Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.11.2020, Qupperneq 72
Til stóð að halda Evrópsku kvikmynda- verðlaunin, EFA, í Reykjavík í desember en hætta þurfti við hátíðina út af Covid-19 og ákveðið að streyma henni frá Berlín á netinu. Hátíðahöldin munu standa yfir í fimm daga og geta Íslendingar, líkt og aðrar Evrópuþjóðir, fylgst með þeim á slóðinni www.europeanfil- mawards.eu. Hátíðin hefst 8. desem- ber kl. 20 með umræðum um framtíð evrópskrar kvikmyndagerðar eftir Co- vid-19 og verða viðburðir daglega frá kl. 20 til og með 12. desember en þá verða aðalverðlaun hátíðarinnar veitt. Forskot verður tekið á þessa kvik- myndasælu 10. nóvember næstkomandi þegar tilnefningar til verðlaunanna verða kynntar í beinni á netinu kl. 13 að íslenskum tíma. Verður þeirri athöfn streymt frá Sevilla. Fimm daga hátíð Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna á netinu FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 310. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Kvennalið Vals í knattspyrnu lék sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega mánuð þegar liðið fékk HJK frá Helsinki í heimsókn í 1. umferð Meistaradeildarinnar á Origo- vellinum á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með þægilegum 3:0-sigri Vals sem var kominn þremur mörkum yfir eftir 35 mínútna leik. Val- ur er þar með kominn í 2. umferð keppninnar en síðar í mánuðinum kemur í ljós hverjir andstæðingar liðsins verða. Umfjöllun um leikinn er að finna á íþróttasíðum blaðsins í dag. »60 Valur fór örugglega áfram í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókaútgáfan Ugla hefur gefið út bókina Ég er kórónuveiran eftir Hjálmar Árnason, en Fanney Size- more myndskreytti. „Þetta er bók fyrir börn á öllum aldri,“ segir höf- undurinn, en hún kemur út í Fær- eyjum í nóv- ember og væntanlega einn- ig í Litháen auk þess sem verið er að kanna með út- gáfu víðar. Tiltölulega stutt er síðan Hjálmar hætti í launaðri vinnu. „Ég hef lengi vel haft á bak við eyrað að setjast niður við skriftir þegar ég fengi frelsið og yrði ekki í fastri vinnu og hef því horft í kringum mig og safnað hugmyndum í gegnum tíð- ina,“ segir hann. Eftir að hafa hætt á vinnumarkaðnum hafi hann byrjað á því að fara á netnámskeiðið „Viltu skrifa bók“ hjá Einari Kárasyni. Samhliða því hafi hann farið á tvö ljósmyndanámskeið á netinu. „Svo hófst ég handa í rólegheitum að skrifa niður gamlar og nýjar hug- myndir.“ Börnin í baráttunni Hjálmar er mikill útivistarmaður og í einni gönguferðinni fékk hann hugmynd að bók. „Maður hugsar mikið á fjöllum og ég velti fyrir mér umræðunni um kórónuveiruna, leiddi hugann að því að ef við ætl- uðum að ráða niðurlögum þessa kvikindis yrðum við öll að gera það, börnin líka.“ Í kjölfarið segist hann hafa spurt sjálfan sig hvort barna- börn sín væru með í umræðunni um kórónuveiruna. „Þannig varð þessi saga til og ég lét á hana reyna með því að segja barnabörnunum hana. Þau voru ánægð og þá hélt ég áfram, leitaði viðbragða hjá nokkrum for- eldrum, tveimur ömmum og grunn- skóla- og leikskólakennurum og þeim virtist líka sagan vel.“ Næsta skref hafi verið að setja hana á blað og síðan hafi hann leitað ráða hjá Guðmundi Oddi Magnússyni í sam- bandi við teikningar. Goddur hafi bent á Fanneyju Sizemore, þau hafi hist daginn eftir og farið yfir söguna saman. „Út úr því komu þessar stór- skemmtilegu teikningar, sem lýsa viðfangsefninu vel og eru auk þess með skemmtilegan húmor. Við lögð- um upp með það að við þyrftum að predika án þess að vera leiðinleg. Til allrar hamingju var ég síðan leiddur til Jakobs Ásgeirssonar í Uglu, hann tók mér vel með þeim afleiðingum að bókin er komin út.“ Bókin minnir um margt á söguna af Karíusi og Baktusi. „Hugmyndin er svipuð,“ segir Hjálmar. „Einhver óværa er að predika vonda predik- un.“ Hann segir að hann viti til þess að fullorðið fólk hafi notað bókina til þess að ræða við börnin, vekja þau til umhugsunar um veiruna og hvernig eigi að bregðast við henni. Hjálmar var íslenskukennari í áratugi, hefur þýtt ljóð og skáldverk og samið kennslubækur og leiðbein- ingar fyrir kennara. „Ég hef alltaf verið innan um skrif og bókmenntir og áhugasviðið hefur legið svolítið þar, en segja má að ég sé að reyna að skrifa mig inn í fyrsta kaflann í nýju lífi.“ Hann sé með tvær barnasögur í vinnslu og vinni að smásögum fyrir fullorðna. „Hugmyndir hafa fæðst að undanförnu og svo eru þær eldri sem ég hef geymt í krukku, beðið eftir næðinu sem nú er komið. Það er mikið frelsi að geta gert það sem maður vill þegar maður vill það.“ Á Eyjafjallajökli Hjálmar Árnason hugsar mikið á fjöllum og er að skrifa fleiri bækur, bæði fyrir börn og fullorðna. Hugmyndir á fjöllum  Hjálmar Árnason með myndskreytta bók um kórónuveiruna ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is mánudaga - sunnudaga 12-18 Jólineru komin 25% af öllum vöruM, 30% af öllum jólavörum 20% af sérpöntunum Lýkur í dag ILV A ás kil ur sé rr étt til að lei ðr étt aa ug ljó sa rv ill ur . INSTAGRAM.COM/ILVAISLAND FACEBOOK.COM/ILVAISLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.