Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 25
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 25
2 stórar bökunarkartöflur
1-1,5 l grænmetisolía
salt
Hér þarf að nota mataryddara sem fæst
víða í búsáhalda- eða matvöruverslunum.
Flysjið kartöflurnar og skerið langsum í
tvennt, stingið gaffli djúpt í annan endann og
yddið með mjórra bitinu a yddaranum.
Hitið 1-1,5 lítra af olíu á pönnu þar til hún er
orðin vel heit.
Setjið eldhúspappír á disk og byrjið að
steikja kartöflurnar í nokkrum skömmtum,
ekki setja of mikið á pönnuna í einu.
Þegar stráin eru orðin fallega gyllt veiðið þá
upp úr olíunni og setjið á diskinn með eldhús-
pappanum og saltið létt yfir með fínu borð-
salti.
Stökk kartöflustrá
150 g kastaníusveppir
50 g smjör
1 geiralaus marinn hvítlaukur
Salt
Bræðið smjör á pönnu og skerið hvern
svepp í 2-4 hluta eftir stærð (ekki í skífur).
Merjið hvítlaukinn og geymið til hliðar.
Steikið sveppina nú í smjörinu og saltið,
steikið þar til þeir eru orðnir dökkir og fallega
glansandi.
Slökkvið undir pönnunni en haldið pönn-
unni á heitri hellunni, setjið nú hvítlaukinn yfir
og hrærið sveppina við og leyfið að standa
saman á heitri hellunni þar til hvítlaukurinn
hefur ögn mýkst og soðnað saman við.
Steiktir hvítlaukssveppir
1 geiralaus marinn hvítlaukur
150 g ferskir kastaníusveppir
½ box þurrkaðar svartar kantarellur frá
Borde
25 g smör til steikingar á sveppum
½ tsk. salt fyrir sveppi
50 g smjör
1 dl hveiti
4 dl volgt vatn
5 dl nýmjólk
1,5 dl rjómi
½ dl hreinn rjómaostur
2 msk. villikraftur
1 sveppateningur
1 pk rauðvínssósa
2 msk. púðursykur
1 msk. rifsberjahlaup
1 tsk. villijurtir frá Pottagöldrum eða
þurrkað timjan frá Santa María
½ tsk. borðsalt
svartur pipar
sósulitur
Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbein-
ingum á boxi og skerið svo smátt ásamt
ferskum sveppum.
Bræðið 25 g smjör á pönnu og merjið 1
geiralausan hvítlauk
Steikið bæði þurrkaða og ferska sveppi
upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk. af borð-
salti þar til þeir eru vel brúnir.
Setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið
undir pönnuni. Hafið áfram á heitri hellunni og
hrærið vel saman og leggið svo til hliðar.
Bræðið 50 g af smjöri í potti og setjið svo
hveitið út á og hrærið vel þar til verður að smjör-
bollu, hrærið í eina mínútu og hellið volgu vatn-
inu smátt og smátt út á meðan hrært er vel í á
meðan þykknar í glansandi silkimjúkan jafning.
Bætið næst púðursykri, rifsberjahlaupi,
villikrafti, sveppateningum, ½ tsk. af borð-
salti, pipar, villijurtum og duftinu úr rauðvíns-
súpunni út á og hrærið allt vel saman þar til
teningar eru fullleystir upp.
Setjið þá mjólk, rjóma og rjómaost út á og
hrærið vel saman og setjið sósulit út í þannig
að sósan verði fallega brún.
Setjið svo alla sveppi út í sósuna og hrærið
vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir.
Leyfið sósunni að sjóða í lágmark 30 mín-
útur eða lengur.
Smakkið til og saltið og piprið ef þarf.
Sveppasósa
með svörtum kantarellum
Allt hráefni fæst í
María Gomez er einn þekktasti bloggari og
áhrifavaldur landsins og ekki að ástæðulausu.
Uppskriftir hennar og ljósmyndir þykja fram-
úrskarandi og hún er alls óhrædd við að leika
sér með hráefni og hefðir og búa til eitthvað
algjörlega nýtt. Þess á milli heldur hún fast í
hefðirnar og blæs lífi í gamlar og góðar upp-
skriftir sem standa okkur nærri. Hér galdrar
María fram smjörsteiktar hreindýralundir með
meðlæti sem ætti að koma öllum í sannkallað
hátíðarskap.
María Gomez