Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnan verður ekki eins og þú ósk- ar þér og þér finnst það fínt seinna meir. Mundu að það eru tvær hliðar á hverju máli. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver hluti einkalífs þíns gæti ver- ið á allra vitorði í dag. Aðdáun þín á börn- um og vinum er einlæg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða og þitt er að koma honum í skilning um það. Spáðu í hvort eða hvernig það hjálpar þér eða skaðar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til afskipta- leysis, þegar samskiptatæknin er orðin svona fullkomin. Láttu öfund annarra ekki fara í taugarnar á þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fjölskyldan er hornsteinninn hvort heldur er í gleði eða sorg. Með því áttar þú þig á því hvað er mikilvægt og hvað ekki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gamall vinur hefur samband og það mun gleðja þig að sjá hversu sam- band ykkar er ennþá sterkt. Farðu yfir allt sem þú ert að henda frá þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nýr félagsskapur eða tengsl reynast koma þér að gagni um ókomna tíð. Sá hinn sami veit ekki að þú gleymir aldrei. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er nauðsyn á því að kom- ast aðeins í burtu frá amstri dagsins. Hlustaðu á gagnrýni og reyndu að læra af henni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kannt að meta góða sögu jafn mikið og hver annar. Gefðu eftir í litlu málunum og haltu þínu striki í þeim stóru. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur gaman af því að skiptast á hugmyndum við aðra. Gefðu þér tíma til að skipuleggja upp á nýtt og hefstu svo handa. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu bjartsýnn því takmark þitt er ekki eins fjarlægt og þú heldur. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gerir miklar kröfur til þín í vinnunni þessa dagana en það er ekki víst að samstarfsfólk þitt sé alveg á sömu nót- um. Hugsaðu málið alveg upp á nýtt og finndu færa leið. yfirskilvitlegt, en er það þó ekki, en birtist og hverfur eins og tálsýn. Greg Gibson, leiðbeinandinn minn í doktorsnáminu í Norður-Karólínu, hefur síðan heimfært þetta líkan yfir á menn, sem bendir til að sumir erfðagallar séu alvarlegir í dag vegna þess að genin okkar séu í nýju umhverfi, t.d. ofgnótt hitaeininga og hreyfingarleysi.“ Arnar kynntist eiginkonu sinni, Sólveigu Sif Halldórsdóttur, í meistaranáminu í líffræðinni. „Þetta var eiginlega svona líffræðiást,“ seg- ir hann og hlær. Þau fóru saman til óþekkta eða hvernig við getum svar- að spurningum um eiginleika lífvera og vistkerfa. Alla tíð hefur mér reynst erfitt að einbeita mér bara að einu og ég fékk mikinn áhuga á erfð- um og þroskun, og ekki síst þróun lífvera og það er starfsferill minn. Það sem hefur heillað mig mest er dulinn erfðabreytileiki, þ.e.a.s. breytileiki í genum sem ekki hefur áhrif á eiginleika lífvera nema við sérstakar aðstæður, t.d. annað hita- stig eða jafnvel erfðaaðstæður, þ.e. þegar viss stökkbreyting er til stað- ar. Þetta fyrirbæri virkar næstum A rnar Pálsson fæddist í Reykjavík 21.11. 1970. Hann ólst upp á Neðri- Hálsi í Kjós til sex ára aldurs með afa sínum og móður. „Við mamma fluttum í bæinn og bjuggum þar með Elínu ömmu og Lindu frændsystur minni. Það heimili var eins og umferðar- og félagsmiðstöð og við krakkarnir fengum gott rými til leikja og lest- urs. Flest sumur dvaldi ég í sveit- inni, fyrst við leik en svo var manni tyllt á traktor. Valtandi nýræktir tíu ára gamall, í fyrsta gír í lága drifinu, svo hamingjusamur að ég söng úr mér lungun.“ Arnar fór í Álftamýrarskóla og þaðan í MH. „Í baksýnisspegli er freistandi að sjá í fortíðinni skref sem leiddu til núverandi starfs, í mínu tilfelli sem líffræðings. En í raun var hugurinn og áhuginn á miklu flökti. Mér fannst meira gam- an að teikna og lita, en t.d. að tala. Ég finn til mikillar samkenndar með fólki sem vill ekki segja of mikið og vera í einrúmi, því ég þagði í gegn- um næstum allan barna- og gagn- fræðaskóla. Í menntó sökk ég í ný- bylgjutónlist, og við vinirnir spiluðum argasta hroða og perlur ýmsar í þættinum Neðanjarð- argöngunum á Útrás – útvarpi framhaldsskólanna. Við gerðum okkur gildandi, endursögðum tíðindi úr enskum tónlistarblöðum og lék- um vikulega ævintýri ofurhetjunnar Klisjumanns og hans hvursdags andhverfu Fígó Flörensen, sem Hjálmar félagi vor skóp.“ Eftir menntaskóla vann Arnar eitt ár í sveitinni og við lagerstörf á Reykjalundi. „Amma Hlín var þar í endurhæfingu, eiginlega komin í hring því hún og afi Árni kynntust á berklahæli en bjuggu við Reykja- lund í áratugi því afi var í allskonar störfum hjá SÍBS og á tímabili for- stjóri staðarins.“ Eftir það fór Arnar í háskólann. „Ég var svo lánsamur að læra líf- fræði við HÍ undir leiðsögn margra frábærra kennara. Eftir því sem ég lærði meira, óx og dýpkaði áhuginn, ekki bara á þekktum fyrirbærum eða lífverum, heldur ekki síður á því State University í Raleigh Norður- Karólínu þar sem Arnar lauk dokt- orsprófi í erfðafræði árið 2003. Það- an fóru þau til Chicago þar sem hann var nýdoktor við University of Chicago, sem var aðallega rann- sóknarstaða en Arnar kenndi þó eitt námskeið. „Hann segir það hafa ver- ið gott að læra í Raleigh, því borgin er róleg og þægileg. Hann segir þó Chicago miklu skemmtilegri borg, meira líf og fjör og meiri fjölbreytni. Árið 2006 fluttu hjónin heim, komin með eitt barn. Arnar vann tæpt ár hjá Íslenskri erfðagreiningu en fékk þá vinnu við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur unnið síðan. Það er greinilegt að Arnar hefur brennandi áhuga á mörgum sviðum innan vísindanna, en eins hefur hann áhuga á því að eiga vísinda- samtalið við samfélagið. „Mér finnst merkilegt hvernig við getum lært eitthvað um heiminn og mikilvægt að tala um það við alla, ekki bara kollega mína.“ Arnar hefur skrifað mikið fyrir vísindavefinn og skipu- lagt málstofur og viðburði sem eru bæði fyrir fræðimenn og eins at- burði sem eru fyrir leikmenn. Hann nefnir Jane Goodall sem var vísinda- maður en fór síðan að helga sig nátt- úruvernd og er þekkt fyrir vinnu sína með simpansa í Tansaníu á sjö- unda áratugnum. Hópur fræði- og Arnar Pálsson prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands – 50 ára Ljósmynd/Úr safni Háskóla Íslands Jane Goodall Á sviði Háskólabíós eftir erindi Jane Goodall þann 15. júní 2016 sem góður hópur stóð fyrir að skipu- leggja. Frá vinstri: Jane Goodall, Mary Lewis, Hildur Þorsteindóttir, Guðrún Pétursdóttir, Siggi Sigurðsson, Bryn- hildur Davíðsdóttir, Linda Pétursdóttir, Bryndís Marteinsdóttir, Arnar Pálsson, Auður Örlygsdóttir, Bjargey Guð- brandsdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Rakel Garðarsdóttir, Hafdís Hanna Ægisdóttir og Pia Hansson. Nýbylgja og erfðabreytileiki Ljósmynd/Magnús Jóhannsson Við rannsóknir Á urriðaslóðum í Stóra Hraunvatni í Veiðivötnum 2. ágúst 2017. Frá vinstri: Arnar Pálsson, Benoný Jónsson og Marcos Lagunas. 30 ára Einar Bjarni ólst upp á Seltjarn- arnesinu en flutti í Vesturbæinn sextán ára. Hann er nemi í viðskiptafræði í Há- skóla Íslands. Helstu áhugamál eru allar íþróttir og þá sérstaklega fótbolti, en hann spilaði í KR, KV, Gróttu og Fram. Einar er líka hrifinn af bóklestri, tónlist og hollri matargerð. Maki: Rebekka Rós Baldvinsdóttir, f. 1990, lyfjafræðingur. Börn: Baldvin Ómar, f. 2016 og Benedikt Axel, f. 2020. Foreldrar: Ómar Benediktsson, f. 1959, athafnamaður og Guðrún Marta Þor- valdsdóttir, f. 1959, húsmóðir. Einar Bjarni Ómarsson Til hamingju með daginn Keflavík Þetta er hún Lilja Karen Stefánsdóttir frá Keflavík. Hún fædd- ist á Landspítalanum í Reykjavík 20. febrúar 2020 kl. 13:25 og vó 3.808 g og var 52,5 cm löng. Foreldrar Lilju Karenar eru Stefán Geirsson og Hild- ur Ösp Randversdóttir. Nýr borgari 30 ára Margrét ólst upp í Breiðholtinu og býr enn í Reykjavík. Hún er formaður Fé- lags íslenskra rafvirkja og meðfram því er hún kennari í Tækniskól- anum og kennir raf- lagnir. Það eru ekki margar konur í þess- um bransa og hún er fyrsta konan í embætti formanns. Hún hefur mikinn áhuga á félagsmálum og er varafor- maður í Rafiðnaðarsambandi Íslands og formaður í Félagi fagkvenna. Maki: Tómas Helgi Tómasson, f. 1990, nemi í Byggingatækniskólanum. Foreldrar: Svanhvít Axelsdóttir, f. 1960, lögmaður og Arnar Gíslason, f. 1959, fyrirtækjaeigandi. Margrét Halldóra Arnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.