Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 18

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 18
Dugar í um 10 glös/skálar (eftir stærð) Grauturinn 330 g Tilda Long Grain hrísgrjón (ósoðin) 1,6 l nýmjólk 2 vanillustangir 1 msk. smjör 2 msk. sykur ½ tsk. salt  Bræðið smjörið í stórum potti og hellið mjólkinni næst saman við og hitið að suðu.  Þá má hræra hrísgrjónunum saman við og gott er að hræra nokkrum sinnum í þeim fyrstu mínúturnar til að þau festist síður við botninn.  Lækkið hitann vel niður og bætið sykri og salti í pottinn.  Skafið fræin úr vanillustöng- unum og bætið saman við og leyfið stöngunum sjálfum að malla með í pottinum (takið þær síðan úr í lokin).  Grauturinn má malla við vægan hita í um 35 mínútur og gott er að hræra í honum nokkrum sinnum á meðan.  Grautinn þarf síðan að kæla áður en öðrum hráefnum er hrært saman við hann. Hægt er að útbúa grautinn sjálfan deginum áður og geyma í kæli. Önnur hráefni 250 ml rjómi 70 g flórsykur 100 g ristaðar möndluflögur kirsuberjasósa  Léttþeytið saman rjóma og flórsykur og vefjið varlega saman við kældan grautinn. Gott er að brjóta grautinn fyrst upp með gaffli.  Setjið graut í fallegar skálar/ glös, kirsuberjasósu yfir og að lokum ristaðar möndluflögur. Berglind Hreiðarsdóttir Ris a la mande 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Með Debic er leikur einn að útbúa dýrindis ís, ístertur og Créme Brûlée eins og á bestu veitingastöðum Verð frá 1.099kr/stk Vanillukex 120 g hveiti 15 g möndlumjöl 75 g mjúkt smjör 50 g flórsykur ½ egg smá salt smá vanilla  Öllu blandað saman og deigið látið standa í kæli yfir nótt.  Daginn eftir takið þið það úr kælinum og mýkið deigið í höndunum svo auðveldara sé að fletja það út.  Stingið út hringi í samræmi við formin og bakið á 180°C í 8- 10 mínútur eða þangað til gyllt. Sítrónu-ganache 120 g hvítt súkkulaði 40 g sítrónusafi 40 g rjómi  Sjóðið rjóma og sítrónusafa og blandið við súkku- laðið.  Setjið síðan í form og frystið. Vanillumús 3 g matarlím 50 g rjómi 200 g hvítt súkkulaði 1 vanillustöng 250 g léttþeyttur rjómi  Matarlím lagt í bleyti.  Bræðið hvítt súkkulaði í vatns- baði.  Hitið rjómann og bætið mat- arlíminu við.  Þessu er svo blandað við léttþeyttan rjóma.  Sprautið vanillumúsinni í formið og leggið frosnu fyllinguna í og lokið með vanillumús.  Sprautið afganginum í kúlulaga sílikonform til að nota sem jólahúfur. Gult og rautt glaze 10 g matarlím 150 g mjólkur- eða karamellusúkkulaði 100 g rjómi 50 g vatn 150 g glúkósi eða kornsíróp gulur matarlitur rauður matarlitur  Matarlím lagt í bleyti.  Vatn, glúkósi/síróp og sykur hitað að suðu.  Matarlíminu er svo bætt við og blöndunni hellt yfir súkkulaðið og rjómann.  Litið helminginn af glazinu rauðan og hinn helminginn gulan.  Takið eftirréttina og kúlurnar úr formunum og setjið á grind, hellið gula glaze-inu yfir eftirréttina og rauða glaze-inu yfir kúlurnar, athugið að glaze- ið þarf að vera 33-36°C og eftirréttirnir frosnir í gegn.  Takið gula eftirréttinn upp með tann- stöngli og dýfið varlega ofan í smá kókos svo hann hjúpi bara botninn, setjið varlega á vanillukexið.  Takið svo rauðu húfuna upp og gerið það sama og leggið ofan á gula eftirréttinn og setjið smá kók- os á toppinn. Ólöf Ólafsdóttir Jólasveinahúfa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.