Morgunblaðið - 16.11.2020, Side 8

Morgunblaðið - 16.11.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020 Jón Vilhjálmsson raf- magnsverkfræðingur lést á líknardeild Landspítalans sl. föstudag, 13. nóv- ember, 65 ára að aldri. Jón fæddist í Reykjavík 5. maí 1955, sonur hjónanna Vilhjálms Jónssonar, hrl. og forstjóra Olíu- félagsins hf., og Katr- ínar Sigríðar Egils- dóttur ritara. Jón lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1975, prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1979 og meistaraprófi í raf- magnsverkfræði (M.S.E.E.-prófi) frá tækniháskólanum í Atlanta í Bandaríkjunum 1980. Hann starf- aði hjá þessum háskólum á náms- árum sínum og fékk Fulbright- styrk og Thor Thors styrk til nám í Bandaríkjunum. Eftir nám vestanhafs kom Jón til starfa hér heima hjá Orkustofn- un og starfaði þar 1980-1986, lengst sem deildarstjóri orkubú- skapardeildar. Stofn- aði verkfræðistofuna Afl árið 1987 og rak við þriðja mann til ársins 2008, er hún ásamt þremur öðrum stofum var sameinuð í eitt fyrirtæki sem nú er Efla. Þar stýrði Jón orkusviði frá 2010 fram á þetta ár auk þess sem hann sat í stjórn fyrir- tækisins um skeið. Eftir hann liggur fjöldi greina og skýrslna um orkumál hér á landi. Jón tók að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf, meðal annars á vettvangi Verkfræðingafélags Ís- lands. Þá vann hann einnig mikið starf fyrir barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis og var þar formaður 2010-2012. Eftirlif- andi eiginkona Jóns er Jóhanna Rósa Arnardóttir félagsfræðingur. Barn þeirra er Vilhjálmur og stjúpbörn Jóns og börn Rósu eru Svavar og Erna Dís. Andlát Jón Vilhjálmsson malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. Rökin fyrir borgarlínunni svoköll-uðu hafa daprast mjög á und- anförnum vikum og mánuðum og voru ekki beysin fyr- ir. Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor emeritus, hefur bent á veikleika og villur í greiningu á efnahags- legum forsendum borgarlínunnar.    Meðal veikleik-anna er arð- semislíkan sem Sveinn Óskar Sig- urðsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ og fulltrúi í svæðisskipulagsnefnd höf- uðborgarsvæðisins, gerði einnig að umfjöllunarefni í grein hér í blaðinu í liðinni viku.    Arðsemislíkanið er danskt, nefnistTeresa og er fengið að láni frá samgönguráðuneyti Danmerkur, að sögn Sveins Óskars. Hann segir það í raun ekki annað en „danskt excel- skjal á sterum“ en eins og þekkt er þá kemur aðeins það út úr slíkum lík- önum sem inn í þau er sett að gefn- um forsendum og formúlum.    Sveinn Óskar segir frá því að hannhafi sett sig í samband við þá sem hafa umsjón með borgarlínu- verkefninu og íslenskaðri Teresunni og viljað fá að sjá líkanið. „Þrátt fyr- ir ítrekanir og eftirgangsmuni, m.a. í ljósi þess að ég sit í svæðisskipulags- nefnd höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd hluta íbúa svæðisins, þ.e. Mos- fellinga, sem eiga m.a. að borga kostnaðinn, hefur ekkert svar borist. Engin gögn hafa komið fram sem út- skýra útreikninga Teresu eða hvar hún er niður komin,“ skrifar Sveinn Óskar.    Það skyldi þó ekki vera að reikni-formúlurnar á bak við borg- arlínuna þyldu ekki dagsins ljós. Ragnar Árnason Leynimakk um borgarlínu STAKSTEINAR Sveinn Óskar Sigurðsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fimm ný prestaköll urðu til 7. októ- ber síðastliðinn og oft er fjöldi sókna innan þeirra og svo teymi kenni- manna þar sem sóknarprestur fer með verkstjórn. Þannig mynda Laugarnes-, Ás- og Langholtssóknir í austurhluta Reykjavíkur nú eitt Laugardalsprestakall þar sem sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir er í for- ystu. Í Kópavogi er Digranes- og Hjallaprestakall orðið til og á norð- anverðum Vestfjörðum mynda alla sóknir frá Dýrafirði inn í Djúp nú Ísafjarðarprestakall. Innan þess eru þéttbýlisstaðirnir Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Ísafjörður og Bolungar- vík – og fjöldni kirkna í dreifbýli. Norðanlands er svo búið að sameina Akureyrar- og Laugalandspresta- köll sem landfræðilega spanna stór- an hluta Akureyrarbæjar og Eyja- fjarðarsveit, þar sem eru sex guðshús; það er á Grund, Saurbæ, Hólum, Möðruvöllum, Munkaþverá og Kaupangi. Þegar hefur í Morgunblaðinu ver- ið greint frá nýju Árborgarpresta- kall, en innan marka þess er Selfoss, ströndin og lágsveitir Flóans. Þá er í farvatninu að sameina Reykholts- og Hvanneyrarprestaköll í Borgarfirði. Samþykkt liggur fyrir og tekur hún gildi eftir birtingu í Stjórnartíðind- um. sbs@mbl.is Prestaköll sameinuð víða um land  Laugardalsprestkall með þremur sóknum í austurhluta Reykjavíkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Munkaþverá Ein nokkurra kirkna í sameinuðu prestakalli í Eyjafirði. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.