Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020
Afi minn féll frá í síðustu viku
eftir langvarandi veikindi. Var
karlinn orðinn tæplega 100 ára
gamall og því ekki um óvænt
áfall að ræða. Var hann kvaddur
við fallega stund í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Það fyrsta sem ég tók eftir
þegar ég gekk inn í Fossvogskap-
ellu fyrir kveðjuathöfnina var Liv-
erpool-sængurverið á sænginni
sem hvíldi yfir afa og koddaver í
stíl sem hann hvíldi á. Afi var
gallharður Liverpool-maður alla
tíð og fékk maður ófá símtölin í
gegnum tíðina þar sem hann
vildi ræða um sína menn. Hann
var sérstaklega hrifinn af Steven
Gerrard, engin furða. Hann var
minna hrifinn af Jamie Carragh-
er hins vegar.
Það kætti hann gífurlega að
sjá Liverpool fagna Englands-
meistaratitlinum eftir 30 ára bið
eftir síðustu leiktíð. Afi vissi að
þetta væri síðasta tækifæri hans
manna að hampa þeim stóra á
hans lífstíð og fagnaði hann skilj-
anlega vel og innilega. Hann
kvaddi fagnandi langþráðum
meistaratitli.
Afi var fljótur að hringja
montinn í mig þegar Liverpool
vann 4:3-sigur á mínum mönn-
um í Leeds í 1. umferð ensku úr-
valsdeildarinnar á þessu tímabili.
Á sama tíma hrósaði hann spila-
mennsku Leeds og sagði mér
engar áhyggjur að hafa. Að sjálf-
sögðu hef ég engar áhyggjur.
Í lok athafnarinnar, þegar
ég og aðrir fjölskyldumeðlimir
bárum kistu hans út úr kapell-
unni, var You’ll Never Walk Alone
að sjálfsögðu spilað að hans ósk.
Eftir þessa fallegu athöfn verður
Liverpool lið númer tvö hjá mér
og fagna ég örlítið þegar liðið
skorar, svo lengi sem það er ekki
á móti mínum mönnum.
Hvíldu í friði afi, þú gengur
aldrei einn.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Karlalið Víkings í
Ólafsvík í knatt-
spyrnu mun
skipta um þjálf-
ara og ekki
semja aftur við
Skagamanninn
Guðjón Þórð-
arson.
Guðjón sagði
frá þessu á sam-
félagsmiðlum í gær. Hjá Guðjóni
kemur fram að hann hafi haft
áhuga á því að stýra Víkingi áfram
en hann tók við liðinu á miðju sumri
eftir að Jóni Páli Pálmasyni var
sagt upp störfum. Liðið var í 9. sæti
í næstefstu deild þegar Íslands-
mótinu var aflýst. Guðjón samdi við
Víking út keppnistímabilið og er
samningurinn því runninn út. For-
ráðamenn Víkings og Guðjón
ræddu um áframhaldandi samstarf
en náðu ekki saman og Guðjón
þakkar fyrir „sérstaklega gott sam-
starf“. Guðjón segist líta svo á að
kröfur hans í þeim viðræðum hafi
verið sanngjarnar.
„Ljóst er orðið að ég verð ekki
þjálfari Víkings Ólafsvík á næstu
leiktíð þótt ég hafi haft áhuga á
því,“ skrifaði Guðjón meðal annars
og þakkaði Ólafsvíkingum fyrir gott
samstarf.
Guðjón
ekki áfram
í Ólafsvík
Guðjón Þórðarson
FRÉTTASKÝRING
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
„Ég vildi fá launin mín og við kom-
umst ekki að samkomulagi, þess
vegna fór þetta fyrir dóm,“ sagði
körfuknattleiksmaðurinn Sigurður
Gunnar Þorsteinsson við Morgun-
blaðið í gær en hann hefur átt í erf-
iðri deilu við sitt gamla félag ÍR.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi á þriðjudaginn körfuknatt-
leiksdeild ÍR til að greiða Sigurði
tæpar tvær milljónir króna auka
dráttarvaxta vegna vangoldinna
launa. Sigurður gerði tveggja ára
samning við ÍR á síðasta ári, eftir
stutta dvöl í Frakklandi, en sleit hins
vegar krossband strax í fyrsta leik
og gat ekki tekið frekari þátt með
liðinu út tímabilið.
ÍR-ingar riftu samningi við Sigurð
í vor, eftir að keppni á Íslandsmótinu
var hætt vegna kórónuveiru-
faraldursins, en áður kom upp
ágreiningur um hvort félagið ætti að
greiða honum laun þann tíma sem
hann var frá keppni vegna meiðsla.
ÍR hafði þá ekki greitt honum frá og
með desember. Sigurður höfðaði mál
á hendur félaginu og krafði það um
að greiða sér ógreidd laun á tíma-
bilinu desember 2019 til mars á
þessu ári.
ÍR-ingar töldu sig ekki þurfa að
greiða Sigurði endurgjald af vinnu-
framlagi sem hann innti ekki af
hendi enda hefðu þeir gert verktaka-
samning við hann. Töldu þeir að
verktakar bæru sjálfir ábyrgð á að
tryggja sig, ef slys bæri að höndum.
Dómurinn komst hins vegar að því
að áhætta vegna slysa sem ættu sér
stað í samningsbundnum körfu-
knattleikjum hvíldi á félaginu.
„Að leikmaður meiðist í leik er
væntanlega það sem fylgir íþrótt-
inni, það er alltaf viss hætta til stað-
ar. Eiga íþróttamenn að leggja sig
fram af ástríðu og fórna líkama sín-
um en svo má henda þeim út í horn
eins og gömlum tuskum ef þeir
meiðast?“ sagði Sigurður, sem nú er
leikmaður Hattar.
Sigurður leitaði ráðlegginga hjá
Körfuknattleikssambandi Íslands
sem gat þó ekki beitt sér í málinu.
„Það voru engar reglur innan KKÍ
um hvað ætti að gera í þessari stöðu.
Sambandið gat ekki beitt sér í þessu
máli og ég fékk að heyra að þótt ég
væri ekki fyrsti leikmaðurinn til að
leita til KKÍ út af svona ágreiningi
væri ég fyrsti íslenski leikmaðurinn í
svona stöðu,“ sagði hann og kvaðst
feginn að hafa unnið málið, enda hef-
ur þetta tekið langan tíma og reynt
mikið á. „Það er bara vonandi að fé-
lög reyni ekki að leika þetta eftir í
framtíðinni.“
Ágreiningsmál koma upp
„Auðvitað koma upp ágreinings-
mál og við höfum oft komið að þeim
og reynt að hjálpa til, í 99,9% tilfella
leysist svona ágreiningur en þarna
var það ekki hægt,“ sagði Hannes S.
Jónsson, formaður KKÍ, er Morgun-
blaðið sló á þráðinn til hans. „Það
hafa komið upp ágreiningsmál hjá er-
lendum leikmönnum sem eru þá með
umboðsmenn. Þau mál hafa þá verið
rekin fyrir gerðardómstól innan al-
þjóðaknattspyrnusambandsins
(BAT). En við munum ekki eftir
svona dómsmáli,“ bætti hann við.
„Það er minna um að íslenskir leik-
menn séu með umboðsmenn, jafnvel
þeir sem hafa spilað erlendis. En
þegar svo er statt er alltaf ákvæði um
að ágreiningur sé leystur fyrir BAT,“
sagði Hannes jafnframt og benti á að
sambandið myndi að sjálfsögðu rýna
betur í þetta mál þegar færi gæfist.
Næsta skref ÍR óljóst
Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR á
eftir að koma saman og ráða ráðum
sínum eftir að dómurinn féll á þriðju-
daginn. Félagið hefur því ekki tekið
ákvörðun um hvort honum verður
áfrýjað til Landsréttar.
„Þetta er tiltölulega nýskeð og
stjórnin hefur ekki haft tök á að hitt-
ast frá því dómurinn féll. Við ætlum
að kynna okkur hann almennilega og
svo ræðum við saman,“ sagði Guðni
Fannar Carrico, formaður körfu-
knattleiksdeildarinnar.
Annað mál í aðsigi
Þótt dómsmál sem þessi séu sjald-
gæf innan körfuboltahreyfingarinnar
er sennilega annað í aðsigi á næst-
unni. Landsliðsmaðurinn Kristófer
Acox og núverandi leikmaður Vals í
úrvalsdeildinni telur sig eiga inni
vangoldin laun hjá uppeldisfélagi
sínu KR. Hann fékk samningi sínum
við félagið rift í vetur og vildu KR-
ingar meðal annars ekki skrifa undir
félagaskipti hans til Vals.
Að sögn Kristófers hafa KR-ingar
ekki greitt laun á réttum tíma und-
anfarin ár og sagði hann við Vísi í vet-
ur að félagið skuldaði sér milljónir.
Þá eru svona deilur ekki beint nýj-
ar af nálinni. Kristinn Björgúlfsson,
framkvæmdastjóri Leikmanna-
samtaka Íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið í vetur að of margir
leikmenn í boltagreinunum á Íslandi
þekktu ekki vel þann rétt sem þeir
hefðu. „Fáir leikmenn þekkja reglu-
gerðirnar. Þeir eru oft illa upplýstir.
Í mörgum tilfellum virðast leikmenn
skrifa undir samninga og vita lítið
hvað í þeim felst. Til dæmis hvort
þeir séu launþegar eða verktakar,“
sagði Kristinn. Áhugavert verður að
fylgjast með þróun þessara mála á
næstu misserum.
Vonandi ekki leikið eftir
Mörg dæmi um launadeilur íþróttamanna hérlendis Sigurður hafði betur
gegn ÍR í dómsmáli Landsliðsmaður telur uppeldisfélagið skulda sér milljónir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Launadeilur Sigurður Gunnar Þorsteinsson hafði betur í deilu sinni við ÍR.
Íslenska U21-árs karlalandsliðið í
knattspyrnu er öruggt um sæti sitt
á lokakeppni EM í Ungverjalandi
og Slóveníu á næsta ári. Knatt-
spyrnusamband Evrópu staðfesti
þetta í gær.
Ísland átti eftir að leika lokaleik
sinn í undankeppninni gegn Arm-
eníu sem varð að draga sig úr
keppni. Áfrýjunardómstóll UEFA
hefur nú úrskurðað Íslandi 3:0-
sigur í þeim leik sem þýðir að liðið
endar í 2. sæti riðilsins með 21 stig
en það dugar til að komast í loka-
keppnina.
Sæti Íslands á
EM öruggt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stórmót U21-árs landsliðið komst
áður á EM í Danmörku árið 2011.
Markvörðurinn Gunnleifur Gunn-
leifsson, leikjahæsti leikmaður í
sögu íslenskrar deildarkeppni í
knattspyrnu, hefur lagt skóna á
hilluna, 45 ára gamall.
Gunnleifur spilaði ekkert í sumar
þar sem hann var aðstoðarþjálfari
og varamarkvörður Breiðabliks á
Íslandsmótinu. Gunnleifur spilaði
439 deildarleiki á Íslandi en hann
lék fyrst með HK árið 1994. Hann
spilaði 304 leiki í efstu deild með
KR, Keflavík, HK, FH og Breiða-
bliki. Þá á hann 26 A-landsleiki á
árunum 2000 til 2014.
Leikjahæsti leik-
maðurinn hættur
Morgunblaðið/Ómar
Kempa Gunnleifur er sá leikjahæsti
á Íslandsmótinu frá upphafi.
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur vísað
málum Fram og KR gegn stjórn
sambandsins aftur til aga- og úr-
skurðarnefndarinnar og skulu þau
þar sæta efnislegri meðferð.
Nefndin hafði áður vísað mál-
unum frá, m.a. á grundvelli þess að
stjórnin gæti ekki verið varnaraðili
máls, en forsvarsmenn félaganna
gagnrýndu úrskurðinn harðlega og
áfrýjuðu honum fyrr í vikunni. Dóm-
stóllinn taldi nefndina fara með
dómsvald í öllum málum sem kæmu
upp innan vébanda knattspyrnu-
sambandsins.
KR-ingar höfðu kært þá ákvörðun
stjórnar KSÍ að hætta keppni en lið-
ið átti fimm leiki eftir á Íslands-
mótinu og var í harðri baráttu um
sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Fram var í 3. sæti 1. deildarinnar
þegar mótið var blásið af, með jafn-
mörg stig og Leiknir úr Reykjavík.
Leikni var úrskurðað sæti í efstu
deild á kostnað Framara sem kærðu
þá niðurstöðu.
Mál Fram og KR skal
taka til efnismeðferðar
Morgunblaðið/Eggert
Markatala Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ þarf nú að taka mál Fram og KR til
efnismeðferðar eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins í gær.