Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2020, Qupperneq 2
Hvað er hér á döfinni um helgina? Jólasýning mín og Margrétar Jónsdóttur keramíklistakonu frá Akureyri, sem er frænka mín og vinkona. Við erum vanar að hafa sýningu á vinnustofu minni fyrstu aðventuhelgina. Hún sýnir keramík og ég sýni það sem er á vinnustofunni hverju sinni. Er þetta sölusýning? Já, verkin eru til sölu. Hjá mér eru kannski ekki öll til sölu, en lang- flest. Ég sel líka teikningar og smærri verk sem eru hér innrömmuð. Ég er með líka með eitt innrammað portrett sem ég lét prenta sér- staklega fyrir sýninguna í takmörkuðu upplagi. Verður jólastemning í gangi? Já, hluti úr kirkjukór Breiðholts ætlar að koma og syngja nokkur jólalög. Magga er líka mikill stílisti og setur upp sína hluti ásamt kertaljósum þannig að það myndast mikil stemning. En við erum ekki að hugsa þetta endilega eingöngu sem jólasölu eða til að kaupa jólagjafir. Margir koma líka til að sjá hvað við erum að gera; fá að koma inn í hlýjuna þegar það er kalt úti. Er kvenlíkaminn það viðfangsefni sem þú fæst mest við? Já, en ekki bara hann. Ég teikna mikið eftir lifandi módelum, hvort sem það er karl eða kona. Það er ákveðin innri ljóðræn stemning sem ég er að leita eftir; hvað það þýðir að vera manneskja. Svo blandast inn í að ég get verið pólítísk og farið inn á tabú svæði og það að vera kona. Ég vinn líka með texta og sauma út eftir skissum eftir sjálfa mig. Þar sýni ég línuna og það í handverki, sem mér finnst spennandi. Svo hef ég verið að gera gull- myndir þar sem ég vinn með listasöguna og helgimyndir en myndirnar eru úr samtímanum og mynda þá togstreitu við hefðina. Hvernig hefur þér liðið á þessum Covid-tímum? Ég hugsa að starf listamannsins heiti bara sóttkví. Þetta er ekki mikil breyt- ing fyrir mig. En vissulega er leiðinlegt að hitta ekki oft fólk. En ég hef nýtt tímann til að hreinsa til, ekki bara í geymslum heldur líka hjá mér sem listamanni. Morgunblaðið/Ásdís KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Ljóðræn stemning Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2020 Hér á ritstjórninni starfaði einu sinni kona sem hafði gríðarlegar mæturog áhuga á bresku konungsfjölskyldunni. Hún flaggaði á afmælidrottningar og henti í ógurlegar hnallþórur þegar hátigið fólk þar um slóðir gekk í það heilaga eða því fæddust erfingjar og mætti í síðkjól í vinnuna. Enda þótt ég bæri djúpa virðingu fyrir þessari sérvisku – bý sjálfur að ýmsum undarlegum siðum – tókst mér aldrei að hrífast með að neinu gagni og læra það sem konan prédikaði; að við ættum að umgangast þetta góða fólk sem okkar eigið. Gleðjast og þjást með því. Ætli ég sé ekki bara of mikill kotbóndi og al- þýðumaður í eðli mínu til að bera skynbragð á svona bláblóðunga. Í þessu ljósi þarf ekki að koma ykkur á óvart að sjónvarpsmyndaflokkurinn Krúnan á flixinu hafi ekki sett líf mitt á hliðina. Ég hef varist af fimi þrátt fyrir að hafa verið hvattur til að horfa á þá, innan heimilis sem utan. Alltaf tekist að finna eitthvað annað þegar málið ber á góma. Þar til nú. Á dögunum lét ég til- leiðast og skrúfaði frá nýjustu seríunni, sem ég held að sé númer fjögur, eins og Patrick Vieira forðum. Ég meina, hún hefur ratað í blöð og fréttatíma sjón- varps. Maður verður að vera upplýstur og máltækur í umræðunni, annars á maður á hættu að enda úti á jaðri sam- félagsins. Synd væri að segja að Krúnan hafi sogað mig til sín. Ég hálfdottaði gegnum fyrstu þættina. Hef þó lúmskt gaman af drottningunni sjálfri, hún er skemmtileg týpa, ef marka má þættina (sem er víst ekki að öllu leyti). Olivia Colman leikur hana af smekkvísi. Gillian Anderson hefur á hinn bóginn fengið rangt memó. Hún leikur Margréti Thatcher svo sem ekkert illa en af einhverjum ástæðum hefur hún Járnfrúna níræða. Thatcher var 53 ára þegar hún tók við embætti forsætisráðherra Breta árið 1979. Prinsarnir, Karl, Andrés dónakall og Játvarður, eru ekki spennandi mann- eskjur og það hellist alltaf yfir mann einhver sorg þegar maður sér Díönu heitna með papparassastóðið á hælunum. Filippus drottningarmaður er helst til snobbaður fyrir minn smekk en Denis Thatcher er mun alþýðlegri. Gleymi því aldrei þegar John Stokes leiðsögumaður í Lundúnum upplýsti okkur fjöl- skylduna um það fyrir tuttugu árum að girðingin við Downingstræti 10 hefði ekki verið sett upp til að valda forsætisráðherrann, heldur til að koma í veg fyr- ir að Denis legðist í flakk á nóttunni. Ógleymanlegur maður, Stokes. Ég glaðvaknaði óvænt í síðasta þætti en hann var helgaður ofurhuganum Michael Fagan sem braust ekki bara einu sinni, heldur tvisvar inn í Buck- ingham-höll árið 1982 og tyllti sér í seinna skiptið á rúmstokkinn hjá drottn- ingu. Ef marka má þáttinn brá henni í brún í fyrstu en eftir að hún las rétt í að- stæður fór alls ekki illa á með þeim gestinum. Galið mál, gjörsamlega galið. En sannkallað drottningarbragð hjá gömlu. Svo við flixum aðeins meira. Drottningarbragð Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Maður verður aðvera upplýstur ogmáltækur í umræðunni,annars á maður á hættu að enda úti á jaðri samfélagsins. Gerður Helgadóttir Kanínubangsa. SPURNING DAGSINS Hvað viltu í jólagjöf? Baldur Sveinbjörnsson Playstation 5. Það er aðal. Iðunn Helgadóttir Mér er eiginlega bara alveg sama. Georg Kazoobadevos Playstation 5. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Árleg jólasýning listamannanna Kristínar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Jónsdóttur er núna um helgina, laugardag og sunnudag, frá kl. 13-18 á vinnustofu Kristínar á Unnarbraut 20, Seltjarnarnesi. Grímuskylda. Lifandi lausnir Nýir tímar í viðburðahaldi harpa.is/lifandilausnir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.