Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 1. N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 275. tölublað 108. árgangur
Fullhlaðinn orku
Touareg eHybrid
www.hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA
Verð frá 11.990.000 kr.
Tengiltvinnbíll
Rafmagn & bensín
GRÍSAFJÖRÐ-
UR EFTIR
LÓU HLÍN
JÓLATRÉ OG BRÚAREFNI ÚR
SKÓGUM SUÐURLANDS
ANNRÍKI Í SKÓGARHÖGGI 14FELUR GJAFIR Í BÓKINNI 51
Þorsteinn Ásgrímsson Melén
Karítas Ríkharðsdóttir
Jón Sigurðsson Nordal
Ríkisstjórnin kynnti í gær á blaða-
mannafundi í Hörpu margvíslegar
aðgerðir til þess að koma til móts við
afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
Fela aðgerðirnar meðal annars í sér
að atvinnuleysisbætur verði hækk-
aðar og hlutabótaleiðin svonefnda
framlengd, en auk þess munu fyrir-
tækjum standa til boða svonefndir
viðspyrnustyrkir, hafi tekjur þeirra
fallið vegna faraldursins eða sótt-
varnaaðgerða stjórnvalda um 60%
eða meira á tímabilinu frá 1. nóvem-
ber 2020 til og með 31. maí 2021, frá
sama mánuði árið 2019. Þá verða
einnig tekjufalls- og lokunarstyrkir í
boði.
Hefur trú á hraðari umskiptum
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sagði í samtali við mbl.is í gær
að með aðgerðunum væri verið að
teygja sig út til þeirra sem upplifðu
tekjuhrun og stæðu eftir með öflug-
an og farsælan rekstur sem glímdi
við forsendubrest. „Þessa aðila vilj-
um við styðja sem og þá sem hafa
tapað atvinnu sinni í hamagangin-
um.“ Kom fram í máli Bjarna að
hann hefði trú á því að viðspyrnan
yrði hraðari en spár ýmissa aðila,
þ.á m. Seðlabankans og ASÍ, gerðu
ráð fyrir. „Ég hef trú á því að það
leynist ómælanlegur kraftur í ís-
lenska hagkerfinu sem muni losna úr
læðingi, og framtakssemi, dugnaður
og vilji til að bjarga sjálfum sér séu
einkenni sem Íslendingar búa yfir,“
sagði Bjarni.
Skref í rétta átt en ekki nóg
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagði hins vegar í
samtali við Morgunblaðið að þótt
viðspyrnuaðgerðirnar væru skref í
rétt átt væru þær ekki fullnægjandi í
heild. Þá væru þær seint fram komn-
ar.
„Ég er ánægður með að ríkis-
stjórnin hlusti loksins á þær tillögur
sem Samfylkingin hefur verið með
frá því í vor,“ sagði Logi. „Í fyrsta
lagi að stigið sé skref til að hækka
grunnatvinnuleysisbætur, í öðru lagi
að framlengja hlutabótaleiðina og í
þriðja lagi að framlengja barnabæt-
ur til atvinnulauss fólks, sem Sam-
fylkingin lagði til í vor og var sam-
þykkt.“
Sagði Logi að Samfylkingin hefði
lengi verið á því að víðtækari að-
gerða væri þörf. „Þetta eru hlutir
sem við erum búin að tala um síðan í
vor og höfum lagt fram tillögur á
þingi sem ítrekað hefur verið hafn-
að,“ segir hann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðspyrnan Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sjást hér ræða við fjölmiðla í Hörpu um nýkynntar aðgerðir.
Vilja tryggja öfluga
viðspyrnu frá botni
Hlutabótaleiðin framlengd og grunnatvinnuleysisbætur verða hækkaðar
MRíkisstjórnin kynnir »6
Lífshorfur fólks á
Norðurlöndum
sem fær krabba-
mein eru með
þeim bestu í
heiminum og hafa
batnað á síðustu
25 árum. Þetta
kemur fram í
nýrri samanburð-
arrannsókn sem
byggð er á gögn-
um úr krabbameinsskrám á Norð-
urlöndum.
Halla Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsfélags-
ins, sagði að krabbameinsáætlanir
hefðu gefið góða raun annars staðar
á Norðurlöndum. Ein slík var sam-
þykkt hér og innleidd í upphafi síð-
asta árs.
„En mér vitanlega er ekki búið að
forgangsraða ákveðnum mark-
miðum í krabbameinsáætluninni,
tímasetja þau og fjármagna. Ef ekki
er gerð aðgerðaáætlun þá er þetta til
lítils,“ sagði Halla. »4
Lífshorf-
ur með
því besta
Virkja þarf
krabbameinsáætlun
Halla
Þorvaldsdóttir