Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Síðast lágu leiðir saman á aðal-
fundi Landverndar 2019 þar sem
hann bar fram tillögu um forystu
sem nú leiðir þau öflugu samtök.
Það leyndi sér ekki síðustu árin
að Magnús gekk líkamlega ekki
heill til skógar en hugaraflið var
óskert. Þessi víðförla hjálparhella
lagði hvarvetna gott til mála og
því minnast hans nú fjölmargir
með þakklæti að leiðarlokum.
Hjörleifur Guttormsson.
„Blessaður,“ sagði ég er ég
heilsaði Magnúsi eða kvaddi.
„Ævinlega,“ svaraði þá Magnús,
dálítið óvenjulegt svar, en Maggi
var einstakur. Traustur félagi í
öllum veðrum, sumar sem vetur,
hérlendis sem erlendis. Maggi
Hall með kort og áttavita, og
mögulegar áhyggjur foknar í veð-
ur og vind. Hann var hugmynda-
fræðingur og skipuleggjandi af
Guðs náð. Því villtara, því áhuga-
verðara. Þessara eiginleika hans
höfum við skíðagöngufélagar not-
ið á vikulöngum ferðum um há-
lendi Íslands. Geta má þess í
framhjáhlaupi, að þetta gullaldar-
tímabil stóð fyrir daga GPS og
farsíma. Fyrir þær ógleymanlegu
stundir allar getum við ekki sízt
þakkað Magga. Hann stóð ekki
einn í lífsbaráttunni. Hlíf, Hörður
og Hallgrímur, öll voru þau sam-
stiga og strákarnir hugmyndarík-
ir og framtakssamir og skákuðu
þar jafnvel pabba gamla. Þessar
hugrenningar byggi ég á rúmlega
hálfrar aldar vináttu og samneyti
fjölskyldu minnar við þennan ein-
staka hóp og það bæði hérlendis
og erlendis. Sem verkfræðingur
keifaði Maggi ekki eingöngu um
Ísland að vetrarlagi. Að sumarlagi
steig hann meðal annars út há-
spennulínustæði og efnistöku-
staði. Enn fremur „etableraði“
hann þríhyrningamælipunkta og
mældi fyrir hafnarstæðum. Er-
lendis vann hann að margs háttar
verkfræðilegum hjálparstörfum
og má þar nefna skipulagsstörf í
sambandi við flóttamannabúðir,
vatnsveitur, fráveitur, orku-
vinnslu og orkuflutning í fjórum
heimsálfum. Af nægu er að taka.
Svo sem á þessum pistli má sjá var
Magnús ekki einhamur. Fyrir
samneyti við hann og hans fólk
þökkum við öll, fjölskylda mín og
skíðagöngufélagar. Ég segi því að
lokum, í anda Magnúsar: „Vertu
margblessaður, ævinlega.“
Leifur Jónsson.
Maggi var eiginmaður móður-
systur minnar, Hlífar Ólafsdóttur.
Hann kom með trukki inn í stór-
fjölskylduna þegar Hlíf kynnti
hann til leiks 1963. Maggi hristi
svolítið upp í liðinu. Í augum sjö
ára gutta var hann talsvert frá-
brugðinn hinum. Skeggjaður, úf-
inn og sólbrenndur jökla- og
fjallakarl, verkfræðingur og skáti.
Hann talaði hátt og snjallt með
sinni hásu rödd. Bað um mjólk og
soðköku með rödduðum og hörð-
um norðlenskum framburði og
átti það til að syngja fyrirvara-
laust „Ríkir slen í Rússaher“.
Þetta var spennandi maður sem í
stuði gat hleypt pólitískum um-
ræðum í fjölskylduboðum í bál og
brand. Genetískt sjálfstæðisfólk
af gamla skólanum vissi varla
hvaðan á það stóð veðrið. Var
hann krati eða kommi, eða það
sem verra var; framsóknarmað-
ur? Svo bræddi hann alla með
faðmlagi, stríðnisbrosi og glampa í
augum. Hlíf og Maggi smullu
saman og eignuðust fjörkálfana
Hörð og Hallgrím. Heimili fjöl-
skyldunnar í Ljósheimum og síðar
á Bollagötu var undraheimur. Þau
voru samstiga, hugmyndarík og á
undan sinni samtíð. Bókahillurnar
voru úr trékössum eða grófum
viðarborðum með múrsteinum á
milli. Munir, myndir og bækur úr
öllum heimshornum. Þau fóru
ótroðnar slóðir í ferðalögum. Öllu
var fyrir komið af mikilli smekk-
vísi og frumleika.
Maggi var vel lesinn og fróður,
hafði áhuga á sögu og menningu,
jarðfræði og náttúruvísindum.
Eftir farsælan verkfræðiferil hér
heima skipti Maggi um kúrs, kom-
inn á miðjan aldur. Við tók vinna
fyrir ýmsar alþjóða- og hjálpar-
stofnanir víða um heim. Hans
hlutverk var tíðum að reisa búðir
á hamfara- eða stríðssvæðum og
koma upp lágmarksinnviðum eins
og vatnsveitu og skolpkerfi. Hann
varð fljótlega þekktur innan þessa
samfélags fyrir afburðaskipulags-
hæfni. Löngu eftir að hann komst
á eftirlaun var starfskrafta hans
enn óskað á þessum vettvangi.
Maggi lagði líf sitt og sál í þessa
vinnu og á vissan hátt fórnaði
hann heilsunni með því að dvelja
langdvölum á fjarlægum slóðum
þar sem sjúkdómavarnir skorti.
Maggi var ekki gallalaus frekar
en við hin. Hann var t.a.m. afleitur
bílstjóri og hafði ekki nokkra til-
finningu fyrir samspili hraða, gíra
og kúplingar. Bíltúr með Magga
var ekki fyrir viðkvæma. Hann
gat stundum verið æði þrjóskur
og þver. Hann vildi svör við spurn-
ingum sem hann taldi að hægt
væri að svara. Hann var ekki auð-
veldasti sjúklingurinn eða sá vin-
sælasti á aðalfundum. En á bak
við bjó réttsýni. Hann þoldi ekki
órétt. Mér er það mjög minnis-
stætt þegar hann sagði mér frá
vinnu sinni í flóttamannabúðum í
Írak. Það rann honum mjög til
rifja þegar hann uppgötvaði taktík
bandamanna; að eyðileggja og
lama innviði samfélagsins,
skemma raforkuverin, samgöngu-
kerfið og vatnsveituna. Allt þetta
bitnaði verst á skjólstæðingum
hans, þeim sem ætíð þjást mest í
stríði; fátæku og saklausu fólki.
Þetta tók hann mjög nærri sér og
þá rann enn frekar upp fyrir mér
hvílíkt gull af manni Maggi var.
Blessuð sé minning Magnúsar
Hallgrímssonar.
Kristján Sigurjónsson.
Mikill höfðingi er nú fallinn frá.
Við hjónin heyrðum í honum sím-
leiðis nokkrum dögum fyrir af-
mælisdaginn hans, og bar hann
sig vel eins og ævinlega. En þó var
dauflegt hljóð í honum vegna Co-
vid-19-veirunnar og taldi hann sig
vera of gamlan og veikan til að
taka þennan slag. Annars var
hann kátur og hlýr eins og ávallt.
Við eigum eftir að sakna hvella
hlátursins.
Magnús fæddist og ólst upp á
Akureyri og ekki með silfurskeið í
munni heldur barðist áfram í lífinu
af eigin dugnaði og verðleikum.
Systkinahópur hans hélt vel sam-
an, einkum hann og Ólafur bróðir
hans, en þeir unnu til að mynda
hvor fyrir annan til að fjármagna
nám sitt. Þá var lítið um námslán.
Magnús lauk námi í byggingar-
verkfræði frá Kaupmannahafn-
arháskóla og Ólafur bróðir hans
lauk námi í læknisfræði.
Magnús starfaði í fyrstu við
verkfræðistörf, en fór síðan í
auknum mæli í hjálparstörf á veg-
um Sameinuðu þjóðanna á stríðs-
hrjáðum svæðum og stóð sig með
afbrigðum vel.
Ég kynntist Magnúsi þegar við
störfuðum saman við eftirlit í Búr-
fellslínu 2. Þar kenndi hann mér
landmælingar með prinsippið
„einmælt er ómælt“ að leiðarljósi.
Hann og Hlíf kona hans hvöttu
mig til náms og var umhugað um
mína velferð. Á þeim tíma kallaði
ég Hlíf „móður mína“ sökum al-
úðleika þeirra hjóna í minn garð.
Seinna unnum við Magnús
saman í ýmsum verkefnum, meðal
annars á Grænlandi. Það var eng-
inn svikinn af hans starfskröftum.
Hann lagði sig ævinlega 100%
fram.
Vinátta okkar hjóna hélst ævi-
langt. Þegar við vorum við nám og
búsett erlendis komu þau ævin-
lega í heimsókn þó langt hefði ver-
ið að fara. Einnig tóku þau frúna
með sér í fjölda skíðaferða.
Magnús var heiðarlegur,
traustur, ósérhlífinn og góður vin-
ur vina sinna. Hann fór ekki hefð-
bundnar leiðir í samskiptum við
aðra. Hann var algert náttúru-
barn. Hann var margfróður,
svona hálfger alfræðiorðabók,
skemmtilegur, harður á sínum
skoðunum en umfram allt traust-
ur og heiðarlegur. Hjartasjúk-
dómar herjuðu á hann þegar leið á
lífið. Honum var oft ekki hugað líf,
en hann hafði ávallt betur og átti
greinilega fleiri en níu líf.
Far þú vel, gamli vinur, og takk
fyrir samfylgd þína í hálfa öld.
Vigdís Karlsdóttir,
Gunnar Ingi Birgisson.
Í dag kveðjum við kæran fé-
laga.
Magnús var einn af frumkvöðl-
um í starfi sveitarinnar í sjö ára-
tugi og allt til síðasta dags var
hann virkur félagi.
Hann var heiðursfélagi sveitar-
innar og var annt um starfið og
mikil fyrirmynd félaganna. Fáir
áttu jafn margar sögur af starfinu
og alltaf var hægt að sækja fróð-
leik um hvað sem er til hans.
Höfðingi heim að sækja og á ég
um hann góða minningu síðan fyr-
ir nokkrum árum þar sem við vor-
um nokkrir félagar að smíða Tind-
fjallasel. Magnús bauð okkur
gistingu í Miðdal og sagði okkur
skemmtilegar sögur með matn-
um.
Fyrir hönd FBSR vil ég þakka
Magnúsi fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf fyrir sveitina í gegn-
um tíðina. Minning hans lifir með-
al vor.
Viktor Örn Guðlaugsson,
formaður Flugbjörg-
unarsveitar Reykjavíkur.
Kynni okkar Magnúsar hófust
fyrir 42 árum en þá bað ég hann að
verða leiðbeinandi á námskeiði um
leit og björgun úr snjóflóðum fyrir
björgunarsveitir Slysavarna-
félags Íslands á Norðurlandi, en
undirritaður var þá starfsmaður
hjá félaginu. Það var auðsótt mál.
Námskeiðið var svo haldið á
Siglufirði með þátttöku allra
björgunarsveita úr Húnavatns-,
Skagafjarðar- og Eyjafjarðar-
sýslu. Allir þátttakendur luku upp
einum rómi um að námskeiðið
hefði verið afar lærdómsríkt og
vel heppnað í alla staði og það var
hlutverk Magnúar sem þar réð
mestu um. Magnús reyndist frá-
bær leiðbeinandi, hann fór í gegn-
um allt efnið í mjög fróðlegum fyr-
irlestrum með skyggnulýsingum.
Þar útskýrði hann mismunandi
snjóalög og tegundir snjóflóða, við
hvaða aðstæður hættuástand
skapaðist og síðan um hvernig
standa bæri að leit og björgun.
Næsta degi eyddum við síðan í æf-
ingar við leit og björgun. Undirrit-
uðum er minnisstæð flugferð okk-
ar Magnúsar frá Sigló eftir þetta
fyrsta námskeið. Magnús kvaðst
ánægður með að bæði Flugbjörg-
unarsveitin á Akureyri og skáta-
sveitin þar skyldu líka vera með.
Hann sagði að það þyrfti að efla
samstarfið á milli sveitanna og
þetta væri gott skref í rétta átt.
Ég var honum hjartanlega sam-
mála og við ræddum um leiðir til
þess að auka þetta samstarf, sem
hafði verið alltof lítið fram til
þessa. Það ríkti einhvern veginn
það andrúmsloft þá að hver vildi
bara búa að sínu.
Síðar fylgdu fleiri slík námskeið
sem haldin voru á vegum SVFÍ í
ýmsum landshlutum, með Magn-
ús sem leiðbeinanda. Á þessum
tíma vann ég að samatekt á
fræðsluhandbók fyrir björgunar-
sveitir. Ég hafði samband við
Magnús og falaðist eftir liðstyrk
hans í efni um leit og björgun úr
snjóflóðum. Hann brást vel við
eins og alltaf og skömmu síðar
kom hann og færði mér allt efnið í
kaflann vélritað og tilbúið og vildi
enga umbun þiggja fyrir. Þannig
var Magnús. Þótt þetta samstarf
okkar stæði aðeins um nokkurra
mánaða skeið, þá myndaðist með
okkur góður vinskapur sem entist
fyrir lífstíð. Við héldum þó ekki
reglulegu sambandi eftir það, en í
þau fáu skipti sem við hittumst á
förnum vegi urðu jafnan fagnað-
arfundir. Þannig var það líka þeg-
ar við hittumst á Hótel KEA
haustið 1991. Þá segir Magnús:
„Jæja Óskar minn, nú hef ég
gleðitíðindi, gamall draumur okk-
ar er að rætast, við erum að stofna
Landsbjörg, landssamband allra
flugbjörgunarsveita og hjálpar-
sveita skáta hér í Íþróttahúsinu á
Akureyri.“ „Það eru sannarlega
gleðitíðindi, vonandi koma
stærstu samtökin, SVFÍ, inn líka,
þótt síðar verði,“ segi ég. Magnús
sagðist hafa fulla trú á því, sem
svo raungerðist með stofnun
Slysavarnafélagsins Landsbjarg-
ar átta árum síðar. Þar með voru
allar björgunarsveitir á Íslandi
sameinaðar í einum landssamtök-
um. Magnús átti sinn þátt í að af
þessu varð. Magnús var einstakur
maður búinn miklum mannkost-
um og alltaf tilbúinn í að liðsinna.
Það sést best á hans ótrúlega ferli
við hjálparstörf í fjölmörgum
löndum. Víst er að Magnús sinnti
þessum störfum vegna þess að
hann hafði ríka köllun til þess að
koma nauðstöddum til hjálpar.
Skáti frá unga aldri og ávallt
viðbúinn, nema hjá Magnúsi var
sú hugsjón í öðru veldi að styrk-
leika. Það er óhætt að fullyrða að
hann hafi með hjálparstörfum sín-
um víða um lönd náð að bjarga
fjölda mannslífa. Það er mikil
gæfa að hafa átt kost á að kynnast
Magnúsi Hallgrímssyni. Áhrif
þeirra kynna hafa varað fram á
þennan dag. Fyrir það minnist ég
Magnúsar með þakklæti í huga.
Hvíl í friði vinur minn.
Fjölskyldu Magnúsar sendi ég
hugheilar samúðarkveðjur.
Óskar Þór Karlsson.
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
SIGURRÓSAR GÍSLADÓTTUR
frá Hesteyri.
Lilja Guðmundsdóttir Stefán Þór Sigurðsson
Halldóra Guðmundsdóttir Friðgeir Snæbjörnsson
Björn Guðmundsson Natalía Jakobsdóttir
Sóley Guðmundsdóttir Einar Unnsteinsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON,
fv. hæstaréttarlögmaður,
lést 15. nóvember á Hrafnistu, Nesvöllum í
Reykjanesbæ.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. desember
klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóð
https://www.facebook.com/groups/utforvilhjalms
Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir
Guðrún Vilhjálmsdóttir
Ólafía Sigríður Vilhjálmsd. Nathan Balo
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVERRIR INGI AXELSSON,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á
beint.is/streymi/sverriraxelsson. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi,
kt. 521182-0169, reikn. 0117-05-189120.
Kristín Sverrisdóttir
Ragnheiður Sverrisdóttir Hjalti Hugason
Þorsteinn Sverrisson Magnea Einarsdóttir
Ólafur Sverrisson Ellen Símonardóttir
Sverrir, Hugrún, Markús, Auður Inga, Hildur Inga,
Ása Inga, Gríma Katrín, Dagur Adam, Mirra Kristín
og barnabarnabörn
Hartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar
ástkæra
JÓNS SKAGFJÖRÐ STEFÁNSSONAR,
Gauksstöðum, Skaga.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
deildar III á HSN Sauðárkróki fyrir alúð og hlýja umönnun.
Stefán Jónsson
Sveinfríður Jónsdóttir
tengdabörn, barnabörn
og langafabörn
Þökkum samúð og hlýhug við andlát
frænda okkar og vinar,
STEFÁNS G. STEFÁNSSONAR
frá Kalastöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimilis, fyrir góða og
kærleiksríka umönnun.
Aðstandendur
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞYRI DÓRA SVEINSDÓTTIR
snyrtisérfræðingur,
sem lést á heimili sínu 11. nóvember,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 24. nóvember klukkan 15 að viðstöddum nánustu
ættingjum. Streymt verður frá athöfninni á slóð:
https://youtu.be/PZhTKEoui7E
Kjartan W. Ágústsson
Kristinn Tómasson Herdís Sigurðardóttir
Dóra K. Welding Hinrik Þráinsson
Sveinn Helgi Kjartansson
barnabörn og barnabarnabörn