Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.2020, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is L Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Lærisstandarnir komnir aftur Verð 8.980,- leikmanna skipulagði heimsókn hennar til Íslands árið 2016 þar sem hún hélt fyrirlestur fyrir fullu Há- skólabíói, en var einnig með tíma í háskólanum með ólíkum nemendum og hitti unglinga og börn. „Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu. Hún talaði mikið um hversu mikilvægt það væri að rannsaka heiminn, en um leið mikilvægt að rannsaka og tala um afleiðingar gjörða okkar á jörðinni.“ Upp á síðkastið hefur Arnar skrif- að mikið á vísindavefinn um kórónu- veiruna ásamt fleiri fræðimönnum og nefnir hann mikilvægi ritstjóra vefsins, Jóns Gunnars Þorsteins- sonar, í því starfi, en hann hafi skynjað þörfina á traustum upplýs- ingum strax og brugðist við. Það kemur kannski ekki á óvart að prófessorinn hafi gaman af lestri fræðibóka, en hann segist líka lesa mikið af skáldsögum og sé nýbúinn að kaupa tvær slíkar í Bóksölu stúd- enta. „Síðan hef ég alltaf gaman af því að vera úti í náttúrunni, og þar verð ég á afmælisdaginn með fjöl- skyldunni.“ Fjölskylda Eiginkona Arnars er Sólveig Sif Halldórsdóttir, f. 18.7. 1971, líffræð- ingur. Foreldrar hennar eru hjónin Halldór V. Kristjánsson, f. 26.5. 1946, stjórnsýslufræðingur og Guð- laug Gunnarsdóttir, f. 14.9. 1950, d. 11.3. 2012, læknaritari. Börn Arnars og Sólveigar eru Þorgeir, f. 5.6. 2001, háskólanemi; Áshildur, f. 18.12. 2007, nemi og Teitur, f. 23.9. 2010, nemi. Foreldrar Arnars eru Ólöf Odds- dóttir, f. 12.9. 1948, d. 28.10. 2020, lífeindafræðingur í Reykjavík, og Páll Árnason, f. 18.6. 1951, tækni- fræðingur í Lyngby, Danmörku, giftur Kristínu Önnu Einarsdóttur, f. 26.5. 1953, hjúkrunarfræðingi og deildarstjóra. Arnar Pálsson Einar Tjörvason sjómaður, Hvoli Sigríður Sigurgeirsdóttir húsmóðir, Hvoli Árni Einarsson forstjóri, Reykjalundi Hlín Ingólfsdóttir húsmóðir, Reykjalundi Páll Árnason tæknifræðingur, Lyngby Ingólfur Jónsson Jarlsstöðum Hlín Johnson bóndi, Herdísarvík Andrés Ólafsson bóndi, organisti og kórstjóri, Bæ í Kjós Ólöf Gestsdóttir húsmóðir, Bæ í Kjós Oddur Andrésson bóndi, organisti og kórstjóri, Neðri-Háls í Kjós Elín Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Jón Ólafsson bóndi, Gemlufalli, Dýrafirði Ágústa Guðmundsdóttir húsmóðir, Gemlufalli, Dýrafirði Úr frændgarði Arnars Pálssonar Ólöf Oddsdóttir lífeindafræðingur í Reykjavík Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KONAN MÍN VILL FÁ AÐ SKOÐA FALLEGUSTU DEMANTANA YKKAR. ÁTTU KÍKI?” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vita að það er alltaf gott snarl í ísskápnum. ROP EN VANDRÆÐALEGT ER Í LAGI MEÐ ÞIG? ÉG DATT Í GÆR OG FÉKK HÖGG Á HÖFUÐIÐ… OG LÍF MITT RANN Í GEGNUM HUGA MINN! ÉG ER NÍUTÍU OG ÁTTA ÁRA GAMALL ÞAÐ ER NÓG AÐ RENNA Í GEGNUM! ÞAÐ RENNUR ENN! ÞÚ ERT AÐ GRÍNAST! „SKURÐAÐGERÐIN MEÐ SKURÐÞJARKINUM GEKK ÁGÆTLEGA – ÞANGAÐ TIL FÆRIBANDIÐ FÓR ÓVÆNT Á YFIRSNÚNING.” Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Í stiga honum stend ég á. Stykki á rokk nú finna má. Bera dót í búð ég sá. Baðstofuloftið nefni þá. Hér kemur svar Þorgerðar Haf- stað: Á palli efst í stiga stendur. Styður pallur rokksins hjól. Pallbíl stýrir Palli kenndur. Á palli höldum dýrleg jól. Helgi Þorláksson á þessa lausn: Á stigapalli pústar frú, pall á rokki þeytti sú, búðardóti á bílpall hlóð, á baðstofupalli fæddist fljóð. Guðrún B. svarar: Ég stend með te á stigapalli. Sterkan pall á rokki veit. Á palli í búð stóð Bratz hjá fjalli. Á baðstofupalli krakka leit. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Pallur stiga er víst á og á rokknum má víst sjá. Pallur dót í búðum ber. Baðstofan og pallur er. Hér er lausn Hörpu á Hjarð- arfelli: Í stiga á palli stendur oft. Stykki rokks er pallur. Búðarpalla ber við loft. Baðstofupallur allur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Í stiga palli stend ég á. Stykki á rokk er pallur sá. Pallur búðarhilla hér. Í húsi baðstofupallur er. Þá er limra: Þrenning, sem þjóðin hlýðir, þekking og viska prýðir, þrjú á palli þau eru á spjalli, Þórólfur, Alma og Víðir. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Þrösturinn hímir nú hljóður, hlýju sér reynir að finna, sölnaður sumarsins gróður, en seint ætlar gátum að linna: Mökkur úr reykháfi rýkur. Sá rosaleg andþrengsli hefur. Snjór, sem um foldina fýkur. Fýr þennan sviti umvefur. Gömul vísa í lokin: Dustar lýs af darrastaf dúka jörðin jörðin. Hann má prísa héðanaf Hornafjörðinn fjörðinn. Halldór Blöndal halldorblondal@siment.is Vísnahorn Hætt er fall af háum palli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.