun er ríkisstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Helstu hlutverk stofnunarinnar eru að gefa út markaðsleyfi fyrir lyf í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjabúðum, lyfjafyrirtækjum, heilbrigðisstofnunum og söluaðilum lækningatækja á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf og lækningatæki til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Hjá Lyfjastofnun starfa rúmlega 70 starfsmenn af 6 þjóðernum. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Gildi Lyfjastofnunar eru: gæði – traust – þjónusta Nánari upplýsingar um Lyfjastofnun má finna á: www.lyfjastofnun.is Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2020. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur • Reynsla af stjórnun og mannaforráðum • Að lágmarki 5 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur • Reynsla úr störfum hjá lyfjafyrirtækjum er kostur • Reynsla af stefnumótun og gæðamálum • Reynsla af kynningarstarfsemi, verð- og greiðslu- þátttöku lyfja og lyfjaskráningum • Reynsla af hagrænni greiningu æskileg • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli • Afburða tölvuhæfni, nákvæmni, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Leiðtogahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki • Teymisvitund, frumkvæði og faglegur metnaður • Ábyrgð á faglegu starfi og daglegri starfsemi sviðsins • Ábyrgð á að starfsemi sviðsins fari fram í samræmi við markmið og áherslur Lyfjastofnunar sem og þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda • Stefnumótun, starfsmannahald og áætlanagerð sviðsins • Erlent samstarf og samskipti Lyfjastofnunar sem heyra undir sviðið Lyfjastofnun leitar að öflugum leiðtoga í starf sviðsstjóra á nýju sviði. Sviðsstjóri stýrir starfsemi sviðsins og hefur yfirumsjón með skipulagi þess og framkvæmd þeirra verkefna sem undir sviðið heyra. Skipulag og verkefni nýs sviðs eru í mótun og mun sviðsstjóri koma að þróun og uppbyggingu þess. Í boði er spennandi og krefjandi stjórnunarstarf fyrir framsækinn leiðtoga. Sviðsstjóri situr í framkvæmda- ráði Lyfjastofnunar og tekur þátt í stefnumótun stofnunarinnar og áætlanagerð. Starfið heyrir undir forstjóra stofnunarinnar. Verkefnastjórnunardeild og samskiptadeild heyra undir sviðið. Verkefni sem nú heyra undir lyfjagreiðslu- nefnd munu færast til Lyfjastofnunar nk. áramót og munu einnig heyra undir sviðið. Á sviðinu starfa u.þ.b. 20 starfsmenn. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: • Móttaka erinda og gilding gagna • Útgáfa vottorða, símsvörun og vöktun pósthólfa • Samskipti við fjölmiðla, fagaðila og almenning • Þjónustukannanir • Vefur Lyfjastofnunar, þ.m.t. fréttaskrif, útgáfa sérlyfjaskrár, lyfjaverðskrár og skiptiskrár lyfja • Ákvarðanir um verð, greiðsluþátttöku og leyfisskyldu lyfja Helstu verkefni sviðsins: Upplýsingar veita: Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar (runa.hauksdottir.hvannberg@lyfjastofnun.is) í síma 520 2100. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.