Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 49
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég man það svo ósköp vel erplata Egils Sæbjörnssonar,Egils S, Tonk of the Lawn,
kom út árið 2000. Ég vissi
af honum sem myndlistar-
manni en fólk var dálítið
gáttað þegar það handlék
geislaplötu að nafninu Tonk
of the Lawn. Hvað var þetta
eiginlega? Enn gáttaðra
varð fólkið er það heyrði
sjálfa tónlistina. Platan
atarna er meistaraverk. Ég
var svo heppinn að fá að
skrifa gagnrýni um hana og
sagði m.a.: „Tónlistin sjálf er ein-
hvers konar skrýtipopp; og eru nálg-
anir Egils við dægurtónlistina ekki
ósvipaðar aðferðum Beck, Egill nær
að búa til eitthvað nýtt og ferskt úr
hafsjó tilvísana í sögu og inntak
popptónlistarinnar þannig að upp úr
stendur frumleg poppplata … Lögin
eru öll, hvert á sinn hátt, snilldar-
legur leikur að þessum möguleikum.
Fjölbreytt, frjó og svöl lög …“
Svo mörg voru þau orð. Dans
Egils, sem er þekktastur fyrir
myndlist, við tónlistargyðjuna hefur
verið reglubundinn lengi vel, og er
bæði takfastur og fagur. Hann gaf
t.a.m. út stuttplötuna The internat-
ional rock n’roll summer of Egill
Sæbjörnsson ári fyrr og eftir Tonk
of the Lawn (sem var gefin út árið
Tunglsjúki töframaðurinn
Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen
Faraó Egill Sæbjörnsson, Berlín, 2006. Úr safni greinarskrifara, áður óbirt.
2001 á nýjan leik af
Some Bizzare í Bret-
landi) hafa komið út
plötur sem innihalda
tónlist fyrir listsýn-
ingar (sjá t.d. Out of
Controll in Venice) og svo kom
platan Egill S út árið 2009 sem inni-
hélt hófstilltari tónlist en var að
finna á Tonk (ef Tonk er Mellow
Gold þá er Egill S Mutations).
Moonlove er ólík þessu öllu hins
vegar. Skemmtileg, ljúf og aðgengi-
leg en súrrealísk og flippuð líka.
Jafnvægi. Þetta ófyrirséða dæmi
sem gerði Tonk svo sterka er hérna
en líka þetta góða lagasmíðainnsæi
sem kom svo vel fram á Egill S. Plöt-
ur Egils eru alltaf gáskafullar en
þetta er aldrei helbert sprell. Ég
heyri í hinum ameríska Ariel Pink,
sem komst upp á yfirborðið á svip-
uðum tíma og Tonk kom út, en ég
heyri líka vel í Berlínarborg, hvar
Egill hefur lengi búið (fagurfræði
Morr Music-útgáfunnar og raf-
tónlistarpopp Lali Puna). Söng-
röddin kallar þá meistara Bowie
fram í hugann.
Moonlove er reyndar glettilega
fjölbreytt líka og manni finnst mað-
ur vera staddur í speglasal, furðu-
húsi eður -veröld. „Good Day“ opnar
plötuna, þekkilegt rafpopp, en næst
er það „Gubbi Gubbi“, ósungin
stemma að mestu sem eykur á þessa
töfratilfinningu. Titillagið hefst svo
eins og máttugasta nútímapopp, Eg-
ill les inngangsorð, stúlknarödd óm-
ar en svo er slakað skyndilega á. Það
er eins og lagið sé hætt við að byrja!
Ég vil taka þetta dæmi, og þau eru
fjölmörg hér, til sönnunar því hvern-
ig Egill vinnur, og hvernig hann
sigrar á þessari plötu. Það er nefni-
lega aldrei neitt gefið, það er aldrei
farið í þær áttir sem maður heldur
að verði farið í. Jú, stundum er það
gert. En stundum ekki! Og þannig
er þetta áfram. „Let me in“ hefst
með hljóðbút úr því sem virðist vera
sinfónía eða ballett en svo koma
fuglahljóð og rafmotta fljótlega.
Lagið „Ísafjarðarmær“ er þá allt á
íslensku (og hefst á hörku-
þverflautuleik sem hefði gert Ian
Anderson stoltan).
Öll þessi stemning er vel undir-
strikuð með vel heppnuðu umslagi.
Egill á ferð að kvöldlagi í íslensku
umhverfi en hann er að skunda
framhjá furðubyggingu sem gæti
verið úr Múmíndal. Það er eitthvað
þægilegt við þessa mynd, eitthvað
barnslegt og notalegt. Umlykjandi
draumveröld. Nei, það er eitthvað
„egilskt“ við þetta öllu heldur, eins
og með þessa plötu alla. Og er það
vel.
» Það er nefnilegaaldrei neitt gefið,
það er aldrei farið í þær
áttir sem maður heldur
að verði farið í. Jú,
stundum er það gert.
En stundum ekki!
Ný plata með Agli
Sæbjörnssyni, það
teljast góðar fréttir.
Moonlove bætist í
nokkuð magnaðan sarp
tónlistar sem listamað-
urinn hefur gefið út á
síðastliðnum tveimur
áratugum eða svo.
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
HÖRKUSPENNANDI MYND
BYGGÐI Á SANNRI SÖGU.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Rithöfundurinn Charles Yu hlýtur
bandarísku bókmenntaverðlaunin
National Book Award í ár fyrir
skáldsögu sína Interior China-
town.
Skáldsagan er rituð í formi
kvikmyndahandrits og er sögð
háðsádeila. Segir í henni af Willis
nokkrum Wu sem dreymir um
frama og frægð sem leikari en
mætir þess í stað kynþátta-
fordómum og miskunnarlausu
valdakerfi afþreyingariðnaðarins í
Hollywood. Einu hlutverkin sem
Wu bjóðast eru hlutverk matar-
sendla kínverskra veitingahúsa og
handbenda glæpaforingja. Segir
dómnefnd bókina dásamlega hug-
myndaríka og sprenghlægilega.
Yu gegndi starfi lögmanns áður en
hann hóf að skrifa skáldsögur og
er verðlaunabókin sú fjórða sem
hann hefur skrifað.
Verðlaun í flokki heimildarbóka
og bóka sem ekki teljast til skáld-
skaparrita hlutu feðginin Les og
Tamara Payne fyrir bókina The
Dead Are Arising: The Life of
Malcolm X, ævisögu mann-
réttindafrömuðarins Malcolms X.
Les Payne lést fyrir tveimur árum
og tók dóttir hans því við verð-
laununum en afhending fór fram í
streymi á YouTube vegna Covid-
19. Gríðarmikil heimildarvinna
liggur að baki þeirri bók, að því er
fram kemur í frétt The New York
Times um verðlaunin.
The Natioanl Book Award eru
ein virtustu bókmenntaverðlaun
heims og voru fyrst afhent árið
1950. Meðal þeirra sem hafa hlotið
þau eru W.H. Auden, Saul Bellow,
Ralph Ellison, William Faulkner
og Flannery O’Connor.
Charles
Yu
Tamara
Payne
Bækur Yus
og Payne
verðlaunaðar