Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Samtal Lísu í Undralandi og sjálfumglaða eggsins Humpty Dumptyshefur rifjast upp undanfarið. Þau Lísa ræddu um merkinguorðanna, sem Humpty Dumpty taldi sig geta ráðið sjálfur. ÞegarLísa skildi ekki hvað hann átti við svaraði Humpty Dumpty því til
að auðvitað skildi hún það
ekki því hann hefði ekki
sagt henni hvað orðið þýddi
– í hans munni. Þegar hann
notaði orð merktu þau ná-
kvæmlega það sem hann
ákvæði að þau skyldu
merkja. „Humpty Dumpty
viðurkenndi að það væri
snúið að stjórna sagnorð-
unum en hann gæti gert
hvað sem er við lýsing-
arorðin.“
Þegar bækur Lewis Car-
roll um Lísu komu út á 19.
öld – og enn þegar Þór-
arinn Eldjárn þýddi Æv-
intýri hennar á mál Jónasar
árið 1996 – duldist engum
að þessi saga gerðist í
Undralandi þótt skírskot-
anir til valdbeitingar með
tungumáli ættu alltaf við.
En að þessi persóna myndi
stíga útúr raunveruleika-
sjónvarpi eins og persóna
hjá Woody Allen í kvik-
myndinni The Purple Rose
of Cairo (1985) og gera til-
kall til lífs í raunheimum
sem eins konar Humpty Trumpty var óhugsandi þar til fyrir nokkrum ár-
um.
Við höfum horft upp á forseta Bandaríkjanna breytast í þessa skrípafíg-
úru úr Lísusögunum, fyrst með því að snúa bara upp á merkingu lýsing-
arorðanna, sem reyndist auðvelt því hver sem er getur sagst vera „bestur“
og „mestur“ og „gáfaðastur“, en nú síðast líka með því að vilja stjórna sagn-
orðunum og segjast hafa „unnið“ kosningar sem við hin segjum að hann hafi
„tapað“. Þegar svo er komið fer málið að vandast.
Þó að við segjum „að hika er sama og tapa“, er annað mál að segja „að
vinna er sama og tapa“. Það er ekki það sama, alveg sama hvernig við snú-
um útúr merkingu orðanna. Landsliðin okkar „vinna“ að vísu stundum með
því að gera jafntefli – en á íþróttasíðunum eru engin dæmi um að menn
rugli saman ósigri og sigri, án þess að íþróttafréttamönnum þurfi að hrósa
fyrir það. Í kjölfar tilraunarinnar westra til merkingarráns á sagnorðunum
var tekin upp sú nýbreytni að gera skoðanakönnun, eftir að úrslit forseta-
kosninganna voru ljós, um það hvernig fólk héldi að kosningarnar hefðu far-
ið. Fram kom að 3% aðspurðra trúðu persónulegum viðsnúningi forsetans á
merkingu ofangreindra sagnorða og töldu að forsetinn hefði unnið. Ekki
hefur verið gerð sambærileg könnun hér á landi en af Mogganum má ráða
að fulltrúa þessara 3% megi einnig finna meðal Íslendinga.
Í skáldsögu Ben Eltons frá 2001, Dead Famous, er því lýst hvernig merk-
ingu þess sem gerist fyrir framan myndavélarinnar er rænt og það sett í
nýtt samhengi fyrir útsendingu í raunveruleikasjónvarpi. Það eru eðlileg
vinnubrögð í sagnagerð en verði yfirstandandi merkingarránsherferð látin
viðgangast öllu lengur í raunheimum er hætt við að orð Þorgeirs Ljósvetn-
ingagoða rifjist harkalega upp fyrir heimsbyggðinni: „Það mun verða satt er
vér slítum í sundur lögin að vér munum slíta og friðinn.“
Lögin eru bara orð
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Samtal Merk-
ing orðanna
getur stundum
verið óljós.
Lýðræðið getur verið brothætt, þótt það séfullkomnasta stjórnskipulag, sem mannfólkiðhefur fundið upp. Hversu brothætt það get-ur verið má sjá þessa daga og vikur í for-
ysturíki lýðræðis í heiminum, Bandaríkjunum. For-
setakosningunum er lokið og Donald Trump er fallinn.
Hann hefur enn ekki viðurkennt kosningaósigur sinn
en ver síðustu dögum sínum í Hvíta húsinu í að grafa
undan lýðræðinu í Bandaríkjunum, með því að bera
brigður á úrslitin án þess að geta lagt fram nokkrar
sannanir fyrir staðhæfingum sínum í þeim efnum.
Á annan veg hagaði Richard Nixon sér 1960, þegar
grunsemdir komu upp um að „fiktað“ hefði verið í at-
kvæðum í einni borg í Bandaríkjunum, þar sem lengi
hafði legið orð á að „mafían“ hefði mikil áhrif. Nixon
vildi ekki fylgja þeim grunsemdum eftir vegna þess að
hann vildi ekki koma óorði á bandarískt lýðræði.
Það er lærdómsríkt að hlusta aftur á innsetning-
arræðu Kennedys í janúar 1961 (sem finna má á You-
tube). Ræðan var frábær og sú innsetning lýsir öðru
andrúmslofti í Washington en nú ríkir. Þar voru þeir
báðir, Eisenhower, fráfarandi for-
seti, og Nixon, fráfarandi varafor-
seti. Báðir óskuðu Kennedy til ham-
ingju með sigurinn og Nixon stóð
reyndar aftur upp eftir flutning
ræðunnar og óskaði Kennedy til
hamingju með hana.
Það var þetta andrúmsloft og þetta viðhorf sem
gerði Kennedy kleift að verða sá óumdeilanlegi leið-
togi lýðræðisríkja í kalda stríðinu, sem hann innsiglaði
með stórkostlegri ræðu við Rathaus Schöneberg í
Berlín, rúmum tveimur árum síðar. Ræðunni, þar sem
hann mælti þessi orð, sem aldrei gleymast: Ich bin ein
Berliner (ég er Berlínarbúi), þegar hluti Berlínar var
eins og eyja á bak við járntjaldið austan megin, en
undir stjórn Vestur-Þýzkalands.
Nú er öldin önnur. Fráfarandi Bandaríkjaforseti sá-
ir fræjum tortryggni um lýðræðislega stjórnarhætti í
eigin landi eins og hann framast getur, vekur spurn-
ingar um, hvort hann muni yfirgefa Hvíta húsið með
eðlilegum hætti og of margir flokksbræður hans sitja
þegjandi hjá.
Þótt Trump hafi fallið í kosningunum hlaut hann svo
mikið fylgi, að ætla mætti að hann gæti horfið sæmi-
lega sáttur á braut, en í þess stað vekur hann með tali
sínu efasemdir um stöðu lýðræðislegra stjórnarhátta
hjá eigin þjóð.
En eins ömurlegt og það er fyrir gamla stuðnings-
menn Bandaríkjanna í kalda stríðinu að fylgjast með
fréttum frá Washington um þessar mundir er þetta
ekki í fyrsta sinn á okkar tímum, ef svo má að orði
komast, sem veruleikinn sýnir okkur hvað lýðræðið
getur verið brothætt.
Þeir sem hafa kynnt sér sögu Þriðja ríkisins í
Þýzkalandi hafa aftur og aftur spurt sjálfa sig og aðra
hvernig það mátti gerast þar í landi, að Adolf Hitler
kæmist þar til valda. Hann komst til valda í lýðræð-
islegum kosningum snemma á fjórða áratug síðustu
aldar. Í krafti þess varð hann kanslari Þýzkalands og í
krafti þeirrar stöðu, og meiri hluta flokks síns á þýzka
þinginu, sameinaði hann embætti kanslara og forseta
(að Hindenburg látnum) í nýtt embætti („Der Führ-
er“) og lét síðan þýzka þingið færa sér löggjafarvald í
hendur.
Það er sem sagt hægt að misnota eða reyna að mis-
nota embætti, sem menn hafa verið kjörnir til með
lýðræðislegum hætti, til þess að grafa undan lýðræð-
inu.
En það er ekki bara hjá stórveldunum, sem dæmi
sjást um það hversu brothætt lýðræðið getur verið.
Hvað gerist ef við horfum í eigin barm í þessu örríki
lýðræðis á eyju hér í Atlantshafi?
Hér má sjá tilhneigingu til hins sama í örmynd.
Hér á þessum vettvangi hefur ítrekað verið vakin
athygli á tilhneigingu embættis-
mannakerfisins á Íslandi til þess að
ná til sín völdum, sem það hefur
ekki samkvæmt stjórnskipan lands-
ins. Þeir sem bezt þekkja til þeirra
tilhneiginga eru ráðherrar, sem
koma nýir inn í stjórnarráðið og kynnast því af eigin
raun. Þeir sem því hafa kynnzt hafa ekki sagt frá því
opinberlega en færa má rök fyrir því, að þeim beri
skylda til.
Enginn fjölmiðill hefur séð ástæðu til að kafa ofan í
þau mál, eins og ástæða væri til. Það mundi vekja
þjóðarathygli ef það yrði gert.
En þá hugsun, sem þar liggur að baki, má finna víð-
ar en í „kerfinu“.
Í gamla daga var það regla en ekki undantekning,
að ritstjórum Morgunblaðsins fyrr á tíð bárust sím-
hringingar utan úr bæ, þar sem þeir voru skammaðir
fyrir að birta greinar, sem taldar voru óheppilegar eða
óþægilegar fyrir þann málstað, sem blaðið barðist fyr-
ir á vettvangi þjóðmálaumræðu.
Svarið var gjarnan það sama: Búum við ekki í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi? Er ekki til staðar ákvæði í
stjórnarskrá um skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi? Er
eitthvað að því, að fólk láti skoðanir sínar í ljós, þótt
þær falli ekki öllum vel í geð?
Það varð fátt um svör enda ekki auðvelt að and-
mæla þessum sjónarmiðum á dögum kalda stríðsins,
þegar óvinurinn var kúgunaröfl kommúnismans, sem
höfðu bannað allt slíkt, þar sem þau réðu ríkjum.
Lýðræðisríki, stór eða smá, eiga ekki að leika sér að
eldi, þegar kemur að lýðræðislegum stjórnarháttum. Á
ótrúlega skömmum tíma geta þeir, sem komizt hafa til
valda í lýðræðislegum kosningum, breytt lýðræðis-
legum stjórnarháttum í einræði. Sú þróun er í gangi
nú í einstökum fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna í
austurhluta Evrópu.
Í stað þess að leika sér að eldi er meiri ástæða til að
styrkja innviði lýðræðisins á þann veg, að sá leikur
geti einfaldlega ekki hafizt.
Lýðræðið getur verið brothætt
Leikur að þeim eldi
getur verið hættulegur.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fyrir viku minntist ég hér ábandaríska heimspekinginn
Robert Nozick, sem átt hefði af-
mæli 16. nóvember. Ég kynntist
honum nokkuð, og hann var stór-
kostlegur maður. Hann samdi
snjalla dæmisögu um, hvernig hug-
myndir jafnaðarmanna um tekju-
dreifingu rekast á frelsi. Setjum
svo, að þeim hafi tekist í landi einu
að koma á tekjudreifingu T1, sem
þeir telji réttláta. Þá mæti körfu-
knattleikskappinn Wilt Chamberla-
in til leiks og semji um, að hver
maður greiði 25 sent af aðgöngu-
miðanum til hans beint. Milljón
manns tekur boði hans. Eftir leik-
tímabilið er hann orðinn 250 þús-
und dölum ríkari, en áhorfendur
hans hver 25 sentum fátækari. Til
er orðin tekjudreifing T2, sem er
ójafnari en T1. Hvar er ranglætið?
Allir eru ánægðir, jafnt íþrótta-
kappinn sjálfur og aðdáendur hans.
Ég hef notað svipað dæmi. Setj-
um svo, að jafnaðarmönnum hafi
tekist að koma á Íslandi á tekju-
dreifingu T1, sem þeir telji réttláta.
Þá heimsæki Milton Friedman
landið, auglýsi fyrirlestur og taki
fyrir hann 10.000 kr. á mann. Hús-
fyllir verður: 500 manns hlustuðu á
Friedman. Nú er Friedman 5 millj-
ónum krónum ríkari og áheyrendur
hans hver 10.000 krónum fátækari.
En þeim fannst fyrirlesturinn vel
þess virði. Til er orðin ójafnari
tekjudreifing. Hvar er óréttlætið?
Þorsteinn Gylfason heimspekingur
notaði enn annað skemmtilegt
dæmi, af Garðari Hólm stórsöngv-
ara, sem kemur til Ólands og held-
ur tónleika. Ég hef bent á, að Noz-
ick hefur hugsanlega fengið
hugmyndina að dæmisögunni úr
bókinni God and Man at Yale eftir
William Buckley, en þar spyr höf-
undur, hvað sé að því, að hafna-
boltakappinn Joe DiMaggio (sem
var um skeið kvæntur þokkagyðj-
unni Marilyn Monroe) verði ríkur á
því, að fólk vilji sækja leiki hans.
Kjarni málsins er sá, að frelsi
fólks til að ráðstafa fjármunum sín-
um raskar hugmyndum jafnaðar-
manna um réttláta tekjudreifingu.
Fólk ráðstafar þeim stundum til
einstaklinga með óvenjulega hæfi-
leika, sem auðga mannlífið og sjálfa
sig um leið. Ótal jafnaðarmenn hafa
spreytt sig á að hrekja þessa
dæmisögu Nozicks, en ekki tekist.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Nozick og
íþróttakappinn
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur, lögg. fasteignasali
Sóltúni 20, 105 Reykjavík, s. 552 1400 og 694 1401
Fallegt og vel viðhaldið 293,1 fm einbýlishús á tveimur
hæðum og kjallara, ásamt 177,5 fm atvinnuhúsnæði,
samtals 470,6 fm. Eign sem býður uppá mikla möguleika,
t.d. að breyta atvinnuhúsnæðinu í íbúðir. Húsið er byggt
1981. Parket og flísar á gólfum. Íbúðarhúsið er tvær
hæðir og kjallari og er sérinngangur í kjallarann. Atvinnuhúsnæðið er hæð og kjallari, það er með
innkeyrsludyrum og bílastæði fyrir framan það. Nánari upplýsingar á skrifstofu og velkomið að panta
tíma fyrir skoðun: fold@fold.is. Verð 124,9 millj.
Einbýli með aukabyggingu
Samtals 470 fm
Hólaberg 82, 111 Reykjavík