Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 59

Morgunblaðið - 05.11.2020, Page 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic ara fyrir mig að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins.“ Það þarf ekki lengi að tala við Önnu Sigrúnu til að heyra undirliggj- andi húmor og lífsgleði. „Ég hef gam- an af lestri bóka þótt þær hafi færst æ meira í hljóðbókaform og nýt þess að ræða þær í bókaklúbbnum mínum, Andans truntum, en það eru vinkon- ur mínar héðan af Landspítalanum. Við hittumst reglulega og erum yfir- leitt með tvær bækur í gangi og ef maður hefur lokið við bækurnar, fær maður kampavínsglas, annars ekki. Það er því til mikils að vinna,“ segir hún og hlær. Fjölskylda Eiginmaður Önnu Sigrúnar er dr. Jón Þór Sturluson, f. 26.11. 1970, hagfræðingur. Foreldrar hans eru Bryndís Guðbjartsdóttir, f. 28.7. 1949, skrifstofumaður á Eyrarbakka og Sturla Jónsson, f. 20.6. 1948, húsa- smíðameistari í Noregi. Fósturfaðir er Karl Dyrving búfræðingur, f. 19.11. 1939. Börn Önnu Sigrúnar og Jóns eru Sturla Karl, f. 20.8. 1995, d. 20.8. 1995; Guðrún Marta, f. 4.1. 1999, nemi í Listaháskóla Íslands, og Fil- ippía Þóra, f. 4.10. 2002, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Systkini Önnu Sigrúnar eru Bylgja Hrönn, f. 12.5. 1969, rannsóknarlög- reglumaður, Álftanesi, og Þórný Alda, f. 20.7. 1975, hjúkrunardeild- arstjóri HVE í Stykkishólmi. Foreldrar Önnu Sigrúnar eru hjónin Baldur Ragnarsson, f. 19.9. 1941, vélstjóri og Guðrún Marta Jónsdóttir, f. 1.7. 1947, húsfreyja og verkakona. Þau eru búsett í Stykkis- hólmi og Flatey á Breiðafirði. Anna Sigrún Baldursdóttir Ingvar Pétursson bóndi Slitvindastöðum, Staðarsveit Sólveig Guðmundsdóttir húsfreyja, Slitvindastöðum, Staðarsveit Sólveig Þorsteina Ingvarsdóttir húsmóðir, Stykkishólmi Ragnar Hinrik Einarsson sjómaður, Stykkishólmi Baldur Ragnarsson vélstjóri í Flatey, Breiðafirði Einar Jónsson stýrimaður, Stykkishólmi Ólöf Jónsdóttir húsfreyja, Stykkishólmi Didda Jónsdóttir skáldkona Gústaf Hinrik Ingvarsson vallarvörður í Stykkishólmi Jóhann Ársælsson, alþingismaður Jón Trausti Ársælsson verslunarmaður í Rvík Ingvar Ragnarsson formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms Marta Hjartardóttir húsfreyja á Gilsbakka, Hellnum/Arnarstapa Jóhann Ingiberg Jóhannsson bóndi á Gilsbakka, Hellnum/Arnarstapa Anna Sigrún Jóhannsdóttir húsfreyja í Viðvík Hellissandi Ársæll Jónsson hafnarstjóri, Rifshöfn, síðar Viðvík, Hellissandi Guðrún Sigtryggsdóttir húsfreyja, Arnarstapa Jón Sigurðsson bóndi og kaupfélagsstjóri Arnarstapa Úr frændgarði Önnu Sigrúnar Baldursdóttur Guðrún Marta Ársælsdóttir húsfreyja í Flatey, Breiðafirði „AÐ ÖÐRU LEYTI VAR ÞETTA SANNGJÖRN GAGNRÝNI. ” „MAMMA ÞÍN ER HÆTT AÐ KOMA Á ÓVART.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... blik í auga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÁÐUR EN VIÐ BYRJUM Á ÞRIF- UNUMÆTTUM VIÐ AÐ FARA Í GEGNUM ÞAU Í HUGANUM KLÁRLEGA MISTÖK RISA- STÓR UPPLÝSINGUM UM FYRIRHUGAÐA ÁRÁS ÞÍNA Á ATLA OGOG HÚNAHROTTANA HANS HEFUR VERIÐ LEKIÐ! VIÐ RÁÐUMST SAMT Á ÞÁ! VIÐ GETUM ÞAÐ EKKI! ÞAÐ VAROKKAR LIÐ SEM KOMST Á SNOÐIR UM ÁÆTLUNINA! MENNIRNIR ERU ALLIR FLÚNIR! Ólafur Stefánsson orti með sjón-arhorn sitt á Heklu gömlu í huga: Víst má það kalla veilu, að vilja’ ekki þessa keilu, sem úr Flóanum sést, því sýnin er best með Heklunni heilu og breiðu. Mér var sent gamalt Vísnatorg, sem birtist í sunnudagsblaði Mbl. 21. janúar 1996. Þar segir um Látra-Björgu: „Hún var gömul og mædd og lúin, þegar hún kvað á skjáinn í Kaupangi: Æðir fjúk um Ýmis búk ekki er sjúkra veður: Klæðir hnjúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Páll Guðmundsson á Hjálm- stöðum kom með sína útfærslu, – ekki síður myndræna: Næðir fjúk um beran búk byltist skafl að hreysi. Tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reyðileysi.“ Gylfi Þorkelsson gefur á Boðnar- miði sjúkdómslýsingu sem margan plagar: Kom á kóvid-tímum, kæfir mál í hálsi, höfuðverkjaharki hendir á mig, brenndan hitakófi, og hefur heldur betur eldað mér úr fúlu fyli flensupest in versta. Maðurinn með hattinn kvað: Sama hvað daginn drífur á, dæmalaust margt vill plaga. Hér má þó alltaf hressing fá ef hljómar í eyrum baga. Indriði á Skjaldfönn rifjar upp limru. „Tímabær lausn“ eftir Jónu Guðmundsdóttur: Lárus er hættur að hrjóta þess Halldóra ætlar að njóta. Fram úr hún fór og fékk sér einn bjór þegar búin var bóndann að skjóta. Einar Kolbeinsson slær á létta strengi á fésbók: Þó að margir þrái frið frá þrautagöngu og krísum, dunda ég mér daglangt við að drekkja fólki í vísum. Árni Geirhjörtur Jónsson er fljót- ur til svars: Vísur þínar minna mig mjög á stranga reisu manns, sem óvænt opnar sig eftir hjartakveisu. Tryggvi Kvaran orti: Þó alla hrelli Andskotinn og engir kallinn lofi þá brennir hann ekki bæinn sinn sem bóndinn þarna á Hofi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um Heklu og auðvitað um kóvíd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.