Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Súrdeigsbrauð . hefðbundið . með kúmen . með spíruðum rúg . með trönuberjum og sólblómafræjum 879 kr/stk 800 g krónhjartarlund (skorin í fjóra bita) salt og pipar smjör/olía til steikingar  Látið kjötið standa úti á borði til að ná stofuhita.  Saltið og piprið vandlega.  Steikið á heitri pönnu þannig að kjötið sé jafnbrúnað.  Komið hitamæli fyrir í kjötinu og setjið í 130° heitan ofn og eldið að kjarnhita.  Látið standa í 10-15 mínútur undir álpappír til að jafna sig. Nípumauk 2 stórar nípur 1 kúfuð teskeið af Edmont Fallot-sinnepi 50 ml rjómi 50 g smjör salt og pipar  Flysjið og sjóðið nípurnar í söltu vatni.  Þegar þær eru mjúkar í gegn hellið þið vatninu frá.  Maukið saman með rjóma, smjöri, sinnepi, salti og pipar.  Haldið heitu. Karmelliserað grasker ½ „butternut“-grasker góð jómfrúarola salt og pipar ferskt timían til skreytingar  Flysjið og skerið graskerið í litla kubba – 1 cm.  Veltið upp úr olíu, salti og pipar.  Bakið í 180°C heitum ofni þar til þeir eru fallega brúnaðir. Gufusoðnar strengjabaunir strengjabaunir góð jómfrúarolía salt og pipar  Gufusjóðið strengjabaunirnar í nokkrar mínútur þar til þær eru mjúkar í gegn.  Veltið upp úr góðri jómfrúarolíu  Saltið og piprið. Villibráðarjól að hætti Læknirsins í eldhúsinu Snöggeldaður krónhjörtur með nípumauki, karamelliseruðu graskeri og Campofiorin-rauðvínssósu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 500 g nautahakk (eða hreindýrahakk en þá þarf ekki kraft) villibráðarkraftur ½ gulur laukur 2 hvítlauksrif smjör/olía til steikingar 500 ml Campofiorin-rauðvín (auðvitað má nota hvaða rauðvín sem er) 1 greinar af timían 500 ml kjúklingasoð 2 msk. smjör salt og pipar  Steikið hakk og lauk í smjöri þar til það fær á sig fallega brúnan lit. Saltið og piprið.  Undir lok steikingarinnar á kjötinu og lauknum bætið þið smátt skornum hvítlauk saman við og látið steikjast í nokkrar mínútur.  Gætið þess að brenna ekki laukinn eða hvítlaukinn.  Bætið rauðvíninu saman við og sjóðið upp ásamt timí- angreininni – og sjóðið niður þannig að það séu ekki nema kannski 50-70 ml af víni eftir á pönnunni.  Bætið næst kjúklingasoðinu saman við og sjóðið upp og síðan niður um rúmlega helming.  Síið sósuna í annan pott og bætið smjöri, litlu í senn, saman við á meðan þið hrærið jafnt og þétt. Þannig fær sósan á sig fallegan gljáa og aukna þykkt.  Saltið og piprið eftir smekk. Campofiorin- rauðvínssósa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.