Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elva er innanhússhönnuður að mennt
og er mikill fagurkeri. Hún bjó átta ár í Dan-
mörku þar sem hún starfaði meðal annars
hjá hinu virta hönnunarfyrirtæki Muuto.
Elva starfaði lengi vel á tímaritinu Húsum
og híbýlum sem blaðamaður, stílisti og rit-
stjóri. Eins hefur hún komið að mörgum
verkefnum hér heima og erlendis fyrir fyrir-
tæki á borð við Epal, Bioeffect, Fólk
Reykjavík, Vodafone, Mads Nørgaard og
Magasin-verslananna í Danmörku – ásamt
verkefnum í Berlín og Finnlandi, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hún hefur afburðasmekk
og á heiðurinn af glæsilegu útliti þessa
blaðs, þá ekki síst forsíðunnar.
Elva Hrund Ágústsdóttir - stílisti/útstillingahönnuður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristinn útskrifaðist sem ljósmyndari
frá The Art Institute of Fort Lauderdale í
Flórída 2005. Eftir útskrift hélt hann til
Flórída þar sem hann starfaði sem ljós-
myndari en þegar heim til Íslands var
komið 2006 hóf hann störf hjá útgáfufyr-
irtækinu Birtíngi þar sem hann myndaði
fyrir blöð eins og Nýtt líf, Hús og híbýli og
Gestgjafann. Árið 2011 tók hann við sem
yfirmaður ljósmyndadeildarinnar hjá Birt-
íngi og gegndi því starfi til 2013. Kristinn
hefur starfað fyrir margar af stærstu aug-
lýsingastofum og fyrirtækjum landsins og
hefur frá árinu 2017 verið ljósmyndari hjá
Morgunblaðinu.
Kristinn Magnússon
- ljósmyndari
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aníta útskrifaðist sem matreiðslu-
meistari árið 2016 en hefur unnið
við matreiðslu síðan hún var 14 ára.
Hún hefur unnið á veitingastöðum
um allan heim á borð við Batard í
New York, Grace, BOKA og Yusho í
Chicago og Sabor á Bahamaeyjum.
Hún hefur verið yfirkokkur, einka-
kokkur og allt þar á milli enda ein-
staklega fjölhæfur matreiðslumaður
og hokin af reynslu.
Aníta Ösp
Ingólfsdóttir
- matreiðslumeistari
Allur borðbúnaður sem við notum í blaðið og eiginlega bara allt fallegt kemur úr Kokku á Laugaveginum. Þá viljum við sér-
staklega þakka Guðrúnu Jóhannesdóttur fyrir aðstoðina því það var alveg sama hversu mikið var að gera hjá henni, alltaf gat
hún aðstoðað okkur. Það eru fáir sem eru jafn fróðir um eldamennsku, aðferðir og allt sem viðkemur matargerðarlistinni og
Guðrún og því ekki að undra að Kokka sé oft kölluð uppáhaldsbúð sælkeranna.
Allur borðbúnaður frá Kokku
Matreiðslumaðurinn Völundur Snær Völundarson nýtur þess vafasama heiðurs að
vera giftur umsjónarmanni matarvefs mbl.is og er því iðulega dreginn inn í hin ýmsu
verkefni, líkt og þetta jólamatarblað sem var bókstaflega „eldað“ inni á heimili hans.
Það vill líka svo skemmtilega til að Völli er einstaklega lipur þegar kemur að elda-
mennsku og matarstíliseringu og því var framlag hans til þessa blaðs ómetanlegt.
Sérstakar þakkir
Hrafnhildur Þorleifsdóttir í Blómagall-
eríi sá um að gera blómaskreytingarnar í
blaðinu af sinni alkunnu snilld en þær
hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir
fegurð og frumleika.
Blómagallerí
Þ
etta blað er nokkurs konar uppskeruhátíð bragðlauk-
anna. Við fórum af stað með mjög ákveðnar pæl-
ingar en markmiðið var að gera blað sem innihéldi
allt það besta sem við borðum á jólunum. Eins og í
fyrra er blaðið unnið í nánu samstarfi við Hagkaup,
sem samþykkti þá óvenjulegu hugmynd okkar að gera blað þar
sem efnið fengi notið sín til fullnustu.
Við fengum til liðs við okkur stórstjörnur í eldhúsinu til að elda
hvern veisluréttinn á fætur öðrum og tveir bakaranemar drottna
yfir eftirréttahlutanum og leika þar listir sínar. Þar ættu allir að
finna eitthvað við sitt hæfi og koma matarbloggarar sterkir inn
með uppáhaldseftirrétti þjóðarinnar.
Verkefni sem þetta er alltaf útpælt samvinnuverkefni þar sem
búið er að teikna upp lokaafurðina löngu áður en kveikt er undir
nokkrum potti. Matarvefurinn hefur yfir að ráða einstöku teymi,
sem ég leyfi mér að fullyrða að sé á heimsmælikvarða. Þar fara
fremst í flokki Kristinn Magnússon ljósmyndari, Elva Hrund
Ágústsdóttir útlitshönnuður og Aníta Ösp Ingólfsdóttir sem sá um
alla eldamennsku. Vegna fjöldatakmarkana á vinnustöðum var
notast við heimili mitt í undirbúningnum og loks var því breytt í
ljósmyndastúdíó. Slíkt er töluvert flókið – ekki síst þegar taka þarf
tillit til sóttvarnareglna – en það gekk upp.
Matarmyndir eru nokkuð snúnar. Þú þarft að ná augnablikinu
þegar maturinn skartar sínu fegursta því eins og Stella Löve sagði
hér um árið þá verður majónesan gul og enginn vill svoleiðis
mynd. Eins var það skipulagt í þaula hvenær afhending á eft-
irréttunum færi fram fyrir hópmyndatökuna.
Eins og gefur að skilja þegar góður hópur hittist var kátt á
hjalla og mikið talað þegar eftirréttameistararnir mættu með dá-
semdirnar. Á meðan voru dúkar straujaðir, ljós stillt og allt var á
suðupunkti þegar undirrituð rak upp skaðræðisöskur svo allir
hrukku í kút. Í ljós kom að heimilishundurinn hafði komist í Bai-
leys- og Nutellafylltu vatnsdeigsbollurnar sem Elenora Rós kom
með og var búinn að sporðrenna tveimur þegar hann var gripinn
glóðvolgur!
Áfallateymi var samstundis sent inn í eldhús til að meta skað-
ann, hundinum var vísað úr eldhúsinu og á spennuþrungnu
augnabliki kútveltust allir um af hlátri.
Ég fæ ykkur seint fullþakkað sem lögðuð hönd á plóg við að gera
þetta blað. Að baki hverri myndatöku liggur ógrynni vinnustunda
sem fóru í undirbúning, innkaup, eldamennsku og framsetningu.
Og takk Hagkaup fyrir að taka þátt í þessu verkefni með mér og
vera alltaf til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Takk fyrir og
gleðileg jól!
Fordæma-
laust flipp
í eldhúsinu
Þóra Kolbrá
Sigurðardóttir
Umsjónarmaður
Matarvefs mbl.is
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Útgefandi Árvakur Umsjón Þóra Kolbrá Sigurðardóttir Blaðamenn Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is, Auglýsingar Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun Landsprent efh.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fólkið á bak við blaðið