Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 26

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Ljósmyndir/María Gomez Villisveppa-koníakssúpa með truffluolíu 50 g smjör 1 dl hveiti 1 tsk. borðsalt Svartur pipar 3x sveppasoðsteningar 7 dl nýmjólk 6 dl volgt vatn 2,5 dl rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. villijurtir frá Potta- göldrum 2 msk. koníaksgel frá Chef Louis 1 askja af ferskum blönd- uðum villisveppum 1 box af blönduðum þurrk- uðum villisveppum frá Borde 1 geiralaus marinn hvít- laukur 35 g smjör til steikingar á sveppum ½ tsk. borðsalt til að salta sveppina Sósulitur - nokkrir dropar Tartuffo Bianco-truffluolía frá Elle Esse  Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið smátt niður ásamt fersku svepp- unum.  Bræðið 35 g af smjöri á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk.  Steikið bæði þurrkuðu og fersku sveppina upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk. af borðsalti. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnir og setjið þá marða hvít- laukinn út á og slökkvið undir pönnunni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið hliðar.  Bræðið 50 g af smjöri í potti og setjið hveitið út á og hrærið vel í þar til verður að smjörbollu, hrærið í eins og 1 mínútu áður en volgu vatninu er hellt smátt og smátt út á.  Hrærið vel í á meðan er að þykkna í glansandi silkimjúkan jafning.  Bætið næst púðursykri, sveppateningum, 1 tsk. af borð- salti, pipar, villijurtum og koníaks- gelinu út á og hrærið allt vel sam- an þar til teningar eru fullleystir upp.  Setjið næst mjólk og rjóma út á og hrærið vel þar til suða er kom- in upp og farið að þykkna ögn. Setjið smá sósulit út í þannig að súpan verði fallega ljósbrún.  Setjið svo alla sveppi út í súp- una og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir.  Leyfið súpunni að sjóða í lág- mark 30 mínútur eða lengur.  Smakkið til og saltið og piprið ef þarf.  Berið fram með nýbakaða brauðinu og öskusaltinu.  Þegar súpan er komin í skál setjið þá nokkra dropa af trufflu- olíu yfir og njótið. Engiferkökudeig 90 g hveiti 60 g mjúkt smjör 50 g púðursykur 45 g sykur 1 msk. rjómi 1 tsk. vanilludropar 1 ½ tsk. negull 1 ½ tsk. kanill 1 ½ engifer ½ tsk. salt  Hitið ofninn á 175°C blástur og bakið hveitið í 10 mín. á bökunarplötu með bökunarpappír á (má líka setja hrátt í ef þið viljið sleppa þessu).  Hrærið saman sykur og smjör í hrærivél þar til orðið vel blandað saman.  Takið svo hveitið úr ofninum og leggið til hliðar til að kæla alveg niður.  Blandið svo rjóma og vanillu út í smörsykurinn og hrærið áfram þar til létt og ljóst.  Þegar hveitið hefur kólnað bætið þá krydd- unum við það og hrærið saman og hellið út í skálina og hrærið allt saman í hrærivél.  Rúllið upp í mjóar lengjur og skerið í litla bita, gott er að setja svo beint í ísskáp meðan ísinn er gerður. Rjómaís 1 dós ca. 397 g af niðursoðinni sætri mjólk eða condensed milk (er oftast hjá kína- matnum) 1 tsk. vanilludropar 500 ml þeyttur rjómi 1 x 85 g poki Karamel Fudge (fæst í bök- unardeild)  Stífþeytið rjómann.  Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál.  Geymið eins og 3 msk. af karamellu-fudge til hliðar.  Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni og rest af karamellu- fudge varlega saman við í 3 hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju.  Setjið svo 1⁄3 af ísnum í mót og dreifið köku- deigi yfir.  Setjið svo aftur sama magn í formið og endur- takið með deigið.  Setjið svo restina af ísnum í mótið og dreifið deigi og karamellu-fudge sem var tekið til hliðar yfir.  Setjið svo í frysti í lágmark 8 klst., best yfir nótt. Heit þristasósa 270 g þristar 1 dl rjómi  Skerið hvern þrist í 3-4 bita og setjið í pott yfir miðlungshita.  Hellið 1 dl af rjóma yfir og hrærið reglulega í þar til sósan verður fallega slétt og glansandi.  Mér finnst best þegar nokkrir þristabitar eru ekki alveg bráðnaðir í sósunni og sósan er eins og smá kekkjótt. Rjómaís með engiferköku- deigi, karamellu-fudge og heitri þristasósu 600 g hveiti 1 tsk. borðsalt 30 g pessuger (fæst í kæli) 1 msk. akasíuhunang frá Himneskt 5 dl volgt vatn Ofan á: ½ dl ólífuolía 1 marinn geiralaus hvítlaukur Gróft salt 4-5 rósmaríngreinar  Hveiti og borðsalt er sett í hrærivélarskál og hært saman með króknum.  Pressuger, hunang og ylvolgt vatn er sett í litla skál og látið standa í eins og 5 mínútur, gott er að leysa gerið vel upp í vatninu.  Hellið næst gervatninu út í hrærivélarskálina og látið hnoð- ast þar til deigið hringar sig í fal- lega kúlu utan um krókinn.  Breiðið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 1 klst.  Gerið hvítlauksolíuna á meðan, en þá er mörðum hvítlauknum hrært við ólífuolíuna og látið standa meðan brauðið hefast.  Hitið næst ofninn á 180- 190°C blástur og hellið brauð- inu beint yfir á bökunarplötu með smjörpappír á (ekki hnoða neitt).  Penslið vel yfir deigið með hvítlauksolíunni og leyfið smá hvítlauk að vera með.  Saltið vel yfir með grófu salti og skerið svo 4-5 ræmur grunnt þvert yfir brauðið þar sem þið tyllið rósmaríngreinum ofan á.  Bakist í 40-50 mín. (gott að stinga hníf í miðju og ef ekkert kemur á hann er brauðið til). Þeytt öskusmjör 110 g smjör við stofuhita 2 msk. ískalt klakavatn (má vera búið að standa í frysti í nokkrar mínútur) Lava salt frá Saltverki  Smjör sett í hrærivél með þeyt- ara á og þeytt í 2 mínútur á lágum hraða. Hraðinn er svo hækkaður í hæsta og þeytt í eins og 2-4 mín- útur þar til smjörið er orðið létt og ljóst.  Setjið í fallega skál og dreifið Lava saltinu ofan á smjörið.  Gott er að hafa Lava salt með í lítilli skál á borði til að dreifa reglu- lega yfir efsta lagið á smjörinu. Heimabakað brauð með stökkri hvítlauks- og rósmarínskorpu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.