Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.11.2020, Qupperneq 14
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mörg handtök eru unnin þessar vik- urnar við að höggva jólatré og koma þeim á markað. Í Haukadalsskógi hefur einnig verið unnið að því að afla viðar í bálhús sem á að rísa í Vaglaskógi á næsta ári. Einnig hefur gæðaviður verið höggvinn þar í haust til að nota í göngubrú yfir Þjórsá. „Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá þessi verðmæti verða til í skóg- inum og koma að notum. Núna tök- um við ekki bara litlu ljótu trén þeg- ar við grisjum heldur veljum við gæðaefni og höggvum stór tré í svona flotta nýtingu,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður hjá Skóg- ræktinni á Suðurlandi. Viðurinn úr Haukadal Bálskýlið í Vaglaskógi verður ekki ósvipað slíku skýli, sem tekið var í notkun á Laugarvatni fyrir tveimur árum, með snyrtingum og góðri að- stöðu fyrir ferðamenn. Húsið á Vögl- um verður þó heldur voldugra en á Laugarvatni þar sem gert er ráð fyr- ir meiri snjóþunga fyrir norðan, þak- ið verður brattara og þéttara á milli sperra og lekta. Búið er að saga klæðningarefnið og verið að taka efni í uppistöður, mænisása, sperrur og lektur í skóginum. Trausti segir að sitkagrenið sé 17 cm í þvermál í mjórri endann, en um 25 cm í uppi- stöðunum. Kristján Magnússon, sem rekur fyrirtækið 7, 9, 13 ehf., hefur verið drjúgur við skógarhöggið í haust eins og oft áður og kom með sínar öflugu skógarhöggsvélar austan af Héraði. 20 metra tré úr Hákonarlundi Timbur í göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá nálægt Þjófafossi, úr Búrfells- skógi yfir í Landsveit, kemur að mestu úr Haukadalsskógi. Tré voru felld vegna verkefnisins í fyrravetur og hefur verið unnið við að saga efnið í sögunarmyllu Skógræktarinnar í Þjórsárdal. Undanfarið hefur aðeins verið bætt við og gæðaefni sótt í skóginn. Jarðvinna er hafin og vinna við undirstöður brúarinnar, sem verða steyptar. Á stálbita koma síðan límtrésbitar og loks tvöföld klæðn- ing, en allur viður er íslenskt sitka- greni úr Haukadalsskógi. Viður í bálhúsið og brúna kemur aðallega úr tveimur lundum í Hauka- dal; Braathens-lundi og Hákonar- lundi. Í þann fyrrnefnda var gróður- sett 1962 og segir Trausti að þetta sé í þriðja skipti sem grisjað sé í skóg- inum, síðast fyrir tíu árum, og síðan þá hafi trén bætt á sig miklum massa. Í Hákonarlundi, sem er nefndur eftir Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, var fyrst gróður- sett 1949 og síðan bætt við 1961. Meðalhæð trjáa sem felld voru í Braathens-lundi var 16 metrar og um eða yfir 20 metrar í Hákonar- lundi. Jólin undirbúin í skógunum Trausti segir að nú sé undirbún- ingur jólanna á fullu í skógunum, bú- ið sé að fella tré, en þá er eftir að ná í þau í skógana og koma þeim á mark- að. Hann áætlar að úr þjóðskógunum á Suðurlandi í Þjórsárdal, Haukadal og Tumastöðum í Fljótshlíð, auk Mosfells í Grímsnesi, fari 7-800 heim- ilistré á markað, en einnig rúmlega 30 torgtré, sem eru talsvert stærri. Auk Skógræktarinnar komi jólatré frá skógræktarfélögum og skóg- arbændum víða um land. „Mest af því sem við seljum er stafafura og furan er í raun íslenska jólatréð,“ segir Trausti. Auðvelt sé að rækta hana svo hún verði fallegt jólatré og hún sé nánast 100% um- hverfisvæn því hún fái aðeins 10-15 grömm af áburði við gróðursetningu. Nokkuð sé um rauðgreni og blágreni meðal jólatrjáa, en mest er sam- keppnin við danskan normannsþin. Samvinna við Litla-Hraun Trausti segir að Skógræktin hafi í haust verið í samvinnu við fangelsið á Litla-Hrauni. Fyrir jólin verði þann- ig tvær nýjar, en þó gamlar vörur á boðstólum. Starfsmenn Skógrækt- arinnar sæki köngla og greinar í skóginn, en fangar á Litla-Hrauni flokki, setji í búnt og merki vöruna áður en hún fer í verslanir. Trausti skógarvörður á Suðurlandi er með starfsstöðvar í Haukadal, Þjórsárdal og á Tumastöðum í Fljótshlíð og eru nú sex manns starf- andi þar. Meira er oft umleikis þegar sjálfboðaliðar, sumarstarfsmenn, starfsnemar og verktakar eru við störf í skógunum. Stórviður og jólatré í bland  Ótrúlega skemmtilegt að sjá verðmæti verða til í skóginum  Gæðaviður úr Haukadal notaður í bálhús í Vaglaskógi og göngubrú yfir Þjórsá  Stafafura er íslenska jólatréð, segir skógarvörður Ljósmynd/Trausti Jóhannsson Skógarhögg Fullkomið og fjölhæft tæki frá fyrirtækinu 7, 9, 13 hefur verið notað við að fella tré, snyrta bolina og fjarlægja í Haukadalsskógi undanfarið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógarvörður Trausti Jóhannsson við jólatré, en úr þjóðskógum Suðurlands koma 7-800 jólatré í ár. Gæðaviður Allur viður í nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá kemur úr Haukadal. Tölvumynd/Landsvirkjun 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 2020 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.