Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 20
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafinn er undirbúningur friðlýs- ingar leiranna í Borgarvogi, vestan við Borgarnes. Leirurnar eru svo- kölluð gulþörungaleira sem er fremur sjaldgæf. Meirihluti gul- þörungaleira hér á landi er í Borg- arvogi og við Langárós. Umræðan er að frumkvæði Borgarbyggðar. „Það eru aðallega leirurnar sjálfar sem rætt er um að friðlýsa en þar er einstakt fuglalíf, miklu meira en menn hafa gert sér grein fyrir. Mér finnst einnig mikilvægt að tryggja áframhaldandi sjónræn tengsl á milli kirkjustaðarins Borgar og Borgarness, að ekki verði ræktaður skógur á túnunum vestan við þjóðveginn,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson, sem hafði frumkvæðið að umræðu um friðlýsingu Borgarvogs í sumar. Hann var þá sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar en hefur nýlega látið af störfum. Ragnar segir að umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hafi tekið vel í tillöguna og kirkju- ráð einnig en kirkjan á Borg eigi eyjarnar á Borgarvogi. Borgar- byggð á hins vegar Borgarland sem er vestan við Borgarvog. Hluti af stærra svæði Borgarvogur er á náttúru- minjaskrá vegna leiranna og er hluti af stærra svæði, um Mýrar og Löngufjörur, sem stjórnvöld hafa lengi haft á stefnuskrá sinni að friðlýsa. Umhverfisstofnun hefur varað við áformum og hugmyndum sem upp hafa komið um að byggja út í Borgarvog og skerða leirurnar frekar en orðið er. Strendurnar í Borgarnesi eru mikið til mann- gerðar og leiða áform um fram- kvæmdir stundum til viðkvæmrar umræðu innan samfélagsins. Á aðalskipulagi Borgarbyggðar er gert ráð fyrir landfyllingu út í Borgarvog við íþróttamannvirkin og þar var áformað að byggja nýtt íþróttahús. Ragnar segir að niður- staðan hafi verið sú að of kostn- aðarsamt væri að byggja þar vegna þess hversu djúpt væri nið- ur á fast. Nú er verið að skoða svæðið fyrir norðan núverandi íþróttahús og austan við sundlaug- ina. Vilja friðlýsa stærra svæði Á meðan umræður stóðu um þetta og í tengslum við deiliskipu- lag fyrir tvö svæði var Náttúru- stofa Vesturlands fengin til að gera úttekt á fuglalífi í Borgar- vogi. Rannsóknin staðfesti að í Borgarvogi er ríkt fuglalíf og hann er eitt af mikilvægari fugla- svæðum landshlutans. Í hverri fuglatalningu nýttu sér liðlega 1.100 fuglar af 22 tegundum sér leiruna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur skilað Umhverfisstofnun áliti um verndargildi Borgarvogs. Þar kemur fram það álit að vog- urinn er bæði mikilvægur vegna lífríkis hans og fugla sem nýta hann og fleiri svæði í nágrenninu. Borgarvogur hafi því bæði mikið staðbundið verndargildi og vernd- argildi sem hluti af stærra svæði. Kveðst Náttúrufræðistofnun vona að friðlýsing Borgarvogs verði fyrsta skrefið til að vernda Mýrar og Löngufjörur. Þótt tekið sé fram að undirbún- ingur friðlýsingar sé á byrjunar- stigi hefur töluverð vinna þegar farið fram. Þá hefur verið tilnefnt í starfshóp um fyrirhugaða friðlýs- ingu. Unnið að frið- un leiranna  Umræður hafnar um friðlýsingu Borg- arvogs  Sjaldgæfar leirur og meira fuglalíf en talið hefur verið  Náttúru- fræðistofnun vill friða stærra svæði Grunnkort: Loftmyndir Mörk friðlýsingar Tillaga að friðlýsingu Borgarvogs 1 Borgarvogur Grjótey Borgarnes Morgunblaðið/Eggert Úr Borgarnesi Borgarvogur liggur vestan Digraness sem Borgarnes stendur á. Englendingavík lendir innan svæðis. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Leirurnar í Borgarvogi eru flokkaðar sem gulþörungaleirur og eru líklega þær stærstu hér við land að mati Náttúrufræðistofnunar. En hvað er gul- þörungaleira? Eins og nærri má geta einkennist hún af gulþörungum. Á haustin þroskast dvalargró sem lifna við á vorin og mynda gróðurþekju sem lítur út eins og þunn dökkgræn motta á yfirborði leirsins seinni hluta sumars. Lífríkið einkennist af þessari gróðurskán og miklum þéttleika ána sem eru smávaxnir hryggleysingar. Gulþörungaleirur eru ofast í mjög skjól- sælum fjörum, innst í fjörðum og víkum, þar sem ferskvatnsáhrifa gætir. Gróðurskán með ánum GULÞÖRUNGALEIRA SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.