Morgunblaðið - 16.11.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020
Missið ekki af áhugaverðum þætti um fyrirtækin
Marás og Friðrik A. Jónsson ásamt viðtölum
við forsvarsmenn fyrirtækjanna.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Vélbúnaður og heildarlausnir
fyrir skip og báta
• Hátt þjónustustig
við sjávarútveginn
• Rafeindatæki af öllum gerðum
sem auðvelda fiskveiðar
• Viðskiptasaga síðan 1942
í þættinum Atvinnulífið sem
er á dagskrá Hringbrautar
kl. 20.00 í kvöld
Þjónusta við sjávarútveginn
– vélar og rafeindabúnaður
Heimsókn til Marás og Friðriks A. Jónssonar
Fyrirtækið er byrjað að markaðs-
setja íslenska lambakjötið. Það fer á
bestu veitingastaði. „Þetta er dýrt
kjöt, selt á tvöfalt hærra verði en
nýsjálenskt lambakjöt,“ segir Björn.
Hann segist hafa fengið mjög góð
viðbrögð frá kaupendum um gæði
kjötsins. „Þeir vita alveg hvað þeir
eru að kaupa. Þekkja muninn á okk-
ar kjöti og annarra.“
Meiri kröfur um sóttvörn
Strangar sóttvarnareglur voru í
sláturhúsunum í haust og virkuðu
þær. Hvergi þurfti að stöðva slátrun.
Björn Víkingur segir að kaupend-
urnir ytra hafi beðið um enn strang-
ari reglur sem framfylgt hafi verið
og gott betur. „Ég ákvað að skima
allra sem komu til að vinna í slát-
urhúsinu, líka Íslendingana. Til að
halda heilbrigðisvottorðinu þurftum
við að hitamæla alla starfsmenn á
hverjum morgni og grímuskylda var
alger. Menn máttu ekki sitja hver á
móti öðrum í matsalnum og aðeins
ákveðinn fjöldi mátti vera inni á
snyrtingum og í búningsklefum.
Þetta kallaði á mikið skipulag,“ segir
Björn.
Til mikils er að vinna því gott verð
fæst fyrir útflutning á þennan til-
tekna markað í Kína, mun hærra en
á öðrum mörkuðum og jafnvel
hærra en fæst á innanlandsmarkaði.
„Þetta er spennandi verkefni en
það krefst þolinmæði,“ segir Björn.
Hann segir slæmt að hafa ekki séð
framhald af útflutningnum sl. vetur
vegna þriðju bylgju kórónuveirunn-
ar. Áhugavert hefði verið að sjá
frekari þróun. Upphaflega var rætt
um að þrír gámar færu út í fram-
haldi af þeim fyrsta, það er að segja
um 60 tonn. Segir hann að málið
skýrist næstu daga en hann á von á
pöntun.
Sinna innanlandsmarkaði
Björn segir að Fjallalamb vilji
sinna innanlandsmarkaðnum vel
með hangikjöt og grillkjöt, það sé
undirstaða fyrirtækisins. Útflutn-
ingsþörf fyrirtækisins sé um 100
tonn af lambakjöti á ári. Spurður um
möguleika til að auka magnið segir
hann að einfaldast væri að bæta við
sig lömbum. Sláturhúsið geti slátrað
10 þúsund fjár fleira en í haust.
Fjallalamb slátraði rúmlega 24
þúsund lömbum og hélt sínu betur
en flestir aðrir. Björn Víkingur
þakkar það staðsetningu í öflugu
sauðfjárræktarhéraði. Búin byggi á
traustum grunni og ungir bændur
hafi verið að taka við. Þá sé héraðið
víðlent og grösugt. „Það er áhyggju-
efni hvað sauðfjárræktin stendur
höllum fæti fjárhagslega og miklar
sveiflur í kostnaði við aðföng og af-
komu bænda,“ segir Björn Víkingur.
Tvöfalt verð fæst fyrir lamb í Kína
Fjallalamb bíður eftir næstu pöntun frá dreifingarfyrirtæki í Kína Útflutningur eftir síðustu slát-
urtíð stöðvaðist vegna kórónuveirufaraldursins Kínverjarnir gera kröfur um sérstakar sóttvarnir
Ljósmynd/Björn Víkingur
Haustmyrkur Fjallalamb er mikilvægur vinnuveitandi á Kópaskeri og stuðlar að því að koma afurðum í verð.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjallalamb er að undirbúa útflutning
á lambakjöti til Kína. Tilraunasend-
ing sem fór í byrjun árs leiddi ekki til
frekari viðskipta vegna kórónuveiru-
faraldursins. „Vonandi dregur til tíð-
inda einhvern næstu daga. Þá kemur
í ljós hvað fer út á þessu ári og því
næsta,“ segir Björn Víkingur
Björnsson, framkvæmdastjóri
Fjallalambs sem rekur sláturhús og
kjötvinnslu á Kópaskeri.
Eftir að gengið var frá öllum
formsatriðum varðandi fríverslunar-
samning Íslands og Kína varð ljóst
að heilbrigðiskröfur væru það
strangar að aðeins eitt sláturhús
stæðist þær, Fjallalamb, sem er
minnst af sauðfjársláturhúsum
landsins fyrir utan þau hús sem að-
eins eru með þjónustuslátrun fyrir
bændur. Ástæðan fyrir útilokun ann-
arra eru kröfur um að sláturhús séu
utan varnarhólfa fyrir riðuveiki í fé.
Fer á bestu veitingastaði
Björn segir að fyrirtækið sé komið
í viðskiptasamband við öflugan dreif-
ingaraðila í Kína sem hafi fulla getu
til að markaðssetja lambakjötið á
réttan hátt. Fyrsta sendingin fór í
mars sl., um 20 tonn af lambakjöti.
Kjötið var lengi á leiðinni og lenti því
í veirufárinu. Segir Björn mikilvægt
að kjötið hafi komist klakklaust í
gegn um tollinn í Kína. Það hafi verið
mikill léttir.