Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 21

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 21
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 21 Við einföldum jólin fyrir þig Hátíðasós Waldorf salatHátíðarrauðkál is a la mande Hátíðarsalat Fyrir 4 4 stórar skoskar rjúpur, stærri og eldri gerðin salt og nýmalaður pipar 4 msk. olía vatn þannig að fljóti yfir fuglana sósujafnari 1 - 1 ½ dl rjómi 1 msk. rifsberjahlaup 1 tsk. gráðostur  Kryddið fuglana með salti og pipar og steikið í vel heitum potti á öllum hliðum í 4-5 mínútur. eða þar til fuglinn er orðinn gullinbrúnn.  Bætið þá vatni í pottinn og hleypið suðunni rólega upp.  Veiðið þá sora og fitu af soðinu.  Sjóðið við vægan hita í 1 ½ klukkustund.  Sigtið þá soðið í annan pott og sjóðið það niður um 1⁄3.  Þykkið soðið með sósujafnara og bætið rjóma, rifsberjahlaupi og gráð- osti í sósuna.  Smakkið til með salti og pipar.  Berið rjúpuna fram með sósunni, Hasselback-kartöflum, Waldorfsalati, berjasoðnum perum og t.d. gljáðum beðum og soðnu spergilkáli. Rjúpa á gamla mátann borin fram með berjasoðnum perum, Hassel- back-kartöflum, Waldorfsalati og mömmusósu 2 græn epli, afhýdd, kjarn- hreinsuð og skorin í bita 1 sellerístöngull, skorinn í þunnar sneiðar 1 dl sýrður rjómi 2-3 msk. majónes 1 tsk. sítrónusafi ½ tsk. ljóst edik 1 tsk. sykur, má sleppa ¼ tsk. salt 1 dl rjómi, þeyttur 40 g valhnetur, gróft saxaðar steinlaus vínber, skorin til helm- inga  Setjið allt nema rjóma, valhnetur og vínber saman í skál og blandið vel saman.  Fellið rjómann varlega saman við.  Skreytið með valhnetum og vínberj- um.  Best er að laga salatið samdægurs. Waldorfsalat 4-6 bökunarkartöflur 30-50 g smjör, brætt salt og nýmalaður pipar  Hitið ofninn í 190°C.  Skerið vel af báðum endanum á kartöflum og skrælið þær með hníf þannig að þær verði 6-8 kanta.  Skerið þvert ofan í kartöflurnar með 2 mm millibili, niður í hálfa kartöfluna.  Þerrið kartöflurnar og setjið þær í ofnfast form.  Penslið þær með smjöri og kryddið með salti og pipar.  Bakið í 35 mínútur. Berjasoðnar perur 2 perur, skrældar og kjarnhreinsaðar 1 poki frosin blönduð ber ½ dl rauðvín 1 msk. berjasulta  Setjið allt saman í pott og hleypið suðunni upp.  Sjóðið við vægan hita í 3-5 mínútur eða þar til perurnar eru orðnar mjúkar. Hasselback-kartöflur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.