Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 24

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Miðið við 250 g af hrein- dýralund á mann 200 g smjör 2 msk. ólífuolía gróft salt svartur pipar  Bræðið smjör á pönnu ásamt olíu við háan hita. Þegar orðið er vel heitt setjið þá lundirnar út á pönnuna.  Saltið vel og piprið og steikið í 3 mínútur en best er að taka tím- ann, gott er að veiða smjör upp með skeið og hella reglulega yfir lundirnar en ekki snúa lundinni, látið alveg vera á þessari hlið í 3 mín. (ef lundir eru þunnar steikið þá í 2 mín. á hvorri hlið).  Snúið svo lundunum yfir á hina hliðina og saltið og piprið aftur.  Steikið í 3 mínútur á þessari hlið og hellið smjöri af pönnu yfir.  Takið svo lundirnar af pönnuni og leggið á disk og breiðið ál- pappír yfir í 10 mín., takið tímann. Svona verða lundirnar fallega medium rare. Smjörsteiktar hreindýralundir með gljáðum gulrótum, nípu-purée, smjörsteiktum sveppum, kartöflustráum og súklegri sveppaósu 500 g lífrænt ræktaðar ís- lenskar gulrætur sem eru frekar mjóar 60 g smjör 2 msk. Akasíu-hunang frá Himneskt ½ tsk. hvítlauksduft (garlic powder) ½ tsk. fínt borðsalt svartur pipar ferskt timjan  Ekki nota dökkan pott í verkið, best er ljós pottur eða úr burst- uðu stáli. Setjið smjörpappa á bökunarplötu og raðið flysjuðum heilum gulrótum á plötuna.  Hitið næst ofninn í 190°C blástur.  Hitið svo smjörið í potti við vægan miðlungshita og látið bráðna.  Hrærið næst stöðugt í smjör- inu með písk þar til það verður á litinn eins og dökkt hunang og kemur eins og hnetukeimur af því, getur tekið 5-10 mín.  Slökkvið undir og setjið hun- ang, hvítkauksduft, salt og pipar út í pottinn og hrærið vel þar til allt er bráðnað vel saman.  Hellið svo yfir gulræturnar og veltið þeim vel upp úr gljáanum.  Stingið í ofn í 30-40 mín en snúið þeim eftir ca. 15 mín. í ofni.  Takið svo út þegar þær eru orðnar mjúkar og dreifið fersku timjan yfir. Hunangsgljáðar gulræt- ur með brúnu smjöri 500-600 g nípur, flysjaðar og skornar í teninga ½ bolli parmesan-ostur 1 bolli rjómi 1 bolli nýmjólk 30 g smjör 1 geiralaus marinn hvítlaukur 1 tsk. gróft salt ½ tsk. grófmalaður svartur pipar  Setjið mjólk og rjóma í pott og bætið niðurskornum nípum út í ásamt marða hvítlauknum og salti.  Látið sjóða í 15 til 20 mínútur eða þar til nípurnar eru orðnar mjúkar.  Slökkvið þá undir og hellið rjómablöndunni af í skál og setjið til hliðar  Bætið næst smjöri, parmesan og pipar út á nípurnar í pottinum og stappið vel saman með kartöflu- stappara eða gaffli og þynnið smátt og smátt með rjómablandinu sem þær voru soðnar í og stappið vel saman.  Setjið svo í blandara með rest af rjómablandi og maukið í örlitla stund þar til silkimjúkt en passið að gera ekki of lengi þá getur hún orð- ið límkennd.  Gott er að setja hana svo aftur í pott og leyfa henni að hitna ögn upp áður en borin er fram. Nípu-purée með par- mesan-osti. Hreindýr aðhættiMaríu Gomez Ljósmyndir/María Gomez

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.