Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 52

Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Litirnir eru á netinu Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Skoðaðu vinsælu litina okkar á slippfelagid.is Marta María mm@mbl.is Franska snyrtivörumerkið Guinot er þekkt fyrir andlitsmeðferðir sínar sem framkvæmdar eru á snyrtistof- um en auk þess er hægt að kaupa vörurnar ef fólk vill hugsa vel um húðina. Nú er Guinot komið með sitt eigið snyrtivörudagatal sem er fullt af huggulegum vörum sem munu gera lífið skemmtilegra í desember. Guinot á sína eigin rannsóknar- stofu en þar vinnur fjöldi vísinda- manna að rannsóknum og þróun meðferða sem bæta árangur og auka vellíðan. Eftir 30 ára reynslu á snyrtistofum er Guinot með það á hreinu hvað virkar. En hvað skyldi jóladagatalið hafa að geyma? Hér er upptalning á nokkrum vörum sem prýða dagatalið. Créme Hydra Beauté 24 stunda rakakrem fyrir þurra húð. Um er að ræða krem sem verndar og byggir upp raka húðar. Það mýkir og sléttir fínar línur sem myndast vegna þurrks. Það er borið á hreina húð kvölds og morgna. Longue Vie Cellulaire 24 stunda krem fyrir allar húð- gerðir. Kremið er doktorsverkefni dr. Mondins í lyfjafræði, þróað á brunadeild háskólasjúkrahúss í Par- ís. Það hefur mjög græðandi eig- inleika þar sem það lengir líftíma frumunnar með þeim vítamínum og öðrum innihaldsefnum sem það fær- ir henni. Longue Vie Cellulaire er fyrir allar húðgerðir, notkun þess gefur húðinni fallegri blæ og áferð. Um er að ræða krem sem er gott fyrir húð sem hefur orðið fyrir skemmdum. Longue Vie Cellulaire hentar bæði sem viðhaldskrem með uppbyggjandi og stinnandi línu og sem alhliða vernd gegn öldr- unarþáttum húðar. Démaquillant Express Yeux Tveggja þátta augnfarðahreinsir sem auðveldlega leysir upp bæði vatns- og olíukenndan augnfarða á skjótan og öruggan hátt. Hydra Tendre Mildur sápuhreinsir í kremformi sem vinna þarf upp í löður með fingrum. Borið á raka húð og þvegið vel af í lokin. Góður kostur fyrir þá sem vilja hreinsa andlit með sápu og vatni. Hreinsar vel húð án þess að valda herpingi. Ný formúla kom í september 2007 þar sem engin para- ben eru notuð og hentar því allra viðkvæmustu húðgerðum. Gommage Eclat Parfait Kornadjúphreinsir fyrir allar húð- gerðir sem inniheldur tvenns konar örsmá korn sem fjarlægja á auð- veldan hátt dauðar hyrnisfrumur af yfirborðinu en hvetja jafnframt ný- mundun í neðri húðlögum. Gommage Biologique Mjög mildur djúphreinsir með AH-sýrum í gelformi sem er ætl- aður öllum húðgerðum. Hann djúp- hreinsar húðina á auðveldan og fljót- legan hátt án ertingar á yfirborðinu og gefur henni jafnframt næringu og raka. Hentar viðkvæmum svæð- um eins og vörum, höndum og bringu. Gelið er borið á andlit og háls og unnið strax upp með léttum hreyfingum þar til það verður að ol- íu. Húðin þvegin með hreinu vatni. Hydrazone 24 stunda rakakrem með lípósóm sem flytja meiri og betri rakagef- andi efni til dýpri húðlaga og losa rakann á náttúrulegan hátt til húð- frumna. Virku efnin rakametta húð- ina svo hún viðheldur eða endurnýj- ar rakajafnvægi sitt. Áferð kremanna er létt fyrir allar húð- gerðir en mýkri og kremkenndari fyrir þurra húð. Kremið er borið á hreina húð kvölds og morgna. Créme Hydra Beauté 24 stunda rakakrem fyrir þurra húð sem hjálpar til við að viðhalda rakajafnvægi. Mýkir og sléttir fínar línur sem myndast vegna þurrks. Berist daglega á hreina húð, kvölds og morgna. Masque Hydra Beauté Rakamaski sem dregur úr þreytu- merkjum húðar. Berið þykkt lag á húð andlits og háls. Maskinn er tek- inn af með bréfþurrku eftir 10 mín- útur og húðin hreinsuð með andlits- vatni á eftir. Húðin fær fallegri áferð, verður mýkri og frísklegri. Eau Démaquillante Micellaire Fjölhreinsivatn fyrir augu og and- lit sem er jafnframt mjög árangurs- ríkt. Húðin verður hrein án ertingar. Inniheldur fjölmarga litla dropa sem ná að hreinsa húðina betur en fjöl- hreinsar hafa áður gert. Hreinsar vel vatnsheldar förðunarvörur. Hentar vel sem fyrsti hreinsir, í frí- ið, sumarbústaðinn og ekki síður sem morgunhreinsir. Húðin er strokin létt með bómull vættri í fjöl- hreinsinum. Engin þörf á að hreinsa með vatni á eftir. Inniheldur engin paraben, tilbúin litarefni né alkóhól eða sápulausnir. Hentar öllum húð- gerðum. Jóladagatalið sem bætir húðina Á tímapunkti sem þessum þar sem flestir eru í barnaorkunni sinni vegna kórónuveirunnar þurfum við að gera það besta úr hlut- unum. Við þurfum að verðlauna okkur og hafa helst einhverja gulrót á hverjum degi til að hlakka til að takast á við daginn. Ef það er eitthvað sem gæti lífgað upp á kalda desembermorgna í kulda og dimmu er það snyrtivörudagatal. Upplífgandi Jóladagatalið frá Guinot inniheldur mikið af dásamlegum snyrtivörum sem hressa upp á okkur á tímum sem þessum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.