Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 Tillögur um breyt- ingar á gildandi aðal- skipulagi Reykjavík- urborgar (AR 2010 – 2030) voru formlega kynntar af hálfu borg- arinnar 23. október sl. Gerðar eru töluverðar breytingar á stefnu borgarinnar um íbúða- byggð og samgöngur. Auk þess sem skipu- lagstímabilið er lengt um 10 ár, eða til ársins 2040. Öll uppbygging íbúða- svæða næstu tvo áratugina verða því á þéttingarreitum, flestum nærri borgarlínu. Mikil og vönduð grein- ingarvinna liggur að baki þessari endurskoðun, m.a. húsnæðisáætlun, greiningarvinna fyrir borgarlínu og svokallað grænt plan. Hægt er að gera athugasemdir við tillögurnar til 24. nóvember nk. Tilgangurinn með þessum skrifum er að hvetja borgarbúa til að kynna sér þessa skipulagstillögu sem er ætlað að móta höfuðborgina okkar næstu tvo áratugina og jafnvel leng- ur. Mynda sér skoðun og finna út hvort þeir séu sammála þeirri skipu- lagsstefnu sem er verið að boða. Þessi sama stefna hefur raunar verið við lýði í um áratug, en hún felst fyrst og fremst í áframhaldandi þétt- ingu byggðar og auknum áherslum á vistvænar samgöngur – nú borgar- línu. Allir hafa rétt til að koma með ábendingar og gagnrýni á auglýstum kynningartíma. Þótt kynningarefni skipulagsins sé vandað og mikið að vöxtum er ekki þar með sagt að allt sem þar kemur fram sé hafið yfir já- kvæða gagnrýni. Það er einmitt til- gangurinn með þessari grein að hvetja til faglegrar umræðu um helstu stefnumið skipulagsins. Hér verður drepið á nokkra mikilvæga þætti. 1. Hlutverk höfuðborgar sem mið- punktur samgangna og þjónustu Sundabraut: Hlutverk Reykjavík- ur/ Höfuðborgarsvæðisins í fámennu og dreifðbyggðu landi þar sem hún er eina borgin er mjög mikilvægt. Þar er meginhluti opinberrar stjórn- sýslu og sérhæfðrar þjónustu, t.d. heilbrigðisþjónusta og æðstu menntastofnanir. Allir landsmenn eiga rétt á góðu aðgengi að þessari þjónustu í höfuðborginni. Því skýtur skökku við að Sundabraut, sem er mögulega þriðja aðkomuleiðin að höfuðborginni og flóttaleið borg- arbúa við náttuúruvá, er ekki með í þessari aðalskipulagsáætlun. Áfram verða íbúar Mosfellsbæjar og fólk búsett á Vestur- og Norðurlandi (auk annarra) að aka langa vegalengd í þéttri byggð og umferðarþröng nið- ur Ártúnsbrekku. Ekki má gleyma því að þegar kosið var um samein- ingu Kjalarness við Reykjavík 1997 var því lofað að Sunda- braut kæmi innan fárra ára sem myndi gjör- breyta aðgengi íbúa á Kjalarnesi að þjónustu í Reykjavík. Þannig myndi vegalengdin frá Grundahverfi niður í Kvos styttast um 9 km með Sundabraut. Miðstöð innanlands- flugs: Í gildandi aðal- skipulagi sem og í AR 2040 er miðað við að landsvæði Vatnsmýrar sem nú er nýtt fyrir Reykjavíkur- flugvöll verði tekið undir íbúðabyggð eftir um áratug og flugstarfsemin flutt í Hvassahraun þar sem byggður verði nýr flugvöllur. Nú er unnið að veðurfarfarsmælingum í Hvassa- hrauni, en spurningin er hvort ekki þurfi einnig að vinna áhættumat vegna mögulegra eldgosa á Reykja- nesskaganum og hraunrennslis yfir Hvassahraun. Eldgos voru síðast á Reykjanesskaga fyrir um 700 árum. Í viðhorfskönnunum sem Land-ráð sf. hefur unnið síðustu ár hefur meirihluti íbúa höfuðborgar- svæðisins og annarra landsmanna viljað halda flugvellinum áfram í Vatnsmýri. Margir telja að flug- starfsemin verði ekki flutt úr Vatns- mýri fyrr en jafngóður kostur finnst utan höfuðborgarsvæðisins. 2. Borgin við Sundin og byggða- mörk. Borgin við Sundin: Nálægð við sjó og vötn telst til mikilla gæða fyrir íbúðabyggð. Slagorð eins og borgin við Sundin hefur því oft verið notað í kosningabæklingum fyrir borgar- stjórnarkosningar. Reykjavíkurborg á mikil landsvæði við sjó til norðurs, Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes. Geldinganes er um 100 ha. að flat- armáli, álíka stórt landsvæði og mið- bærinn innan Hringbrautar – Snorrabrautar. Þar mætti koma fyr- ir að lágmarki 15 þúsund manna sjálfbærri íbúðabyggð auk atvinnu- og þjónustuhúsnæðis. Margar borgir sem standa við sjó, t.d. Stokkhólmur, nýta vel eyjar og nes fjarri miðborg fyrir byggð og byggja þar upp sjálf- bæra og öfluga borgarhluta. Mörg- um þykir hafnar- og iðnaðarstarf- semi taka nú þegar upp fullstóran hluta af norðurströnd borgarinnar og takmarki þar aðgang borgarbúa að sjónum. Er ekki kominn tími til að nýta strandsvæðin betur fyrir íbúða- byggð og útivist? Vaxtarmörk: Í AR 2040 eru eins og í gildandi aðalskipulagi sett vaxt- armörk byggðar sem miðast við ystu mörk byggðar til norðurs og austurs um 2010. Allt nýtt íbúðarhúsnæði sem byggt verður næstu tvo áratug- ina verður því á þéttingarreitum inn- an núverandi byggðar. Sú stefna að ekki megi hnika byggðajaðrinum út er nokkuð einstrengingsleg. Rökin byggjast fyrst og fremst á aksturs- vegalengd og mengun frá bíla- umferð. Mengun frá bílum fer nú snarminnkandi með rafvæðingu bíla- flotans og notkun rafskutla á styttri vegalengdum er umhverfisvæn. Mið- punktur íbúðabyggðar í Reykjavík er nú nærri Vogaskóla (og höfuð- borgarsvæðisins er í miðjum Foss- vogsdal.) Þannig að byggð í Geld- inganesi er ekki mikið fjær miðpunkti byggðar en byggð í mið- borginni. Borgin Portland í Oregon hefur verið fyrirmynd margra borg- arsvæða um vaxtarmörk. Margt hef- ur tekist vel, en borgayfirvöld hafa barist við hátt fasteignaverð í borg- inni svo margir hafa flutt til ná- grannabyggða utan vaxtarmarka þar sem fasteignaverð er mun lægra (Bjarni Reynarsson, Borgir og borg- arskipulag, 2014, bls. 104). 3. Um þéttingu byggðar og húsa- gerðir Þéttleiki: Eitt af sérkennum eldri byggðar í Reykjavík er hve smágerð og fínleg hún er miðað við flestar borgir. Mörgum þykja Þingholtin og gamli Vesturbærinn sérlega falleg og hlýleg íbúðahverfi. Þar er að finna lítil sérbýlishús og 2 til 3 hæða sam- býlishús. Þéttleiki byggðar þar er samt með því hærra sem gerist í Reykjavík. Þetta er það yfirbragð sem Guðmundur Hannesson, læknir og áhugamaður um skipulag, vildi halda í. Hann mælti því með því að íbúðabyggð í Reykjavík væri ekki hærri en 2 til 3 hæðir vegna hnatt- stöðu og lágs sólargangs stærsta hluta ársins. (Um skipulag bæja, 1917). Þá má nefna að frændur okkar Danir hafa verið snillingar í að skipu- leggja og byggja þétta og lága byggð um langan aldur, en þar lærðu Guð- mundur Hannesson og fyrstu arki- tektanir okkar. Margt má læra af Dönum í hönnun og skipulagi. Undanfarin ár hafa íbúðarhúsin á þéttingarreitum borgarinnar oftast verið 5 til 7 hæðir og lítið um torg til útivistar, né breið göturými fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi. Fyrir utan takmarkaðan fjölda bíla- stæða. Margir hafa lýst áhyggjum sínum af þessari stefnu (sem til stendur að framlengja til 2040) og telja að við séum nú að byggja ný einsleit Skuggahverfi um alla borg. Er ekki rétt að staldra við? Þurfum við að byggja svona samþjappaða byggð. Er það það sem borgarbúar vilja? Þá má nefna að einn af okkar helstu sérfræðingum í umhverfis- málum, Jukka Heinonen, prófessor í verkfræði við HÍ, telur að skipulags- áætlanir um þéttingu byggðar í borgum hafi víðast ekki náð tilætl- uðum árangri við losun gróðurhúsa- lofttegunda. (Reykjavík á tímamót- um, 2017, bls. 107. Bjarni Reynarsson ritstjóri) Húsagerðir: Um aldamótin síðustu var um fjórðungur íbúða í Reykjavík í sérbýlishúsum (einbýlis-, par- og raðhús) og fimmtungur íbúða í sam- býlishúsum með 3 til 5 íbúðum. Rúm- ur helmingur íbúða var í fjölbýlis- húsum (blokkum). Frá aldamótum hafa nær eingöngu verið byggð fjöl- býlishús. Vilja allir búa í blokkum í framtíðinni? Þarf ekki meiri fjöl- breytni í húsagerðum? Í áratugi hafa fjölmargir Reykvíkingar flutt úr borginni í sérbýlishús í grannsveit- arfélögunum og nú er straumurinn á Suðurnes, Akranes og Selfoss þar sem er meira framboð á sérbýli en á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef í haust gert óformlega könnun á sér- býlismarkaðinum á höfuð- borgarsvæðinu. Það er greinilega margföld eftirspurn miðað við fram- boð á sérbýli. Það sem sérbýli hefur fram yfir blokkirnar er jarðnánd, þ.e. smá skiki til að njóta sólarstunda og þar sem börnin geta hlaupið örugg um. Lóðir geta verið litlar og því hægt að ná umtalsverðum þéttleika ef að er stefnt. Í búsetu- og húsnæðiskönnun sem ég vann fyrir borgaryfirvöld 2003 kom fram að um þrír fjórðu hlutar svarenda (borgarbúa) vildu helst búa í sérbýli ef þeir hefðu efni á því, og um 40% töldu líklegt að þau flyttu næst í sérbýli þegar tekið var tillit til efnahags. Ég hef ekki trú á að óskir fólks um sérbýli hafi gufað upp á síðustu árum. Megináherslan í húsnæðismálum ætti að vera sem mest fjölbreytni í húsagerðum og stærðum íbúða í takt við óskir borg- arbúa. 4. Vistvænar samgöngur – borgar- lína Á sjöunda áratugnum var í fyrsta aðalskipulagi Reykjavíkur (AR 1962-1983) miðað við þá forsendu að einkabíll yrði á hverju heimili í borg- inni. Það gekk eftir og íbúar höfuð- borgarsvæðisins búa enn að því stofnbrautakerfi sem þá var skipu- lagt. Á rúmum áratug hafa nær eng- ar umbætur verið gerðar á stofn- brautakerfinu þrátt fyrir aukna bílaumferð, sem leitt hefur til vax- andi umferðartafa á álagstímum. Þrátt fyrir að umtalsvert fé hafi ver- ið lagt í almenningssamgöngur á sama tíma er hlutfall strætó enn að- eins 4% af akandi umferð. Yfir tveir þriðju hlutar íbúa höfuðborgarsvæð- isins ferðast milli heimilis og vinnu á einkabíl (sjá ferðavenjukannanir Land-ráðs sf.). Borgarbúar kjósa langflestir að ferðast með eigin bíl til að sinna fjölþættum erindum og í hvert sinn sem kaupmáttur eykst vex innflutningur bíla. Það er jákvætt að veita borgar- búum sem flesta ólíka samgöngu- kosti, þ.m.t. að styrkja almennings- samgöngur, en það þarf að meta kostnað og ábata af raunsæi. Þór- arinn Hjaltason umferðarverkfræð- ingur hefur skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið um borgarlínuverk- efnið. Hann telur að bæta megi al- menningssamgöngur á höfuðborgar- svæðinu með mun minni kostnaði en með borgarlínu og svipuðum ávinn- ingi í farþegafjölda. Hann telur að fjöldi bílstjóra sem muni færa sig yf- ir í borgarlínu sé ofmetinn og þar með mun ekki draga eins mikið úr umferð einkabíla og að er stefnt. Nokkrir hagfræðingar hafa í greinaskrifum dregið í efa þjóðhags- legan ávinning af borgarlínu, þ.e. ýmsar forsendur standist ekki skoð- un. Þá hafa ýmsir bent á að tækni- þróun næstu ára og áratuga muni hafa mikil áhrif á samgöngur þannig að borgarlína geti lent í erfiðri sam- keppni við nýja rafræna samgöngu- kosti. Einnig má benda á ýmsa möguleika sem deilihagkerfið býður upp á til að draga úr umferðar- þunga. Þar sem borgarlínuverkefnið er þegar komið af stað tel ég rétt að klára fyrst legginn Kvos – Grafar- holt (nýjan borgarás) og meta árangur af þeirri aðgerð áður en far- ið verður í að tengja borgarlínu út í öll úthverfi höfuðborgarsvæðisins. 5. Samantekt: Þarfir og óskir borg- arbúa Borgarskipulag er ekki aðeins hugsað sem stjórntæki þar sem sér- fræðingar ákveða ramma uppygg- ingar í krafti sérþekkingar sinnar, án virks samráðs við íbúa og fyrir- tæki, þ.e. að þeir einir viti hvað fólki er fyrir bestu. Er það skynsamlegt að öll uppbygging í Reykjavík næstu tvo áratugina verði með því að þétta enn frekar byggð í borginni? Vilja flestir borgarbúar búa í 5-7 hæða fjölbýlishúsum á þéttingarreitum? Er í raun engin eftirspurn meðal borgarbúa eftir sérbýli? Er stór hluti borgarbúa tilbúinn í að leggja einkabílnum og nota borgarlínu? Hvers vegna má hvergi byggja mis- læg gatnamót á höfuðborgarsvæð- inu þrátt fyrir að rannsóknir sýni að það sé öruggasta gerð gatnamóta sem dragi verulega úr slysahættu? Þarf ekki að gera ítarlega könnun meðal íbúa og forsvarsmanna fyrir- tækja og stofnana á höfuðborgar- svæðinu og leita eftir skoðunum þeirra á ofangreindum spurningum? Hver er sýn íbúanna á framtíðar- borgina? Um þéttingu byggðar og borgarlínu Eftir Bjarna Reynarsson »Margar borgir sem standa við sjó, t.d. Stokkhólmur, nýta vel eyjar og nes fjarri mið- borg fyrir byggð og byggja þar upp sjálf- bæra og öfluga borg- arhluta. Bjarni Reynarsson Höfundur er skipulagsfræðingur. Meðalferðatími frá heimili til vinnu er stöðugt að lengjast á höfuðborgar- svæðinu vegna umferðarþunga á stofnbrautum. Hlutfall þeirra sem ferðast með einkabíl á höfuðborgarsvæðinu dróst saman eftir bankahrun 2007 en hefur farið aftur vaxandi síðustu ár með auknum kaupmætti. Myndir/Ferðavenjur sumarið 2018. Land-ráð sf. Unnið fyrir Vegagerðina. Lestumeira með vikupassa! Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga. - meira fyrir áskrifendur - Fréttir - Ritstjórnargreinar - Menning - Íþróttir - Daglegt líf - Viðskipti - Fastir þættir - Aðsendar greinar - Aukablöð - Viðtöl - Minningargreinar - Umræðan Vikupassi er auðveldari leið til að lesaMorgunblaðið á netinu. Fáðu þér vikupassa af netútgáfu Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.