Morgunblaðið - 16.11.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2020
Til þeirra sem málið varðar:
Eins og þú/þið hafið eflaust fengið
ábendingar um þá eru stúdentar við
Háskóla Íslands, og þá sér í lagi stúd-
entar sem stunda nám við heilbrigð-
isvísindasvið Háskóla Íslands, ekki
sáttir við þá ákvörðun Háskólans að
meirihluti lokaprófanna þessa önn
verði staðbundinn.
Það er eflaust öllum kunnugt um
aðstæður samfélagsins sem við búum
við núna og því óþarfi að minna á þær
reglur sem stjórnvöld hafa sett enda
eru þær settar af alvarlegum ástæð-
um og okkar skylda sem samfélag að
framfylgja þeim á sem bestan hátt.
Við vitum ekki hvernig takmörk-
unum verður háttað á næstu vikum en
við teljum það ábyrgast að sýna sem
mesta aðgát, mæta ekki á fjölmenna
staði og svo framvegis í þeirri von að
jólin verði sem auðveldust fyrir okkur
öll.
Í pósti frá rektor Háskóla Íslands
sem sendur var út þann 2.11. síðastlið-
inn kom skýrt fram að „lokapróf í Há-
skóla Íslands í desember fari fram á
netinu sem fjarpróf, nema í und-
antekningartilvikum, s.s. samkeppn-
ispróf og þýðingarmikil lokapróf“.
Nú óskaði heilbrigðisvísindasvið
Háskóla Íslands eftir því að 81 próf
við deildina fengi þetta tiltekna und-
anþáguákvæði og yrðu þau haldin sem
skrifleg próf í byggingum Háskólans.
Miðað við stöðuna eins og hún er núna
eru aðeins um 35% lokaprófa við heil-
brigðisvísindasvið heimapróf. Það er
langt undir helmingi allra prófa deild-
arinnar.
Ef við skoðum tölfræðina í þessu eru
niðurstöðurnar sláandi. Heilbrigðisvís-
indasvið er með langflest skrifleg próf
eða 64%. Til samanburðar má nefna að
hugvísindasvið er með 1% skrifleg
lokapróf og félagsvísindasvið 5%.
Þessar niðurstöður geta ekki talist
boðlegar. Okkur þykir það afskaplega
furðulegt að önnur svið innan Háskól-
ans geti brugðist við breyttum að-
stæðum og fundið nýjar lausnir til að
þreyta lokapróf heima en okkar svið,
heilbrigðisvísindasvið, sjái sér ekki
fært að koma til móts við aðstæður
samfélagsins. Við trúum því ekki að
aðrar deildir geti forgangsraðað þýð-
ingarmiklum prófum en ekki okkar
svið. Það getur ekki staðist að þýðing-
armikil próf séu nánast alfarið innan
deilda heilbrigðisvísindasviðs.
Við þessa ákvörðun eru stúdentar
ekki sáttir. Við teljum þessa ákvörðun
Háskólans og þá heilbrigðisvís-
indasviðs óábyrga og eigi ekki við rök
að styðjast í flestum tilfellum. Við telj-
um þetta einfaldlega misnotkun á
ákvæði ráðherra sem gaf þetta undan-
þáguákvæði út til að koma til móts við
skólann. Þess má geta að við heil-
brigðisvísindasvið HÍ eru mjög marg-
ir nemendur sem starfa á spítölum
landsins og öðrum heilbrigðisstofn-
unum. Þessir nemendur eru hluti af
framlínunni og mótmæla þeirri óá-
byrgu kröfu Háskólans að eiga að
mæta í skólann til að þreyta loka-
prófin og sýna með því óábyrga hegð-
un.
Þessu til rökstuðnings má nefna
lokapróf fyrsta árs nema í lífeinda-
fræði við HÍ. Lokapróf áfanga á
fyrstu önn í lífeindafræði við Háskóla
Íslands telst seint sem þýðingarmikið
lokapróf þar sem ekki er um útskrift-
arnema að ræða né samkeppnispróf.
Þó að viðkomandi nemandi þurfi að
ljúka öllum áföngum fyrsta árs til að
hefja nám á öðru misseri er vel hægt
að tryggja jafnræði og sanngirni milli
nemenda í fjarprófum. Einnig vitnum
við í þá staðreynd að erfitt sé að
svindla í raungreinatengdum fögum
en þess til samanburðar eru svipaðar
kröfur gerðar til nemenda á
hugvísindasviði en þar eru nánast öll
próf heimapróf.
Við höfum ekki mátt mæta í skól-
ann í vetur og því þykir okkur óábyrgt
og algjörlega úr takti að eiga svo að
mæta í hópum til að þreyta lokaprófin.
Einnig má nefna að aðstæður nem-
enda eru misjafnar og taka þarf tillit
til þess að margir eru með undirliggj-
andi sjúkdóma, andlega og líkamlega,
mismunandi fjölskylduaðstæður og
annað slíkt sem stangast alfarið á við
það að eiga að mæta inn í stærri hópa
en tilmæli sóttvarnateymisins kveða á
um, og það rétt fyrir jól. Ef upp kæmi
hópsmit innan veggja skólans í próf-
unum þyrftu viðkomandi einstak-
lingar að vera í sóttkví og jafnvel ein-
angrun út árið – við bendum á að það
er yfir bæði jól og áramót! Ekki bætir
það líðan nemenda sem kannanir í
vetur hafa sýnt fram á að sé almennt
ekki góð fyrir!
Einnig bendum við á að miðað við
niðurstöður þessara kannana um líðan
nemenda sé sú staðreynd að við þurf-
um að mæta í prófin í byggingar Há-
skólans enn meiri kvíðavaldur. Grímu-
notkun í margra klukkustunda prófi
veldur mörgum hugarangri. Það hef-
ur verið rætt um grímunotkun og
gleraugu, það valdi einbeitingarskorti
og óþægindum fyrir þá nemendur
sem eru haldnir kvíða fyrir og þeir
upplifi sig innilokaða og upplifi önd-
unarörðugleika.
Það eru allt of miklar kröfur gerðar
til nemenda í þessu ástandi, við spáum
því að brottfall nemenda úr námi árið
2020 verið meira en ella. Ekki nóg
með að nemendur séu að fást við erfitt
nám, búi mögulega ekki við þannig að-
stæður að viðkomandi hafi góða að-
stöðu til að læra heima, hafi verið í eða
sé í sóttkví og svo framvegis, heldur
bendum við einnig á að lesrými eru
lokuð, námsrými í skólanum lokuð,
tómstundir af skornum skammti og
lítið sem ekkert félagslíf. Við teljum
það fáránlegt að gerðar séu sömu
kröfur til nemenda í miðjum heimsfar-
aldri eins og á venjulegum önnum.
Stúdentar, bæði almennir stúd-
entar, stúdentar í Stúdentaráði, stúd-
entar í námsbrautarstjórn og nem-
endafélög hafa öll mótmælt þessu
ákvæði heilbrigðisvísindasviðs og
bent á þessi rök sem við höfum nefnt
hér að ofan. Það er einnig súrrealískt
að það skuli vera heilbrigðisvís-
indasvið sem sækir um flest undan-
þáguákvæði – maður hefði haldið að
sú deild væri ábyrgari en þetta!
Menntamálaráðherra sagði sjálfur
eftir fund ríkisstjórnar þann 30.10. sl.
að það væri mikilvægt að hlusta á vilja
nemenda og teljum við það mjög ljóst
að Háskóli Íslands er ekki að því.
Við hvetjum Háskóla Íslands til að
taka ábyrga afstöðu, breyta þessari
ákvörðun og halda einungis sam-
keppnispróf og þýðingarmikil loka-
próf eins og undanþáguákvæðið kveð-
ur á um, staðbundin. Önnur próf verði
tekin sem fjarpróf. Við erum öll í
þessu saman, við erum öll almanna-
varnir og skoðanir stúdenta ber að
virða og taka til greina.
Alexander Örn Kárason,
Andrea Guðrún Guðnadóttir,
Andrea Kemp,
Arna Dögg Kolbeinsdóttir,
Ásta Kristín Jónsdóttir,
Glódís Ylja Hilmarsdóttir,
Helena Ósk,
Inga Hanna Bergsdóttir,
Júlía Óladóttir,
Kamilla Sól Viktorsdóttir,
Maríanna Ósk Jóhannsdóttir,
Steinar Bragi Gunnarsson,
Stiven Tobar Valencia,
Sunna Hlín Eggertsdóttir,
Sunneva Halldórsdóttir og
Sylvía Rún Rósmundsdóttir.
Opið bréf til stjórnenda Háskóla Íslands
og Lilju Daggar Alfreðsdóttur
Frá nemendum í lífeindafræði
við Háskóla Íslands. »Háskóli Íslands
skikkar nemendur
til að mæta í staðbundin
lokapróf í miðjum
heimsfaraldri þrátt
fyrir fjarkennslu nánast
alla önnina. Stúdentar
telja ákvörðun skólans
óábyrga.
Fyrir 1000 árum var
afgreitt mál á Alþingi
Íslendinga. Málið var
svo mikilvægt að al-
þingi varð að taka af-
stöðu til málsins hér og
nú eins og sagt er.
Þetta mál varðaði
trúardeilur kristinna
manna og ásatrúar-
manna. Aðdragandinn
var langur. Kristnin
hafði verið í sókn á Norðurlöndum og
kristniboð hafði verið á landinu fyrir
utan það að margir landnámsmanna
bæði frjálsir og ófrjálsir voru
kristnir, auk Papanna sem hér voru
fyrir. Ásatrúin var á undanhaldi og
fjölgyðistrúin átti ekki það sem
mannssálin fann í Kristi.
Sæst var á þá stórmerkilegu lausn
að fela heiðnum manni, Þorgeiri Þor-
kelssyni Ljósvetningagoða, að kveða
upp úrskurð í deilunni og skuldbundu
deiluaðilar sig til að virða úrskurð
hans.
Þorgeir kallaði ekki saman nefnd
eða starfshóp til að vinna í málinu
heldur dró sig í hlé frá umhverfinu og
lagðist undir feld. Undir þessum feldi
lá Þorgeir í þrjá sólarhringa. Sjálf-
sagt hafa viðstaddir kristnir menn
beðið bæna til Krists fyrir Þorgeir á
meðan hann hugsaði málið og ása-
trúarmenn gert áheit til goðanna, en
hvað gerði Þorgeir sjálfur?
Mín tilfinning er að Þorgeir hafi
leitað eftir opinberun til yfirnátt-
úrlegra afla. Í Biblíunni er talað um
að menn hafi komist í guðmóð og
fengið þá opinberanir. Í Daníel 2: 19
segir: „Þá var leyndardómurinn op-
inberaður Daníel í nætursýn. Þá lof-
aði Daníel Guð himnanna.“ Eitthvað
því líkt hefur Þorgeir væntanlega
upplifað og viðurkennt var í heiðni að
menn væru forvitrir (spámenn). Þeg-
ar svo Þorgeir fann frið í hjarta sínu
fyrir því svari sem spámannsröddin
gaf honum þá fór hann yfir málin með
eigin hyggjuviti.
Það er svo augljóst að Þorgeir
frelsaðist til kristni
þarna undir feldinum
og lét skírast þegar
hann reið heim af þingi
og kastaði húsgoðum
sínum í Goðafoss.
Úrskurði Þorgeirs
um að Íslendingar sam-
einuðust undir merki
kristinnar trúar má
einna helst líkja við
kraftaverkið þegar Páll
postuli snerist til
kristni. Í mínum huga
er augljóst að Jesús
Kristur birtist Þorgeiri með ein-
hverjum hætti og gaf honum svarið.
Skýringin sem Þorgils gefur að einn
siður skuli ríkja í landinu til að friður
haldist var ekki eingöngu til að leysa
ríkjandi hættuástand á alþingi þar
sem við lá að þingheimur berðist um
málin. Úrskurðurinn var spámæli inn
í framtíðina.
Þessa mikilvægu þingsamþykkt
tóku Íslendingar svo alvarlega að
segja má að hún hafi greypst inn í
þjóðarsálina og er í alla staði marg-
falt merkilegri en trúfrelsisákvæðið
sem Kristján 9. setti inn í stjórn-
arskrána 1874 og gekk í berhögg við
íslensk lög og trúarhefð.
Það er löngu kominn tími til að
leiðrétta þau afglöp og setja í stjórn-
arskrána lagatexta í eftirfarandi dúr:
„Kristin trú skal vera ein allra trúar-
bragða opinber trú á Íslandi og gildir
þar um samþykkt alþingis frá árinu
1000 e.Kr. Öll opinber stjórnsýsla Ís-
lands taki mið af því í lögum lands-
ins.“ Stjórnarskrárákvæðið mundi þá
einnig varðveita hina sögulegu arf-
leifð kristnitökunnar.
Nú eru kristnir menn ofsóttir út
um allan heim, mest þar sem guðleys-
ingjar (kommúnistar) eða múslimar
ráða ríkjum en líka í löndum þar sem
búddistar og hindúar stjórna. Að
setja það í lög að trúfrelsi skuli ríkja
er illa ígrundað og óþarft ákvæði.
„Trúin er fullvissa um það, sem
menn vona, sannfæring um þá hluti,
sem eigi er auðið að sjá“ (Hb 11:1). Á
þessari Biblíutilvitnun má sjá að trú
er huglæg og frjáls og óþarfi að setja
lög þar um. Iðkun trúar er marg-
breytileg og veldur árekstrum, þar
þarf skilgreiningu.
Í löggjöf um innflytjendur á að
vera lagabálkur sem skilgreinir
helsta átrúnað á heimsvísu eins og
t.d. kristni, búddatrú, hindúatrú, sat-
anstrú, áatrú, ásatrú og hið trú-
pólitíska íslam og hin guðlausu lífs-
skoðunarfélög. Þegar sjálfráða
útlendingur leitar hér landvistar á að
trúprófa hann og greina viðhorf hans
til að aðlaga sig íslenskri menningu.
Það er hægt að gera með krossaprófi
í flugstöð.
Útlendingar sem ríghalda í trú og
menningu sem í veigamiklum atrið-
um ganga gegn íslenskum lögum eiga
ekkert erindi inn í landið. Sama gildir
um þá erlenda sem aðhyllast trú-
pólitískar stjórnmálastefnur
einræðissjónarmiða.
Útlendingar sem hingað vilja flytja
og vilja verða góðir Íslendingar með
því að gangast undir okkar menning-
arhefðir eiga að vera velkomnir, aðrir
ekki.
Íslensk lög byggjast á kristnu gild-
um sem miða að lýðræðislegum
stjórnarháttum, sá menningararfur
er dýrmætari en svo að honum megi
ógna að óþörfu með því að veita fólki
landvist sem í líkingunni ber með sér
riðuveiki, mæðuveiki og fjárkláða
sem sýkir þjóðina og veldur árekstr-
um og ófriði. Við sem veljum að vera
sauðir í hjörð góða hirðisins Jesú
Krists verðum að standa vörð um ríki
hans á Íslandi. Því miður eigum við í
höggi við marga óvini í guðleysi þó
ekki bætist við trúarerjur. Úrskurður
Þorgeirs forðum er í raun spádómur,
kyndill sem íslenskri þjóð er ætlað að
bera inn í framtíðina svo friður hald-
ist í landi okkar.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Stjórnarskrá og trúfrelsi
Eftir Ársæl
Þórðarson » Að setja það í lög að
trúfrelsi skuli ríkja
er illa ígrundað og
óþarft ákvæði.
Ársæll Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
Öll þurfum við á von
að halda. Án vonar ger-
ist ekki neitt. Þegar við
fæddumst vonuðu for-
eldrar okkar og að-
standendur að okkur
myndi farnast vel á æv-
innar göngu. Finna
okkur og verða ham-
ingjusöm. Þegar fólk
hefur háskólanám von-
ast líklega flestir til að
það gangi vel og klárist fyrr eða síðar.
Þegar við förum að sofa vonum við að
við sofum vel og vöknum endurnærð
að morgni. Þegar við leggjum fé í
banka vonumst við til að geta tekið
það út aftur. Og þegar við kaupum
hús vonumst við til að það haldi vatni
og vindum og sé ekki gallað. Þegar
við setjumst upp í bíl og ökum af stað
vonumst við til að ferðin gangi áfalla-
laust fyrir sig og við komumst heil
heim án þess að bíllinn bili. Þegar vet-
urinn kemur vonumst við til þess að
það vori að honum loknum og svo
komi sumar. Þegar klukkan er eitt
megum við eiga von á því að hún verði
tvö klukkustund síðar. Þannig von-
umst við til að tíminn haldi áfram og
við séum ekki stöðugt að upplifa okk-
ar síðasta.
Einnig vonumst við til þess núna að
þetta Covid-ástand taki enda fyrr en
seinna og biðjum saman að svo mætti
verða.
Von og áhyggjur takast á
Vonin og áhyggjurnar takast á.
Vonin er drifkraftur lífsins ásamt trú
og kærleika. Vonin vekur bjartsýni,
þrek og þor og fær okkur til að vilja
halda áfram. Áhyggjurnar valda
kvíða, draga úr okkur kjarkinn og
vekja ótta og lamandi vonleysi.
Barn sem leikur sér þarf á von að
halda. Ungt fólk sem fetar sig til
sjálfstæðis og framtíðar þarf á von að
halda. Ástfangið fólk þarf á von að
halda. Öll hjónabönd þurfa á von að
halda. Uppalendur þurfa á von að
halda. Þeir sem sjúkir eru þurfa á von
að halda. Og þeir sem
standa við dánarbeð
þurfa á von að halda. Og
allt deyjandi fólk þarf á
von að halda sem og allir
þeir sem syrgja.
Lifum í voninni
Það vonar enginn það
sem hann sér eða veit.
„Trúin er fullvissa um
það sem við vonum.
Sannfæring um hluti
sem eigi er auðið að sjá.“
Ef við töpum voninni er líklega fátt
eftir.
Höldum í vonina og lifum í voninni.
Frestum ekki lífinu og verum ekki að
bíða eftir einhverju sem verður
kannski einhvern tíma seinna.
Leitumst við að njóta þess að vera í
núinu eins og mögulegt er miðað við
aðstæður og vonum svo það besta
okkur öllum og heimsbyggðinni til
handa.
Missum ekki sjónar á lífinu og kær-
leikanaum, frelsaranum okkar, Jesú
Kristi, sem fullfær er um að varðveita
okkur í núinu, í voninni, kærleikanum
og trúnni. Leiða okkur, styðja og
styrkja vegna elsku sinnar til okkar.
Felum okkur honum. Í trausti þess
að hann muni vel fyrir sjá. Í þessum
heimi og í hinum komanda, þegar yfir
lýkur.
Lifum með vonina að vopni. Stönd-
um saman. Verum vonistar.
Með vonarríkri samstöðu-, friðar-
og kærleikskveðju.
- Lifi lífið!
Virkjum vonina
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Vonin vekur bjart-
sýni, þrek og þor og
fær okkur til að vilja
halda áfram. Áhyggjur
draga úr okkur kjarkinn
og vekja kvíða, ótta og
lamandi vonleysi.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.