Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30 Hakk, gúllas, bjúgu, folaldakjöt og bara nefndu það Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur Síðan eru liðin mörg ár og háskólastúdentinn Ella er orðin stórstjarna á matvælasviðinum. Vörur frá henni þykja einstaklega vandaðar og bragðgóðar en eitt af borðorðum Ellu er að maturinn verði að vera góður fyrir þig. Hún rekur litla sælkeraverslun í Bretlandi en vörur hennar eru fáanlegar í verslunum víða um heim. Hún gefur út bækur, er með upp- skriftaapp og er meira að segja með jóga- kennslu á vefsíðunni sinni DeliciouslyElla.com. Þær gleðifregnir berast nú úr herbúðum Ellu að nýjar sælkeravörur séu væntanlegar í verslanir hér á landi og hér er ekki verið að tala um neinn hversdagsmat. Um er að ræða til- búna eftirrétti auk epla- og brómberjamuln- ings (e. crumble) sem ætti að æra óstöðuga. Það ættu því margir að gleðjast við þessi tíð- indi enda fátt þægilegra en að geta smellt til- búnum eftirréti á matborðið, sem vill svo skemmtilega til að er bráðhollur. Nýjar kræsingar frá Ellu Ella Woodward er í uppáhaldi hjá mörgum enda sameinar hún ansi marga kosti sem telja má álitlega. Þannig er hún afburða flink að búa til góðan mat, umpólaði eigin heilsu til hins betra eftir að hafa verið illa haldin, er ótrúlega sjarmerandi og skemmtileg og hefur leyft okkur aðdáendum hennar að fylgja henni allt frá því hún stofnaði bloggsíðu á stúd- entagörðunum í kjölfar þess að hún tók mataræði sitt í gegn. Spennandi nýjungar Aðdáendur Ellu geta glaðst enda eru vörurnar hennar bæði bráðhollar og einstaklega bragðgóðar. Sælkeragyðja Eftir að hafa greinst með hjartasjúkdóm tók hún mataræði sitt í gegn og gjörbreytti lífi sínu. Hér eru á ferðinni stökkar rækjur sem búið er að baka í ofni og svaka- lega góð sriracha-majóídýfa sem fór svona undurvel með þeim. Upp- skriftin er úr smiðju Berglindar Heiðarsdóttur sem segir rækjurnar tilvaldar sem forrétt eða létta mál- tíð. Þær gætu einnig verið hluti af smáréttahlaðborði ef þið eruð með veislu, svona þegar það má halda veislur að nýju. Stökkar rækjur Um 600 g tígrisrækja (ósoðin) 70 g Panko-rasp 40 g gróft kókosmjöl frá Til hamingju 1 tsk. salt 2 egg (pískuð) 60 g hveiti salt, pipar og hvítlauksduft Aðferð: Hitið ofninn í 170°C og skolið og þerrið rækjurnar. Blandið saman raspi og kókos- mjöli og dreifið úr því í ofnskúffu, ristið í ofninum í 5-7 mínútur þar til það fer aðeins að gyllast. Takið úr ofninum, blandið saltinu saman við og hækkið ofninn í 210°C. Veltið rækjunum þá upp úr hveiti sem búið er að krydda til með salti, pipar og hvítlauksdufti, dustið um- frammagn af, veltið upp úr eggi og því næst Pankoblöndu. Raðið á ofngrind (gott að hafa skúffu undir til að grípa rasp sem hrynur af) og bakið í 12-15 mínútur eða þar til rækjurnar verða vel gyllt- ar. Berið fram með sriracha-majó. Sriracha-majó 160 g Hellmann-majónes 30 g sriracha-sósa 1 tsk. límónusafi Aðferð: Blandið öllu vel saman og kælið þar til bera á fram með rækjunum. Stökkar rækjur með sriracha-majó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.