Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 17

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 17
Botn 6 eggjahvítur 300 g sykur 2 tsk. maíssterkja (maizena) 1 tsk. sítrónusafi 1 tsk. vanilludropar  Stillið ofn á 105°C, efri og neðri hita.  Byrjið á því að setja eggjahvíturnar í hræri- vél og hræra létt saman í 1-2 mín.  Bætið þá sykrinum saman við smá í einu og stífþeytið.  Þegar hvíturnar og sykurinn eru orðin stíf- þeytt bætið þá restinni af hráefnunum saman við og blandið þeim saman við með sleikju.  Setjið 2-3 msk. fyrir hverja pavlovu á bök- unarpappír, þegar þið hafið deilt þeim niður sléttið hliðarnar á þeim og búið til smá holu í miðju hverrar köku, pláss fyrir fyllinguna.  Setjið inn í ofn í 1 klst og 15 mín. Slökkvið þá á ofninum og leyfið þeim að kólna í minnst 30 mín. í ofninum áður en hann er opnaður. Kaffirjómi með Daim 1/2 l rjómi 4 msk. kaffi, kælt 1 msk. flórsykur 100 g Daim  Léttþeytið rjómann og blandið saman við hann kaffi og flórsykri og hrærið vel saman.  Saxið súkkulaðið niður og blandið saman við rjómann. Samsetning  Þegar pavlovurnar eru orðnar kaldar fyllið þær með kaffirjómanum og skreytið með berj- um, súkkulaði-/karamellusósu eða því sem hugurinn girnist. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Mini pavlovur Allt hráefni fæst í Botn 240 g smjör 95 g marsipan 240 g sykur 240 g egg 234 g hveiti 10 g lyftiduft 1 tsk. negull 1 msk. kanill 1 tsk. engifer 2 msk. kakó  Sykri og marsipani blandað saman.  Síðan er smjörinu bætt út í og þeytið það vel.  Eggjunum bætt út í í þremur skömmtum.  Þegar þetta er komið vel saman þá er þurr- efnunum bætt við.  Deigið er síðan sett í form og bakað við 180°C í ca. 15-20 mín. Krem 650 g flórsykur 250 g rjómaostur 10 g vanillusykur 60 g smjör 60 g smjörlíki  Rjómaostur, vanillusykur og flórsykur þeytt saman.  Síðan er smjörinu og smjörlíkinu bætt sam- an við (ástæðan fyrir smjörlíkinu er að þá kem- ur betri þeyting á kremið og kakan getur staðið betur, smjör á stundum til að verða of lint).  Skreytt með skrautgreinum og rifsberjum. Ólöf Ólafsdóttir Jólakryddkaka FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 17 Jólatré með hindberjafyllingu Hindberjafylling 80 g sykur 175 g hindberjapúrra 3 g matarlím  Matarlím lagt í bleyti.  Púrra og sykur hitað upp og matarlími bætt við.  Setjið svo í form og frystið. Hindberjapúrra Afþíðið ca. 500 g af frosnum hindberjum og setjið í gegnum djúsara, ef ekki þá mat- vinnsluvél og sigtið safann frá. Mjólkursúkkulaðimús 68 g mjólk 105 g mjólkursúkkulaði 136 g léttþeyttur rjómi 2 g matarlím  Matarlím lagt í bleyti.  Mjólk hituð að suðu og matar- lími bætt út í.  Þegar blandan er 32-35°C er henni blandað varlega saman við léttþeyttan rjóma.  Sprautið músinni í hálft formið, leggið fyllinguna í og fyllið restina upp með mús.  Frystið yfir nótt. Súkkulaðibotn 75 g smjör 1 egg 130 g sykur 1 tsk. vanillusykur 1 msk. kakó 100 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 130 g mjólk  Bræðið smjörið og látið það kólna aðeins.  Hrærið egg og sykur saman þar til bland- an verður ljós.  Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn.  Bætið smjörinu og mjólkinni saman við og blandið öllu vel saman. Setjið deigið í smurt form.  Bakað við 180°C í 15-20 mín. og látið kólna.  Stingið út litla hringi og notið sem „stofninn“ á trénu. Samsetning  Hjúpið tréð með hvítu súkkulaði sem þið litið með smá grænum matarlit. Athugið að matarliturinn þarf að vera fituuppleysanlegur eða nota candyme.ts-súkku- laði.  Sprautið smá súkkulaði á súkkulaðikökuna og leggið tréð ofan á.  Leggið tréð ofan á van- illukexið og skreytið með gulli eða flórsykri. Ólöf Ólafsdóttir Kampavínsmús með hindberjum 2 g matarlím 200 g karamellu- eða mjólkursúkkul- aði 80 g kampavín (má vera freyðivín en ekki of sætt) 20 g sítrónusafi 200 g léttþeyttur rjómi hindber  Leggið matarlím í bleyti.  Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða í ör- bylgjuofni.  Hitið kampavín og sítrónusafa og kreist- ið vatnið úr matarlíminu og bætið við.  Hellið þessu svo yfir súkkulaðið og blandið.  Svo er blandað þessu varlega við rjómann.  Eftir þetta er músinni sprautað í form og 2-3 hindber sett í hvert form (mega vera frosin hind- ber).  Ef um steypt form er að ræða skal setja eftirréttina í frysti, en ef á að nota eftirréttaglös þá skal setja í kæli. Vanillukex 120 g hveiti 15 g möndlumjöl 75 g mjúkt smjör 50 g flórsykur ½ egg smá salt smá vanilla  Öllu blandað sam- an og deigið látið standa í kæli yfir nótt.  Daginn eftir takið þið deigið úr kælinum og mýkið það í höndunum svo auðveldara sé að fletja það út.  Stingið út hringi í samræmi við formin og bakið á 180°C í 8-10 mín. eða þangað til gyllt Gull-glaze 10 g matarlím 150 g mjólkur- eða karamellusúkku- laði 100 g rjómi 50 g vatn 150 g glúkósi eða kornsíróp 150 g sykur gullduft  Matarlím lagt í bleyti.  Vatn, glúkósi/síróp og sykur hitað að suðu.  Kreistið matarlímið og bætið því út í og hellið blöndunni yfir súkku- laðið og rjómann og blandið vel saman.  Gulldufti er svo hrært saman við eftir smekk.  Takið eftirréttina úr formunum og setj- ið á grind og hellið glaze-inu yfir. Athugið að glaze-ið þarf að vera 33-36°C og eftirréttirnir frosnir í gegn.  Takið eftirréttina varlega upp og setjið á vanillukexið. Ólöf Ólafsdóttir Kampavínseftirréttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.