Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 14
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mörg handtök eru unnin þessar vik- urnar við að höggva jólatré og koma þeim á markað. Í Haukadalsskógi hefur einnig verið unnið að því að afla viðar í bálhús sem á að rísa í Vaglaskógi á næsta ári. Einnig hefur gæðaviður verið höggvinn þar í haust til að nota í göngubrú yfir Þjórsá. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá þessi verðmæti verða til í skóg- inum og koma að notum. Núna tök- um við ekki bara litlu ljótu trén þeg- ar við grisjum heldur veljum við gæðaefni og höggvum stór tré í svona flotta nýtingu,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður hjá Skóg- ræktinni á Suðurlandi. Viðurinn úr Haukadal Bálskýlið í Vaglaskógi verður ekki ósvipað slíku skýli, sem tekið var í notkun á Laugarvatni fyrir tveimur árum, með snyrtingum og góðri að- stöðu fyrir ferðamenn. Húsið á Vögl- um verður þó heldur voldugra en á Laugarvatni þar sem gert er ráð fyr- ir meiri snjóþunga fyrir norðan, þak- ið verður brattara og þéttara á milli sperra og lekta. Búið er að saga klæðningarefnið og verið að taka efni í uppistöður, mænisása, sperrur og lektur í skóginum. Trausti segir að sitkagrenið sé 17 cm í þvermál í mjórri endann, en um 25 cm í uppi- stöðunum. Kristján Magnússon, sem rekur fyrirtækið 7, 9, 13 ehf., hefur verið drjúgur við skógarhöggið í haust eins og oft áður og kom með sínar öflugu skógarhöggsvélar austan af Héraði. 20 metra tré úr Hákonarlundi Timbur í göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá nálægt Þjófafossi, úr Búrfells- skógi yfir í Landsveit, kemur að mestu úr Haukadalsskógi. Tré voru felld vegna verkefnisins í fyrravetur og hefur verið unnið við að saga efnið í sögunarmyllu Skógræktarinnar í Þjórsárdal. Undanfarið hefur aðeins verið bætt við og gæðaefni sótt í skóginn. Jarðvinna er hafin og vinna við undirstöður brúarinnar, sem verða steyptar. Á stálbita koma síðan límtrésbitar og loks tvöföld klæðn- ing, en allur viður er íslenskt sitka- greni úr Haukadalsskógi. Viður í bálhúsið og brúna kemur aðallega úr tveimur lundum í Hauka- dal; Braathens-lundi og Hákonar- lundi. Í þann fyrrnefnda var gróður- sett 1962 og segir Trausti að þetta sé í þriðja skipti sem grisjað sé í skóg- inum, síðast fyrir tíu árum, og síðan þá hafi trén bætt á sig miklum massa. Í Hákonarlundi, sem er nefndur eftir Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, var fyrst gróður- sett 1949 og síðan bætt við 1961. Meðalhæð trjáa sem felld voru í Braathens-lundi var 16 metrar og um eða yfir 20 metrar í Hákonar- lundi. Jólin undirbúin í skógunum Trausti segir að nú sé undirbún- ingur jólanna á fullu í skógunum, bú- ið sé að fella tré, en þá er eftir að ná í þau í skógana og koma þeim á mark- að. Hann áætlar að úr þjóðskógunum á Suðurlandi í Þjórsárdal, Haukadal og Tumastöðum í Fljótshlíð, auk Mosfells í Grímsnesi, fari 7-800 heim- ilistré á markað, en einnig rúmlega 30 torgtré, sem eru talsvert stærri. Auk Skógræktarinnar komi jólatré frá skógræktarfélögum og skóg- arbændum víða um land. „Mest af því sem við seljum er stafafura og furan er í raun íslenska jólatréð,“ segir Trausti. Auðvelt sé að rækta hana svo hún verði fallegt jólatré og hún sé nánast 100% um- hverfisvæn því hún fái aðeins 10-15 grömm af áburði við gróðursetningu. Nokkuð sé um rauðgreni og blágreni meðal jólatrjáa, en mest er sam- keppnin við danskan normannsþin. Samvinna við Litla-Hraun Trausti segir að Skógræktin hafi í haust verið í samvinnu við fangelsið á Litla-Hrauni. Fyrir jólin verði þann- ig tvær nýjar, en þó gamlar vörur á boðstólum. Starfsmenn Skógrækt- arinnar sæki köngla og greinar í skóginn, en fangar á Litla-Hrauni flokki, setji í búnt og merki vöruna áður en hún fer í verslanir. Trausti skógarvörður á Suðurlandi er með starfsstöðvar í Haukadal, Þjórsárdal og á Tumastöðum í Fljótshlíð og eru nú sex manns starf- andi þar. Meira er oft umleikis þegar sjálfboðaliðar, sumarstarfsmenn, starfsnemar og verktakar eru við störf í skógunum. Stórviður og jólatré í bland  Ótrúlega skemmtilegt að sjá verðmæti verða til í skóginum  Gæðaviður úr Haukadal notaður í bálhús í Vaglaskógi og göngubrú yfir Þjórsá  Stafafura er íslenska jólatréð, segir skógarvörður Ljósmynd/Trausti Jóhannsson Skógarhögg Fullkomið og fjölhæft tæki frá fyrirtækinu 7, 9, 13 hefur verið notað við að fella tré, snyrta bolina og fjarlægja í Haukadalsskógi undanfarið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarvörður Trausti Jóhannsson við jólatré, en úr þjóðskógum Suðurlands koma 7-800 jólatré í ár. Gæðaviður Allur viður í nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá kemur úr Haukadal. Tölvumynd/Landsvirkjun 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.