Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020
Spennandi forréttir
Grafin önd Grafin gæs Reykt gæs
Forréttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2 stk. kengúrufille
kínversk fimm krydda blanda
salt
ferskar fíkjur
Kengúran þerruð og krydduð vel með kínversku fimm
krydda blöndunni og smá salti.
Þá er hún steikt á mjög heitri pönnu með olíu, steikt í um
það bil 20 sekúndur á hverri hlið, en hún á að fá góða skorpu á
allar hliðar en vera hrá í miðjunni.
Kæld niður og síðan skorin í þunnar sneiðar.
Borin fram með klettasalati, sýrðu fennel og ferskum fíkjum.
Kengúru-tataki
með ferskum fíkjum
og sýrðu fennel
2 stk fennel
1,5 dl sykur
1,5 dl eplaedik
1,5 dl vatn
3 anísstjörnur
Skorið er neðan af fennelnum og hann skorinn ör-
þunnt, best er að nota mandólín.
Þá er sykur, eplaedik, vatn og anísstjörnur sett í pott
og hitað upp að suðu.
Hellt yfir þunnt skorinn fennelinn.
Geymt í lokuðu íláti.
Sýrt fennel