Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 ✝ Petrea Að-alheiður Gísla- dóttir fæddist á Hóli í Ólafsfirði 30. október 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 12. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Helga Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 6. júní 1897 á Vatnsenda í Héðinsfirði, d. 10. september 1986 á Ólafs- firði, og Gísli Stefán Gíslason, bóndi á Hóli í Ólafsfirði, f. 5. desember 1897 á Minna-Holti, Skagafirði, d. 26. mars 1981 á Ólafsfirði. Systkini Petreu eru Anna 1954 Aðalgeiri Jónssyni, f. 29. ágúst 1925, d. 29. ágúst 1982. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, bóndi á Vatnsenda og síðar á Auðnum, f. 13. september 1886, d. 11. febrúar 1939, og Anna Guðvarðardóttir, ljós- móðir og saumakona, f. 19. júní 1890, d. 5. ágúst 1933. Börn þeirra: 1) Anna Linda, f. 20. september 1954, maki: Reyn- ir Sæmundsson (skildu), börn: María, f. 4. júlí 1979, og Eva, f. 26. júní 1986, maki: Grétar Leifsson, f. 14. september 1957. 2) Hildur Bryndís, f. 5. október 1956. 3) Erla, f. 8. mars 1959, maki: Jóhann Freyr Pálsson, börn: Sunna, f. 2. apríl 1981, og Saga, f. 21. júlí 1987. 4) Vignir, f. 10. júlí 1962, maki: Jónína Símonardóttir, f. 12. október 1963, börn: Símon Darri, f. 12. desember 1982, Íris Hlín, f. 2. ágúst 1988, og Petrea Kristín, f. 13. mars 1995. Útför Petreu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 21. nóvember 2020, klukkan 14. Lilja, f. 5. október 1920, d. 27. ágúst 2011, Gísli Kristinn, f. 10. apríl 1922, d. 19.janúar 2014, Sigurður Halldór, f. 25. desember 1923, d. 13. maí 1997, Björn, f. 23. júní 1925, d. 14. janúar 2010, Ingibjörg Soffía, f. 18. apríl 1927, d. 26. sept- ember 1927, Ólafía Jónína, f. 15. ágúst 1928, d. 5. ágúst 2012, Halldóra Guðrún, f. 9. október 1929, d. 24. maí 2013, Ásta, f. 18. ágúst 1933, d. 2. desember 2010, Guðrún Sólrún, f. 27. janúar 1935, d. 25. júlí 1935, Guð- mundur Jón, f. 24. mars 1935. Petrea giftist 23. október Elsku amma. Það eru margar minningar- myndir sem hafa komið upp í huga okkar, barnabarna þinna, síðustu daga. Það var svo alltaf ljúft að koma til þin í Ólafsfjörðinn og hefð fyrir því að þegar við mættum á svæðið var flautað úr bílnum og þú komst um hæl í dyrnar með fallega bros- ið þitt og alltaf svo fín. Það var alltaf kátt á Kirkjuveginum þegar við fjölskyldan hittumst öll hjá þér. Þá var setið við eldhúsborðið, sagðar sögur og hlegið. En það er einmitt svolítið einkenni okkar allra, okkur finnst öllum mjög gaman að hlæja og tökum reglu- lega hlátursköst saman. Þar varst þú einnig með, þú gast fengið þessi yndislegu hlátursköst eins og við flest í þessum legg. Þegar við frænkur ræddum saman þær minningarmyndir sem hafa komið upp hjá okkur að und- anförnu erum við afar sammála um mjög margt. Við sjáum þig fyrir okkur við eldavélina að baka heimsins bestu pönnsur, fullkomnar í laginu auð- vitað. Eða að baka kleinur, allar nákvæmlega eins í laginu. Þig sitj- andi við skrifborðið í litla herberg- inu að sauma og föndra. Þú varst einstaklega flink (sagt með norð- lenskum framburði) í höndunum og óendanlega vandvirk. Þú gerð- ir allt hundrað prósent. Við geym- um allar og varðveitum fallegu jólagjafirnar frá þér sem þú bjóst til handa okkur. Hvort sem það voru Barbie-leikföng, nálapúði eða jólaskraut. Þú nenntir alltaf að spila við okkur og í leiðinni var svo notalegt að spjalla við þig um daginn og veginn. Þú ræddir mikið um veðr- ið og varst alltaf inni í öllum þjóð- félagsmálum. Það var alltaf borð- aður kvöldmatur á slaginu sex og svo var sest beint fyrir framan sjónvarpið og horft á línulega dag- skrá. Þú lást stundum í sófanum á meðan við nudduðum köldu tás- urnar þínar. Svo var alltaf kvöld- kaffi. Kleinur, kex, vínarbrauð með bleiku glassúri og ísköld mjólk. Það var algjör skylda að brjóta fötin sín saman fyrir svefninn og því hlýddum við allar, svona oft- ast. Nægjusemin var þér eðlislæg. Þú nýttir allt vel og fórst vel með alla hluti. Þegar eitthvað bilaði var gert við það. Sófasettið í sparistof- unni er alltaf jafn fínt. Samt mátti alltaf sitja þar og leika. Þér þótti svo vænt um okkur, þitt fólk. Og barnabarnabörnin, vá hvað þér þótti óendanlega vænt um þau og fannst gaman að heyra hvað þau voru að bralla hverju sinni. Það var svo ánægjulegt að sjá hvað þú varðst félagslega virk í seinni tíð. Tókst þátt í starfi eldri borgara og varst í kór. Þú hjólaðir á hverjum degi og syntir á hverj- um morgni. Það er ómetanlegt að eiga ömmu sem var svona óendanlega dugleg, heiðarleg og samvisku- söm. Við finnum allar fyrir styrk- leikum þínum og berum allar eig- inleika þess að vera komnar frá sterkri kvenfyrirmynd. Takk fyrir allt, elsku amma. Það verður tómlegt að koma í fjörðinn og engin amma í dyrun- um á Kirkjuveginum, með mjúku handleggina og fallega brosið. Við munum varðveita fallegu minningarmyndirnar í huga okkar og halda áfram að segja börnum okkar og barnabörnum sögur af ömmu Petru og að sjálfsögðu hlæja saman, eins og okkur einum er lagið. María, Sunna, Eva, Saga, Íris Hlín, Petrea Kristín og Símon Darri. Elsku besta amma mín, ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért farin frá okkur. Þín verður sárt saknað en minningarnar munu lifa og við ylja okkur við þær. Í ömmuhús var alltaf gott að koma svo lengi sem við klædd- umst ekki götóttum buxum eða sokkum þar sem táin stóð út, því þá fengum við ekki að halda spjör- unum þar sem þú varst búin að taka fram saumavélina eða nál og tvinna. Þú varst svo ótrúlega flink í höndunum, þetta var ekki ásætt- anlegt og algjör skömm að láta sjá okkur svona og gleymi ég því ekki þegar ég var vaxin úr grasi og mætti til þín í nýjustu tísku, glæ- nýjum, götóttum og vel tættum gallabuxum, mjög svo ánægð með kaupin, en þú stoppaðir mig; hing- að inn færi ég ekki í þessu! Tókst fram buxur af þér og bauðst mér, ilmurinn úr eldhúsinu sannfærði mig um að það væri þess virði að staldra við svo ég þáði að fá þær lánaðar hjá þér. Þær náðu mér rétt niður fyrir hné og mikið sem við gátum hlegið að þessu. En bakkelsið var borið á borð eins og í öll hin skiptin sem komið var í ömmuhús. Þú varst svo pottþétt, með allt á hreinu, allt svo fínt og flott í kringum þig og kenndir okk- ur barnabörnunum að gera hlut- ina vel, ekki láta þá frá okkur nema þeir væru pottþéttir, ekki bara að brjóta saman heldur brjóta rétt saman, ekki bara að baka snúða heldur baka rétta stærð af snúðum, ekki of dökka og ekki of ljósa, annars myndu þeir aldrei vera bornir fram. Ég man eftir öllum klukkustundunum sem þú eyddir við eldhúsborðið að spila við mig, ég kunni öll þessi borðspil, ekki af því að þér fannst það eitthvað sérstaklega skemmtilegt, heldur vegna þess að þú varst svo hrædd um að ég myndi koma mér fyrir í mjúka sóf- anum þínum og fá mér blund, ég væri svo skapill ef þú þyrftir að vekja mig aftur. Því í ömmuhúsi var best að sofna, í heitu húsinu með útvarpið í botni inni í eldhúsi og annað útvarp inni í saumaher- bergi, helst á annarri stöð, sjón- varpið í gangi og þú að bardúsa í eldhúsinu. Best var þó þegar ég mátti taka kríu og fékk að stinga köldum tánum í buxnavasann þinn meðan þú last dagskrána. Amma, þú varst alltaf til staðar, hjá þér var alltaf opið hús fyrir mér og mínum vinum, til þín gat ég leitað til um allt á milli himins og jarðar og oftast hafðirðu bestu lausnirnar við vandamálum mín- um. Og ég mun alltaf muna eftir þessum einstaka hlátri sem þú hafðir og brosa við tilhugsunina. Takk amma fyrir allan tímann sem þú hafðir fyrir mig, fyrir allt traustið sem þú gafst mér, fyrir alla gleðina sem þú færðir mér, fyrir allt hrósið sem þú gafst mér, fyrir alla umhyggjuna sem þú gafst mér, fyrir allan tímann sem þú studdir mig, fyrir allan styrk- inn sem þú sýndir mér og fyrir alla ástina sem þú veittir mér. Íris Hlín Vignisdóttir. Petrea Aðalheiður Gísladóttir ✝ Bryndís ÍsfeldIngvarsdóttir fæddist í Holti, Reyðarfirði 19. jan- úar 1952. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands í Nes- kaupstað 14. nóv- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru Lára Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. 1923, d. 2015, og Ingvar Ísfeld Ólason, f. 1918, d. 1983. Systkini Bryndísar eru Óla Björk, f. 1942, Kristinn Þór, f. 1944, Inga Hólmfríður, f. 1946, Nína Guðmunda, f. 1947, Víðir Ísfeld, f. 1949, Jenný Björg, f. 1950, Ómar Sigurgeir, f. 1953, Þær eiga börnin Frosta og Heru með sambýlismönnum sínum. 2) Dagrún, f. 1974. Fyrrver- andi eiginmaður hennar er Tommy Larsen, f. 1973. Dætur þeirra eru Fríða, f. 2003, Katrín, f. 2007, og Jenný, f. 2009. Sonur Markúsar af fyrra sam- bandi er Gylfi Þór, f. 1966. Eig- inkona hans er Anita Johannesen. Synir þeirra eru Bergþór Mar, f. 1998, og Sindri Þór, f. 2003. Bryndís gekk í Barnaskóla Reyðarfjarðar og Gagnfræða- skólann í Neskaupstað. Bryndís bjó á Reyðarfirði alla sína tíð. Hún byrjaði snemma að hjálpa til á mannmörgu æsku- heimilinu ásamt því að vinna ýmis störf. Má þar nefna Verslun Gunnars Hjaltasonar, frystihús, síldarsöltun og eigin verslunar- og hótelrekstur. Þá vann Bryndís í Olís um nokkurra ára skeið og lauk sínum starfsferli hjá Byko Reyðarfirði þar sem hún starfaði í 15 ár. Bjarney Linda, f. 1954, Sigmar Atli, f. 1955, og Lára Ingi- björg, f. 1956. Árið 1973 giftist Bryndís Markúsi Guðbrandssyni, f. 1945. Foreldrar hans voru Guð- brandur Pálsson, f. 1911, d. 1953, og María Markúsdóttir, f. 1915, d. 1962. Börn Bryndísar og Markúsar eru: 1) María, f. 1974, gift Jónasi Björnssyni, f. 1967.Börn þeirra eru Björn Ísfeld, f. 2004, og Bryn- dís Huld, f. 2008. Dætur Jónasar af fyrra hjónabandi eru Veronika Kristín, f. 1990, og Hekla, f. 1995. Elsku besta amma. Takk fyrir allar góðu minning- arnar sem þú bjóst til með okkur. Staflar af pönnukökum og ný- steiktar kleinur, táslunudd fyrir lúna fætur og göngutúrar í norska skóginum. Þú varst alltaf til í að spila ólsen, manna og veiðimann og við komumst sko ekki upp með að stokka illa eða gefa vitlaust. Einhverjum okkar fannst þú reyndar nokkuð tapsár í ólsen, en við höfum það bara okkar á milli. Það var svo notalegt að skríða upp í til þín og kúra smá fyrir skólann eða bara til að fá knús. Þú hvattir okkur til að vera dug- leg að lesa og oft lásum við fyrir þig. Þú hafðir endalausa þolin- mæði og trú á okkur. Hvort sem við vorum að spila á tónleikum, syngja, keppa í fótbolta eða handbolta, ef þú varst á svæðinu þá mættir þú og hvattir okkur áfram. Þú varst best í heimi, amma. Við vitum að þú varst mjög sorg- mædd yfir að fá ekki að vera með okkur lengur. Við vitum líka að þú elskaðir okkur og varst stolt af okkur öllum. Við elskum þig og gleymum þér aldrei. Fríða, Björn Ísfeld, Katrín, Bryndís Huld og Jenný. Elsku besta frænka mín. Það er mjög óraunverulegt að þú sért farin, ég hefði viljað hafa þig lengur hjá okkur en mikið sem ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum í lokin. Hann er mér mjög dýrmætur og minningarnar munu hlýja mér um ókomna tíð. Þú varst alltaf svo jákvæð, hlý og góð. Ég man hvað það var allt- af gott að koma í heimsókn til þín og kúra undir bútasaumsteppinu þínu og hlusta á ykkur mömmu spjalla um daginn og veginn. Mér finnst sárt að kveðja þig, við áttum eftir að ræða svo margt um lífið og tilveruna. Mér finnst sárt að geta ekki boðið þér í kaffibolla loksins þegar ég er komin heim en ég veit að þú varst stolt af mér. Mér finnst sárt að heyra ekki hláturinn þinn sem smitaði frá sér hlýju og kærleik. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér um lífið, takk fyrir alla handavinnuna sem þú gafst mér, takk fyrir að vera fyrir- mynd í lífi mínu og takk fyrir að sýna mér hvað þú varst sterk en samt svo auðmjúk, sterk en samt svo viðkvæm, sterk en samt svo hlý. Takk fyrir allt elsku Bryndís. Blómin fölna og laufin falla, úti kólnar en fagurt sólarlag. Hlýjar minningar umvefja mig alla, í hjarta mér sérhvern dag. (Erna Rakel) Þín litla skotta, Erna Rakel. Bryndís Ísfeld Ingvarsdóttir Smáauglýsingar Bækur Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi 12500 St. 10-24 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur NETVERSLUN gina.is Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St. 36 - 50 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar VW Caddy 4/2019 ekinn aðeins 19 þ.km. Sjálfskiptur. Bensín / Metan umhverfisvænn gæðingur. Verð: 2.990.000 með vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. VOLVO S90 T8 TWIN ENGINE R-DESIGN Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 0 Þ.KM Nýskráður 11/2020. Næsta skoðun 2024. Verð kr. 11.500.000. Litur SVARTUR. Ekkert áhvílandi. Skipti: ÓDÝRARI Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma577-4747 LAND ROVER RANGE ROVER EVOQUE R-DYNAMIC Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 11 Þ.KM Nýskráður 8/2019. Næsta skoðun 2023 LAND ROVER RANGE ROVER EVOQUE R-DYNAMIC Ökutækið er á staðnum. Árgerð 2020. Ekinn 11 þ.km. Nýskráður 8/2019. Næsta skoðun 2023. Verð kr. 9.450.000. Litur GRÁR. Ekkert áhvílandi. Skipti: ÓDÝRARI Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Húsviðhald Bækur til sölu Ljóðabók Jóns Þorlákssonar Bægisá. Alfreð Flóki teikningar . Um Grænland að fornu og nýju. Árbækur Espolín 1. til 12. 1.útg. Ævisaga Árna Þórarinssonar 1 - 6. Aldarfar og örnefni í Önundarfirði. Gestur Vest- firðingur 1 - 5. Stjórnartíðindi 1885 til 2000. 130.bindi. Mann- talið 1703. Kollsvíkurætt. Ponzi 18. og nítjánda öldin. Fjalla- menn. Hæstaréttardórmr 1920 til 1960 40. bindi. Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Kvennablaðið fyrsta til fjórða ár Bríet 1895. Ódáðahraun 1 - 3. Fritzner orðabók 1 - 4. Flateyjarbók 1 - 4. Ferðabók Eggerts og Bjarna 1981. Íslenskir Sjávarhættir 1 - 5. Sýslumannaævir 1 - 5. Tímrit Verkfræðinga Íslands 1 - 20 ár. Tímarít hins íslenska Bókmenntafélags 1 - 25. Ársskýrsla sambands íslenskra Rafveitnaa 1942 - 1963. Hín fyr- sti til 44. árgangur. Skýrsla um Landshagi á Íslandi 1 - 5. Töllatunguætti 1 - 4. Síðasti musterisriddarinn Parceval. Aus- tan tórur 1 - 3. Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Nína. Ferðabók Þ. TH 1- 4. önnur útgáfa. Fólkð í fyrðinum 1 - 3. Ættir Austfirðinga 1 - 9. Heims- meistaraeinvígið í skák 1972. Landfræðisaga Íslands 1 - 4. Lýsing Íslands 1 - 4 plús min- ningarbók Þ.HT. Almannak hins Íslenska Bókmenntafélags 1875 - 2006., 33. bindi. Inn til fjalla 1 - 3. Fremra Hálsætt 1- 2. Kirkju- ritið 1 - 23. árgangur. Bergsætt 1 - 3. V-Skafeftellingar 1 - 4. Uppl. í síma 898 9475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.