Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 05.11.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2020 KRINGLUKAST Á NETINU 4.-9. nóvember 15% AFSLÁTTUR af völdum vörum á DUKA.IS DUKA.IS Frí heimsending um land allt. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stafræna tónlistarhátíðin Live from Reykjavík hefst eftir átta daga, 13. nóvember og til að hita upp fyrir hana verður boðið upp á fimm tón- leikamyndbönd á vef Landsbankans með fimm hljómsveitum og lista- mönnum frá og með deginum í dag. Live from Reykjavík er skipulögð af Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem var aflýst í ár vegna Covid-19 og koma myndböndin á vef Lands- bankans í stað „off-venue“- dagskrárinnar sem verið hefur fast- ur liður á Iceland Airwaves til fjölda ára, þ.e. tónleika utan dagskrár með fríum aðgangi. Á vef Landsbankans á slóðinni landsbankinn.is/ icelandairwaves má nú finna mynd- bönd með flutningi JóaPé og Króla, Moses Hightower, Sykurs, gugusar og BSÍ á tveimur völdum lögum, þ.e. tíu lögum í heildina. Landsbankinn hefur verið styrktaraðili hátíðarinnar frá árinu 2014 og staðið að gerð myndbanda með upprennandi listamönnum há- tíðarinnar á ári hverju. Sköpun í kófinu Gugusar var upphaflega hljóm- sveit en er nú sólóverkefni Guð- laugar Sóleyjar Höskuldsdóttur sem er 16 ára. Hún gaf fyrr á þessu ári út 16 laga plötu með eigin lögum og textum sem nefnist Listen To This Twice og á tónleikum sínum fyrir Live from Reykjavík flytur hún tvö óútgefin lög með aðstoð tromm- arans Sólrúnar Mjallar Kjartans- dóttur. Guðlaug gaf fyrrnefnda plötu út 29. febrúar, á hlaupársdegi en vegna kófsins hefur hún þurft að fresta út- gáfutónleikum í tvígang og ekki ljóst hvenær hægt verður að halda þá. Kórónuveirunni hefur hins vegar ekki tekist að stöðva sköpunarkraft Guðlaugar. „Ég er að vinna í nýrri plötu núna og því meiri tíma sem ég hef heima þeim mun fleiri lög bæt- ast við plötuna,“ segir Guðlaug en hún er með stúdíó heima hjá sér og segist sjá sjálf um hljóðfæraleik, söng og upptökur. „Ég geri rosalega mikið í tölvunni,“ segir Guðlaug sem er líka fyrsta árs nemi í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Hún stefn- ir að því að gefa út plötu í lok janúar á næsta ári með íslenskum textum sem hún semur sjálf, nema hvað. Óljósar framkvæmdir „Við erum með tvö lög af nýju plötunni, Lyftutónlist, þannig að þetta er nánast frumflutningur,“ segir Andri Ólafsson, liðsmaður Moses Hightower, þar sem rétt rúmlega hundrað manns sáu hljóm- sveitina á tónleikum hennar í júní. Lögin tvö eru „Framkvæmdir“ og „Stundum“. Um hvað fjalla þau? „Viðlagið í „Stundum“ er „stundum líkjast eigendur hundum“ og þar er reynt að finna kómísku hliðina á þeim líkindum og hundarækt. Hitt lagið er pínulítil paranoja og hjart- sláttartruflanir í gangi,“ segir Andri og að óljósar framkvæmdir valdi þeim óþægindum. Hlustenda sé að átta sig á hverjar framkvæmdirnar séu. Andri er spurður að því hvað Mo- ses Hightower hafi verið að sýsla í kófinu. „Við getum nú ekki kvartað af því við spiluðum í Hljómahöllinni á Látum okkur streyma í fyrstu bylgju og svo náðum við að spila þrenna litla tónleika niðri í bæ með- an allt var í góðu í sumar. En svo þurftum við að fella niður stóra tón- leikaferð í haust en það er hálfpart- inn þessu að þakka að platan okkar kom út núna í haust því við höfðum allt í einu tíma til að klára hana í stúdíói. Við gátum loksins rumpað henni af.“ Andri segir hljómsveitina með ýmislegt í pípunum sem fólk fái að sjá á næstu misserum, þ.á m. heim- ildarmynd sem gerð er í samstarfi við RÚV. „Rosa mikið stuð“ Halldór Eldjárn, liðsmaður Syk- urs, er hinn hressasti þegar blaða- maður nær tali af honum. Halldór gegnir líka tímabundið stöðu um- boðsmanns sveitarinnar í fjarveru umboðsmannsins, er „handhafi um- boðsvalds“, eins og hann orðar það sjálfur. Halldór er spurður að því hvað Sykur muni bjóða upp á í sínu myndbandi. „Við bjóðum upp á tvö lög, annars vegar „Svefneyjar“ sem er nú verðlaunað lag, það var lag ársins í flokki raftónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum, og hins veg- ar „Lost Song“ eða „Týnda lagið“. Bæði þessi lög komu út á plötu sem við gáfum út fyrir ári síðan, plötunni JÁTAKK. Þetta var rosa mikið stuð, að koma þarna og spila þetta því við höfðum faktískt ekki spilað frá því á Airwaves í fyrra,“ segir Halldór. En hvað hefur Sykur verið að gera? „Við höfum verið í hálfgerðum dvala eins og flest önnur bönd en vorum með einhverjar þreifingar að vera með útgáfutónleika áður en allt skall á í mars,“ segir Halldór og því hafi Sykur fagnað því að geta haldið tónleika í vernduðu umhverfi sem nú má sjá á vef Landsbankans. „Eftir þessa löngu hvíld eru allir trommuheilar komnir á fullt í að búa til nýja tónlist,“ segir hann og spennandi að sjá hverju Sykur skil- ar af sér árið 2021. Þyrstir í tónleika Kristinn Óli, helmingur tvíeyk- isins JóiPé&Króli, segir þá félaga lítið hafa sinnt tónlistinni undan- farið, í kófinu, fyrir utan að flytja tvö lög ásamt hljómsveit fyrir „off venue“-hluta Live from Reykjavík. „Við tókum tvö lög af plötunni Í miðjum kjarnorkuvetri sem kom út 17. apríl. Með okkur var bandið okk- ar sem fylgir okkur eiginlega alltaf núna og gerir tónlistina með okkur. Það vantaði reyndar Starra bassa- leikara en þetta er vonandi eins skemmtilegt og hægt er og næst því sem hægt verður að komast af venjulegri upplifun af tónleikum,“ segir Kristinn. Hann segir þó nokkurn tíma hafa farið í að velja lögin tvö en á end- anum hafi hópurinn náð lendingu. „Þó að þetta sé mjög vel tekið upp er þetta ekki alvörudæmið sem mann þyrstir svolítið í að gera aft- ur,“ segir hann um tónleika án gesta. Þeir Jói hafa verið uppteknir hvor í sínu lagi, Jói í námi í Listahá- skóla Íslands og Kristinn að þjálfa lið Flensborgar í Gettu betur og lið Menntaskólans í Reykjavík í Morfís en hann hefur keppt í hvoru tveggja. „Ég er smá nörd þegar kemur að þessu,“ segir Kristinn og bætir við að hann bíði þess að geta hafið æf- ingar á leikritinu Benedikt búálfi í uppsetningu Menningarfélags Ak- ureyrar. „Ég leik Tóta tannálf, hinn álfinn,“ segir Kristinn. Þeir Jói náðu ekki að halda út- gáfutónleika líkt og svo margir aðrir sem gáfu út plötur skömmu fyrir Covid og segir Kristinn að hann sé nú kominn í dálitla pásu frá tvíeyk- inu. „Hann er ekkert sérstaklega sáttur við þá ákvörðun mína,“ segir Kristinn kíminn um Jóa. Gamalt og nýtt Sigurlaug Thorarensen og Julius Pollux Rothlaender skipa dúettinn BSÍ sem stofnaður var árið 2017. „Við spilum tvö lög, eitt af fyrstu EP-plötunni okkar sem heitir „Ekki á leið“ og svo tökum við nýtt lag af nýrri plötu sem kemur út á næsta ári, það heitir „Tal 11“,“ segir Sigur- laug og að þau Julius hafi langað að flytja eitt gamalt lag og eitt nýtt og að lögin væru ólík. Sigurlaug syngur og leikur á trommur og Julius leikur á bassa, stjórnar sampler og spilar á hljómborð með fótunum. Fjölhæft fólk þar á ferð. Sigurlaug er spurð að því hvað þau Julius hafi verið að gera í kófinu og segir hún þau hafa samið lög fyr- ir plötuna væntanlegu, sett upp stúdíó og einbeitt sér að tónlistar- sköpun. Í sumar hafi þau náð að spila í Iðnó á lítilli hátíð á vegum listasamlagsins post-dreifingar og þá hafi rifjast upp fyrir þeim hversu skemmtilegt væri að halda tónleika. Platan sem kemur út á næsta ári mun bera titilinn Stundum þung- lynd en alltaf andfasísk og segir Sigurlaug titilinn eiga við um þau Julius. „Við erum að leika okkur með tvöfalt EP, þetta eru tíu lög og annar helmingurinn snertir á ástar- sorg og að vera leið en hinn er meira „upbeat“ og andfasísk pönkleg lög,“ segir Sigurlaug um plötuna sem nú er í smíðum. Allt fram streymir  Fimm tónlistarmyndbönd eru nú aðgengileg á vef Landsbankans og eru hluti af stafrænu tón- listarhátíðinni Live from Reykjavík  JóiPé og Króli, Moses Hightower, gugusar, BSÍ og Sykur Flytjendur Í efri röð frá vinstri Agnes Björt Andradóttir í Sykri, JóiPé og Króli, gugusar, BSÍ og Mo- ses Hightower niðri í hægra horni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.