Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 64

Morgunblaðið - 05.11.2020, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 Lífið eins og það hefði getaðorðið,“ hugsar sögumaðurSnertingar, hrífandi ogmjög vel skrifaðrar skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, þar sem frásögninni er að ljúka og allir þræðir hafa verið teknir listavel saman. Og lesandinn skilur vel hvað hann á við, hvernig líf mannsins hefði getað orðið hefði það tekið allt aðra stefnu hálfri öld fyrr. Snerting er sannkölluð sam- tímasaga. Gerist annars vegar snemma í kór- ónuveirufaraldr- inum í vor og hins vegar undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar sögumað- urinn Kristófer hafði haldið til Lundúna í háskólanám. Kristófer nútímans er ekkill á áttræðisaldri, eigandi veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur og þegar öllum slíkum er lokað í fyrstu bylgju Covid-19- faraldursins ákveður hann að loka sínum fyrir fullt og allt. Við þau tímamót í lífinu fær hann óvænt skilaboð, frá konu sem hafði verið unnusta hans í Lundúnum á sínum tíma en horfið á óútskýrðan hátt. Og skilaboðin hrinda atburðarásinni af stað. Snerting er ein nokkurra bóka sem koma út hér á landi um þessar mundir þar sem kórónuveirufarald- urinn kemur við sögu. Það er athyglisvert að sjá hvernig höfundar takast á við þetta furðuástand og nota það í verkunum. Hér ákveður Kristófer að halda til Japans, til að fá svör við fimmtíu ára gömlum spurningum. Vegna faraldursins hefur flugferðum fækkað mikið og þegar Kristófer millilendir í London er búið að fella flug til Japans niður þann dag og fyrir vikið nær hann að flakka um gamlar slóðir – og við les- endur förum þangað með honum, aftur í fortíðina. Við komuna til Jap- ans rétt sleppur hann inn í landið því skömmu síðar er Ísland komið á rauðan lista heimamanna og fólk héðan því ekki velkomið. Og þar hugsar Kristófer, þegar hann mögu- lega nálgast svörin sem hann hefur leitað alla þessa áratugi, hvað hann sé eiginlega að gera: „Það fer farsótt um heiminn. Ég skellti í lás og er kominn hálfa leið í kringum hnött- inn. Til hvers? Til að endurheimta það sem aldrei var? Til að friðþægja sjálfan mig – finna eitthvað sem réttlætir það hvernig ég hef lifað líf- inu?“ (254) Sagan er sögð í fyrstu persónu og lesandinn fær því upplýsingar um líf Kristófers gegnum frásögn og sýn hans sjálfs. Sagan er sögð með hóf- stilltum og meitluðum hætti, þar sem er eins og stykkjum sé jafnt og þétt bætt í púslið. Kristófer virðist hafa vegnað vel í lífinu en þarna, þegar hann er kominn á áttræðis- aldur, finnum við fyrir einsemd hans, vonbrigðum og eftirsjá sem hefur augsýnilega litað líf hans. Sambandið við látna eiginkonuna hefur verið ástlaust, þótt hann gerði sitt besta til að vera góður eigin- maður, og formlegt og stíft sam- bandið við uppeldisdótturina er vel mótað af hálfu höfundar. Og sama má segja um allar aukapersónur sögunnar; þótt þær séu dregnar fáum dráttum þá lifna þær á síð- unum. Hvort sem um er að ræða önuga fyrrverandi skipherrann bróður sögumannsins eða gáfna- ljósið sem gekk með honum í Lond- on School of Economics en náði heldur ekki því út úr lífinu sem vonir stóðu til. Ekki síst er þó myndin af föður fyrrverandi unnustu, hinum japanska Takahashi-san, vel mótuð. Þar eins og annars staðar í bókinni eru myndirnar dregnar upp af hag- leik og reynslu þrautþjálfaðs höf- undarins. Þótt Kristófer hafi verið kominn langt áleiðis í náminu í London á sín- um tíma, á umbrotaárum hippa- áranna, þá hvarf hann frá námi og fékk vinnu á litlum japönskum veitingastað sem rekinn er af nefnd- um Takahashi-san. Eins og lesendur sagna Ólafs Jóhanns þekkja vel skiptir matur þar oft máli. Og hér þarf Kristófer að setja sig inn í hefð- ir og siði japanskrar matarmenn- ingar, nokkuð sem Íslendingar þekktu ekki mikið til á þeim tíma. Höfundurinn nýtur sín vel í að lýsa þeirri upplifun og hvernig Kristófer nær tökum á matargerðinni og um leið hvernig samband hans við föður og dóttur innan veggja veitingastað- arins mótast. Kristófer ber mikla virðingu fyrir Takahashi-san, og skemmtileg er tenging þeirra gegn- um hækuskáldskap, en margt er á huldu hvað varðar fortíð japönsku feðginanna og ástæðuna fyrir veru þeirra í Bretlandi. En Kristófer út- skýrir smám saman átakanlega bak- sögu þeirra, þegar hann er lagður upp í leitina að svörum í Japan. Annað kunnuglegt þema úr fyrri verkum Ólafs Jóhanns birtist hér. Það er Íslendingurinn á ferðalagi eða búsettur úti í heimi – söguper- sóna með rætur á Íslandi sem fer á milli menningarheima, heima sem höfundurinn speglar hér eins og svo oft áður með áhugaverðum hætti. Það er mikill munur á þeim heimum sem Kristófer hrærist í, þeim ís- lenska og þeim í Bretlandi. Svo stíg- ur hann sem gamall maður inn í jap- anska menningu sem hann hefur lengi haft mikinn áhuga á og kynnt sér í þaula – við lesendur skiljum sí- fellt betur hvers vegna – og allir þessir heimar eru vel mótaðir af hálfu höfundarins. Snerting er án efa ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns. Frásögnin er meitluð og hófstillt en líka grípandi og flæðir afskaplega vel. Byggingin er traust, með áreynslulausum skiptingum milli tímaskeiða, samtöl eru lipurlega skrifuð og það er hlý- legur húmor í frásögninni, sem jafn- framt er mótuð af þungbærri eftir- sjá. Persónur eru dregnar skýrum dráttum og saga þeirra grípur les- andann – það var engin leið að hætta að lesa fyrr en Kristófer sá hvernig lífið hefði getað orðið, aðeins ef … Lífið eins og það hefði getað orðið Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Snerting er án efa ein af bestu bókum Ólafs Jóhanns. Frá- sögnin er meitluð og hófstillt en líka grípandi og flæðir afskaplega vel.“ Skáldsaga Snertingbbbbb Eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Veröld, 2020. Innbundin, 303 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var í fjar- fundi dagana í liðinni viku voru Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni á Kvoslæk í Fljótshlíð veitt Menn- ingarverðlaun Suðurlands 2020. Verðlaunin eru samfélags- og hvatn- ingarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Var þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls voru tilnefnd til verðlaunanna 12 menn- ingarverkefni. Í frétt Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga segir að menn- ingarlíf á Suðurlandi sé blómlegt eins og mátti sjá í mikilli breidd í til- nefningum og gæðum þeirra. Rut og Björn hafa frá árinu 2011 staðið fyrir metnaðarfullum menn- ingarviðburðum á borð við tónleika- og fyrirlestraraðir. Á tónleikunum hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir bæði þekkt íslensk tónskáld sem erlend. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað, Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tón- leika í þremur kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitar- félaginu og hafa til að mynda boðið nemendum Tónlistarskóla Rang- æinga á tónleika sem haldnir hafa verið í Hlöðunni á Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Í rökstuðningi dómnefndar segir að „hjónin á Kvoslæk hafi með drif- krafti sínum og eljusemi vakið verð- skuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjöl- breytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu“. Rut og Björn hlutu menningarverðlaunin  Veitt verðlaun fyrir menningarstarfið á Kvoslæk Ljósmynd/Gunnar Páll Pálsson Verðlaunuð Eva Björk Harðardóttir afhenti Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni viðurkenningu fyrir menningarstarf þeirra hjóna á Kvoslæk. „Perlur í íslenskri myndlist“ er yfirskift myndlistaruppboðs Gall- erís Foldar sem er hafið á vefnum uppbod.is. Í tilkynningu segir að boðin séu upp úrvalsverk sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið sýnd og boðin upp á hefð- bundnu uppboði en eru nú boðin upp á vefuppboði. Uppboðinu lýkur 11. nóvember. Skoða má verkin á netinu en einnig í salarkynnum Foldar uppboðshúss við Rauðarár- stíg þar sem taka má á móti mest tíu gestum í einu. Meðal verka á uppboðinu eru landslagsmálverk eftir Jóhannes S. Kjarval, „Guldbjerget“, málverk eftir Gunnlaug Blöndal af liggjandi módeli og fágæt uppstilling eftir Ásgrím Jónsson. Þá verða til dæmis boðin upp verk eftir Ásgerði Búa- dóttur, Louisu Matthíasdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundu Andrésdóttur og Jóhann Briem. Módel Hluti málverksins eftir Gunnlaug Blöndal sem boðið er upp á vef Foldar. Fjölbreytileg myndverk á uppboði N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði NETKAST 7.- 12. okt. Verð 12.796.- / 15.995.- FRÍ HEIMSENDING KRINGLAN KRI G UK S ÓV MB EXPENDED ERU LÉTTIR HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.