Morgunblaðið - 17.11.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2020
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna
gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 16. nóvember 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember
2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með
16. nóvember 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti,
virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagns-
tekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetra-
gjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu,
vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir,
fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra,
ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launa-
kostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis,
veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald,
gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa,
auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á
ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt
álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki,
jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að
leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald
er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem
fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda
bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega
búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin
hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. nóvember 2020.
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Bandaríska líftæknifyrirtækið Mod-
erna tilkynnti í gær að prófanir þess
á bóluefni sínu gegn kórónuveirunni
bentu til þess að það sýndi um 94,5%
virkni gegn veirunni. Eru þær frum-
niðurstöður byggðar á þriðja stigs
prófunum á rúmlega 30.000 manns,
en þetta er annað bóluefnið á undan-
förnum tveimur vikum sem sýnir
mikla virkni gegn veirunni.
Markaðir bæði austan hafs og
vestan tóku mikinn kipp við tíðindin,
líkt og þeir gerðu þegar Pfizer og
BioNTech kynntu í síðustu viku að
bóluefni þess sýndi um 90% virkni
gegn veirunni. Bæði bóluefnin
byggjast á nýrri tækni, þar sem
erfðaupplýsingar veirunnar, svo-
nefnt mRNA, eru nýttar til þess að
láta frumur líkamans framleiða mót-
efni gegn verunni.
Moderna hyggst sækja um leyfi
fyrir bóluefninu innan bæði Banda-
ríkjanna og annars staðar á næstu
vikum, og segir fyrirtækið að það
geri ráð fyrir að um 20 milljón
skammtar verði tilbúnir í Bandaríkj-
unum fyrir árslok, og að allt að einn
milljarður skammta verði framleidd-
ur á næsta ári.
Bóluefni Moderna þykir hafa þá
kosti umfram bóluefni Pfizer/Bio-
NTech, að það er auðveldara í
geymslu og flutningi, en á móti kem-
ur að það nýtir meira af erfðaupplýs-
ingum veirunnar í hverjum skammti,
sem þýðir að það hentar verr til
fjöldaframleiðslu. Þá er um hvorugt
bóluefnið vitað hversu lengi það veit-
ir vörn gegn veirunni.
Baráttunni ekki lokið enn
Sérfræðingar í heilbrigðismálum
vöruðu þó við því að enn væru erfiðir
mánuðir fram undan, þó að ljósið við
enda ganganna væri vissulega bjart-
ara nú þegar fleiri en eitt bóluefni
hefðu sýnt mikla virkni gegn
kórónuveirunni.
„Bóluefni eitt og sér mun ekki
binda enda á faraldurinn,“ sagði
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir-
maður Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, WHO. Benti Tedros á að fyrst
um sinn yrði bóluefni einungis að-
gengilegt fyrir viðkvæma hópa og
heilbrigðisstarfsfólk, og á þeim tíma
myndi veiran enn hafa mikið svig-
rúm til að dreifa sér.
Í millitíðinni hafa mörg ríki, sér í
lagi í Evrópu, gripið til harðra sótt-
varnaaðgerða til þess að reyna að
stemma stigu við seinni bylgju
heimsfaraldursins.
Stjórnvöld í Bretlandi greindu frá
því í gær að Boris Johnson forsætis-
ráðherra væri nú kominn í sóttkví,
eftir að hann fundaði fyrir helgi með
þingmanni Íhaldsflokksins sem
reyndist svo smitaður. Sagði John-
son að hann myndi halda áfram að
stýra baráttu stjórnvalda gegn veir-
unni úr einangrun sinni í Downing-
stræti 10, og taldi sig ekki í mikilli
hættu, þar sem hann væri að
„springa úr mótefnum“, eftir að hafa
veikst sjálfur í apríl síðastliðnum.
Vill grímuskyldu í skólum
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari var í gær sögð vilja enn hertar að-
gerðir ofan á þær sem tóku gildi í
byrjun nóvembermánaðar, þar sem
fjöldi nýrra tilfella í landinu væri enn
of mikill. Vill Merkel meðal annars
að grímuskylda verði tekin upp í öll-
um skólum, og að fólk hitti einungis
annað fólk af einu öðru heimili utan
skóla og vinnu.
Þá þykir staðan í Bandaríkjunum
enn grafalvarleg, þar sem milljón ný
tilfelli bættust við í síðustu viku.
Hafa sérfræðingar varað við því að
fólk haldi stóra þakkargjörðarhátíð,
en hún á að vera í næstu viku.
AFP
Bóluefni Þátttakandi í prófunum Moderna sést hér fá skammt af efninu.
Annað bóluefni veitir von
Líftæknifyrirtækið Moderna segir bóluefni sitt sýna 94,5% virkni gegn kórónu-
veirunni Erfiðir mánuðir enn fram undan Boris Johnson kominn í einangrun
Eldflaug bandaríska geimferða-
fyrirtækisins SpaceX tókst á loft í
fyrrinótt frá Kennedy-geimstöðinni
í Flórída, með fjóra geimfara innan-
borðs, þrjá frá Bandaríkjunum og
einn frá Japan. Ferðinni er heitið til
alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og er
þetta í fyrsta sinn í níu ár sem geim-
farar á vegum bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar NASA halda
þangað frá bandarískri grund. Hef-
ur stofnunin þurft að treysta á Rússa
til þess að flytja geimfara sína um
borð í stöðina í allan þann tíma.
Talsmenn SpaceX og NASA lýstu yf-
ir ánægju sinni með skotið, en gert
er ráð fyrir að geimfararnir komist
á áfangastað í nótt.
BANDARÍKIN
AFP
SpaceX Geimskotið þótti heppnast vel.
Fyrsta mannaða
geimferðin í níu ár
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra
Armeníu, ákvað í gær að reka Zohr-
ab Mnatsakanyan, utanríkis-
ráðherra landsins, vegna mótmæla-
öldu sem skekið hefur landið eftir
að átökunum í Nagornó-Karabak-
héraði lauk í síðustu viku.
Stór hluti Armena lítur á friðar-
samkomulag Armeníu og Aser-
baídsjan í deilunni sem uppgjöf, þar
sem það felur í sér að svæði sem
Armenar náðu á sitt vald fyrir þrjá-
tíu árum voru aftur færð undir yfir-
ráð Asera.
Áfram var mótmælt gegn sam-
komulaginu á götum höfuðborg-
arinnar Jerevan í gær og kölluðu
mótmælendur eftir því að Pashi-
nyan segði af sér. Hrópuðu þeir
„Nikol farðu“ og „Nikol svikari“.
Stjórnarandstæðingurinn Eduard
Sharmazanov ávarpaði mótmæla-
fundinn og sagði að hver einasta
klukkustund sem Pashinyan væri
við völd væri ógn við þjóðaröryggi
Armeníu.
Pashinyan sagði hins vegar í um-
ræðum á þinginu að friðarsam-
komulagið hefði verið eina leiðin út
úr átökunum og það hefði tryggt að
Nagornó-Karabak yrði áfram undir
sinni eigin stjórn, frekar en undir
yfirráðum Aserbaídsjan.
Tyrkir vilja vera með
Samkvæmt skilmálum samkomu-
lagsins munu Rússar taka að sér
hlutverk friðargæslu í héraðinu til
þess að koma í veg fyrir að átök
brjótist út að nýju. Er gert ráð fyrir
að um 2.000 rússneskir hermenn
sinni því hlutverki næstu fimm árin.
Recep Tayyip Erdogan Tyrk-
landsforseti tilkynnti hins vegar í
gær að Tyrkir hygðust einnig taka
þátt í að framfylgja friðarsam-
komulaginu, og óskaði hann eftir
formlegu leyfi tyrkneska þingsins
til þess að senda herlið til Aserbaíd-
sjan, sem muni aðstoða Rússa við að
stýra vopnahléinu.
Rússnesk stjórnvöld segja hins
vegar að tyrkneskir hermenn muni
ekki sinna friðargæsluhlutverki í
Nagornó-Karabak-héraði.
Þátttaka Tyrkja er ekki óumdeild
í Armeníu, en þeir studdu rétt
Asera til þess að endurheimta Na-
gornó-Karabak með valdi, og sök-
uðu vestræn ríki þá um að hafa sent
sýrlenska vígamenn til átakasvæð-
anna.
Ráðherra rekinn
vegna mótmæla
Friðarsamkomulaginu enn mótmælt
AFP
Armenía Friðarsamkomulaginu var mótmælt alla helgina í Jerevan.