Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
Landshús - Sími 553 1550 - landshus.is
EFLA verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar.
- Öll hönnun á burðarvirki, festingumog efnisval er skv. íslenskri byggingarlöggjöf.
FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækkabyggingar-
kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í
einingakerfi Landshúsa. Eininga-
kerfið okkar hefur undanfarin ár
fengið afar góðar viðtökur og hafa
húsin okkar risið um allt landmeð
góðum árangri.
Markmið okkar er að bjóða upp
á lausn sem gerir fólki kleift að
byggja traust hús á einfaldan og
hagkvæman hátt.
Val á gluggum:
Timbur
Ál/timbur
PVC
Hús ámynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.-
Verð frá kr. 15.193.000
.-
miðað við Foss 1 - Stær
ð 102 fm.
er bæði spennandi
og ógnvekjandi
Bókin fæst í Eymundsson
UNGMENNABÓKIN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jólabörnin Kara Björt og Hrafnkell Dreki virtu
fyrir sér jólaflamingóa sem settir hafa verið upp
í garðinum þeirra, en búið er að skreyta hús
þeirra og garð í Laugarásnum með jólaseríum
og alls kyns fíneríi. Það styttist enda í jólin og
gott að nýta færið til að lýsa upp skammdegið.
Morgunblaðið/Eggert
Jólaskreytingarnar farnar að líta dagsins ljós
Yfirlögreglu-
þjónar og
aðstoðaryfir-
lögregluþjónar í
tíð Haraldar
Johannessen
hafa stefnt
ríkislögreglu-
stjóra og ríkinu.
Snýr stefnan að
viðsnúningi Sig-
ríðar Bjarkar
Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra
á launasamkomulegi framan-
greindra aðila. Með samkomulag-
inu hækkuðu laun þeirra og
lífeyrisréttindi jukust.
„Það er verið að krefjast viður-
kenningar á því að embættið
standi við samninginn sem var
gerður við þá. Það hafa ekki verið
neinar forsendur fyrir embættið
að afturkalla samningana,“ segir
Kristján B. Thorlacius, hæstarétt-
arlögmaður hjá Lögmannsstofunni
Fortis, en málið var þingfest á
miðvikudag. Kristján fer með
málið fyrir hönd hóps yfirlög-
reglu- og aðstoðaryfirlögreglu-
þjóna úr tíð Haraldar.
aronthordur@mbl.is
Vilja fá sam-
komulagið
viðurkennt
Stefna ríkislög-
reglustjóra og ríkinu
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra sagði í samtali
við mbl.is að verkfall flugvirkja hjá
ríkinu væri í alvarlegri skoðun, og að
það stefndi í grafalvarlegt ástand ef
ekki yrði samið á næstu dögum.
Sagðist Áslaug binda miklar vonir
við að það yrði samið, en flugvirkjum
stæðu til boða sömu launahækkanir
og aðrir opinberir starfsmenn hafa
fengið.
„Ég tek alveg undir þau sjónarmið
Landhelgisgæslunnar að það gangi
ekki að samningur flugvirkja sé
beintengdur samningi flugvirkja
Icelandair. Þetta er gjörólíkur rekst-
ur við allt aðrar aðstæður,“ sagði Ás-
laug Arna.
Aðspurð hvort það kæmi til greina
að setja lög á verkfallið til þess að
koma í veg fyrir að engin þyrla
Landhelgisgæslunnar yrði til taks
sagði hún að verið væri að skoða
þessa stöðu alvarlega. „Það er alveg
rétt að þyrlurnar þurfa að vera til
taks öllum stundum. Þetta er örygg-
ismál almennings og ekki síst sjófar-
enda. Ef það hættuástand skapast að
þyrlurnar verða ekki til taks, þá þarf
að skoða ýmsar leiðir alvarlega,“
sagði Áslaug, sem áréttaði að það
væri alvarlegt inngrip en hlutverk
ráðherra væri að tryggja öryggi við
leit og björgun. Því yrði allra leiða
leitað til þess. Ekki náðist í fulltrúa
flugvirkja í gærkvöldi.
Þyrlurnar verði að
vera alltaf til taks
Lög á verkfall flugvirkja til skoðunar
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Gísli Vilhjálmsson, tannlæknir og sér-
menntaður tannréttingasérfræðing-
ur, furðar sig á ummælum Maríu
Heimisdóttur, forstjóra sjúkratrygg-
inga, sem sagði í samtali við Morg-
unblaðið á miðvikudag að dæmi væru
um að frávik barna sem fæddust með
skarð í vör yxu af þeim. Ennfremur
telur hann ákvörðun Sjúkratrygginga
í trássi við tilgang reglugerðarbreyt-
inganna og vilja ráðherra.
„Undirritaður hefur unnið með
börnum með skarð í vör og góm í vel
rúm 30 ár. Skarðabörn sem fæðast
með þennan galla fá ekki bót á fæð-
ingargalla sínum nema með skurð-
aðgerðum og tannréttingum. Þau
vaxa ekki frá galla sínum eða mein-
um,“ sagði Gísli í
samtali við mbl.is í
gær.
Eins og fram
kom í Morgun-
blaðinu á miðviku-
dag var reglugerð
rýmkuð til að
koma til móts við
lítinn hóp fjöl-
skyldna barna
með skarð í vör
sem ekki hafa átt kost á greiðsluþátt-
töku sjúkratrygginga. Þrátt fyrir
reglugerðarbreytingar sem gagngert
áttu að koma til móts þennan hóp hef-
ur hann fengið synjun um greiðslu-
þátttöku.
María sagði í samtali við Morgun-
blaðið að þrátt fyrir reglugerðar-
breytingu þyrfti að uppfylla ákveðin
skilyrði. Hluti frávika af þessu tagi
yxi af barninu og því skipti máli að
skoða umfang vandans og hefja upp-
haf meðferðar á réttum tíma í stað
þess að byrja of snemma.
Þarf samvinnu lækna
Gísli segir þetta ekki rétt hjá Mar-
íu. „Þar sem aðgerðarsvæðið er í
námunda við fullorðinstennur og önn-
ur andlitsbein þarf samvinnu skurð-
lækna og sérlærðra tannlækna, oftast
nær lýtalækna, tannréttingasérfræð-
inga og kjálkaskurðtannlækna, til að
vinna að bót gallans. Skurðaðgerðirn-
ar hafa aftur á móti oftast nær áhrif á
andlitsþroska barnanna í kjölfar að-
gerðanna vegna örvefsmyndunar á
aðgerðarsvæðinu,“ segir Gísli.
Hann segir að um sé að ræða fjögur
eða fimm börn sem ekki hafi haft tök
á greiðsluþátttöku. „Tvær reglugerð-
arbreytingar Svandísar Svavarsdótt-
ur ráðherra heilbrigðismála hafa ver-
ið gerðar á síðustu tveimur árum þar
sem ætlunin var að öll börn sem
fæddust með þennan galla, hvort sem
gallinn væri í tanngarði eða gómhvelf-
ingu, fengju bæði læknis- og tannrétt-
ingakostnað sinn greiddan,“ segir
Gísli.
Þá segir hann að ráðherra hafi
staðfest opinberlega að það hafi verið
tilgangur reglugerðarbreytinganna.
Samt hafi Sjúkratryggingar Íslands
ekki orðið við því að breyta verklagi
sínu við afgreiðslu umsókna hluta
þessara barna. „Miðað við svör Maríu
sem forstjóra Sjúkratrygginga Ís-
lands í umræddu viðtali virðast
Sjúkratryggingar Íslands ekki vera í
miklu sambandi við heilbrigðisráð-
herra eða að vinna samkvæmt vilja
ráðuneytisins,“ segir Gísli.
Verklag með mismunun
„Sem forstjóri Sjúkratrygginga Ís-
lands heldur hún áfram að verja eldra
verklag. Það byggist á því að mis-
muna börnum eftir því hvernig fæð-
ingargalla þau fá í vöggugjöf og í
þokkabót gefa í skyn að börnin vaxi
frá vandamáli sínu. Fjölmargir for-
eldrar þessara barna hafa haft sam-
band við mig í kjölfar viðtalsins fullir
hneykslunar á svörunum. Að börn
þeirra ættu von á sjálfkrafa vaxtar-
þroskalækningu, sem er fjarri sanni.
Hvernig væri ef forstjóri Sjúkra-
trygginga og heilbrigðisráðherra
ættu samtal til að leysa þetta sann-
girnismál þessara örfáu barna og for-
eldra þeirra,“ segir Gísli að endingu.
Fá ekki bót á fæðingargalla sínum
Tannréttingasérfræðingur undrast ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands um að skarð í vör vaxi
af börnum Telur höfnun Sjúkratrygginga á greiðsluþátttöku ganga gegn vilja heilbrigðisráðherra
Gísli
Vilhjálmsson