Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  275. tölublað  108. árgangur  Fullhlaðinn orku Touareg eHybrid www.hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA Verð frá 11.990.000 kr. Tengiltvinnbíll Rafmagn & bensín GRÍSAFJÖRÐ- UR EFTIR LÓU HLÍN JÓLATRÉ OG BRÚAREFNI ÚR SKÓGUM SUÐURLANDS ANNRÍKI Í SKÓGARHÖGGI 14FELUR GJAFIR Í BÓKINNI 51 Þorsteinn Ásgrímsson Melén Karítas Ríkharðsdóttir Jón Sigurðsson Nordal Ríkisstjórnin kynnti í gær á blaða- mannafundi í Hörpu margvíslegar aðgerðir til þess að koma til móts við afleiðingar kórónuveirufaraldursins. Fela aðgerðirnar meðal annars í sér að atvinnuleysisbætur verði hækk- aðar og hlutabótaleiðin svonefnda framlengd, en auk þess munu fyrir- tækjum standa til boða svonefndir viðspyrnustyrkir, hafi tekjur þeirra fallið vegna faraldursins eða sótt- varnaaðgerða stjórnvalda um 60% eða meira á tímabilinu frá 1. nóvem- ber 2020 til og með 31. maí 2021, frá sama mánuði árið 2019. Þá verða einnig tekjufalls- og lokunarstyrkir í boði. Hefur trú á hraðari umskiptum Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði í samtali við mbl.is í gær að með aðgerðunum væri verið að teygja sig út til þeirra sem upplifðu tekjuhrun og stæðu eftir með öflug- an og farsælan rekstur sem glímdi við forsendubrest. „Þessa aðila vilj- um við styðja sem og þá sem hafa tapað atvinnu sinni í hamagangin- um.“ Kom fram í máli Bjarna að hann hefði trú á því að viðspyrnan yrði hraðari en spár ýmissa aðila, þ.á m. Seðlabankans og ASÍ, gerðu ráð fyrir. „Ég hef trú á því að það leynist ómælanlegur kraftur í ís- lenska hagkerfinu sem muni losna úr læðingi, og framtakssemi, dugnaður og vilji til að bjarga sjálfum sér séu einkenni sem Íslendingar búa yfir,“ sagði Bjarni. Skref í rétta átt en ekki nóg Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að þótt viðspyrnuaðgerðirnar væru skref í rétt átt væru þær ekki fullnægjandi í heild. Þá væru þær seint fram komn- ar. „Ég er ánægður með að ríkis- stjórnin hlusti loksins á þær tillögur sem Samfylkingin hefur verið með frá því í vor,“ sagði Logi. „Í fyrsta lagi að stigið sé skref til að hækka grunnatvinnuleysisbætur, í öðru lagi að framlengja hlutabótaleiðina og í þriðja lagi að framlengja barnabæt- ur til atvinnulauss fólks, sem Sam- fylkingin lagði til í vor og var sam- þykkt.“ Sagði Logi að Samfylkingin hefði lengi verið á því að víðtækari að- gerða væri þörf. „Þetta eru hlutir sem við erum búin að tala um síðan í vor og höfum lagt fram tillögur á þingi sem ítrekað hefur verið hafn- að,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viðspyrnan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sjást hér ræða við fjölmiðla í Hörpu um nýkynntar aðgerðir. Vilja tryggja öfluga viðspyrnu frá botni  Hlutabótaleiðin framlengd og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar MRíkisstjórnin kynnir »6 Lífshorfur fólks á Norðurlöndum sem fær krabba- mein eru með þeim bestu í heiminum og hafa batnað á síðustu 25 árum. Þetta kemur fram í nýrri samanburð- arrannsókn sem byggð er á gögn- um úr krabbameinsskrám á Norð- urlöndum. Halla Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfélags- ins, sagði að krabbameinsáætlanir hefðu gefið góða raun annars staðar á Norðurlöndum. Ein slík var sam- þykkt hér og innleidd í upphafi síð- asta árs. „En mér vitanlega er ekki búið að forgangsraða ákveðnum mark- miðum í krabbameinsáætluninni, tímasetja þau og fjármagna. Ef ekki er gerð aðgerðaáætlun þá er þetta til lítils,“ sagði Halla. »4 Lífshorf- ur með því besta  Virkja þarf krabbameinsáætlun Halla Þorvaldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.