Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 19

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 19
Uppskrift dugar í 5-7 glös (eftir stærð) 4 eggjarauður 140 g flórsykur 500 g mascarpone-rjómaost- ur við stofuhita fræ úr einni vanillustöng 190 ml rjómi – þeyttur 230 ml sterkt uppáhellt java mokka-kaffi frá Te & kaffi (kælt) 4 msk. Galliano Ristretto strong espresso um 2 pk Lady fingers-kex (hver pakki 125 g) bökunarkakó til skrauts  Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og þykk blanda myndast eða í um 5 mín- útur.  Bætið þá mascarpone-osti og fræjum úr vanillustöng saman við og þeytið vel áfram þar til vel blandað.  Vefjið næst þeytta rjómanum saman við með sleif.  Hellið kaffi og Galliano Ristretto saman í djúpan disk sem auðvelt er að dýfa kexinu í.  Dýfið Lady fingers-kexi snöggt í vökvann á báðum hliðum og raðið í botninn á glösunum, brjótið nið- ur eftir hentugleika (passið að gegnbleyta þá ekki því þá verða þeir linir og slepjulegir).  Gott er að setja eggjablönduna í sprautupoka og sprauta yfir kex- ið áður en næsta lag er sett ofan á með sambærilegum hætti.  Plastið og kælið í að minnsta kosti fjórar klukkustundir (eða yfir nótt).  Setjið að lokum bökunarkakó í sigti og stráið yfir glösin. Uppskrift: Berglind Hreiðarsdóttir Tiramisu í glösum Jólakúla 10 g sítrónusafi smá vanilla 220 g létt þeyttur rjómi  Matarlím lagt í bleyti.  Bræðið hvítt súkkulaði í vatnsbaði eða örbylgjuofni.  Hitið smá af púrrunni, kreistið vatnið úr matarlíminu og bræðið í jarðarberjapúrrunni.  Allri jarðarberjapúrunni er svo blandað við súkkulaðið, kælið svo niður í ca. 36°C og að lokum er þessu varlega blandað við rjómann.  Músinni er svo sprautað í form og jarðarberjafyllingin sett í miðjuna, þetta er svo sett í frysti yfir nótt. Ljósbleikur glaze 10 g matarlím 150 g mjólkursúkkulaði eða karmellusúkkulaði 100 g rjómi 50 g vatn 150 g glúkósi eða kornsíróp Smá af bleikum matarlit  Matarlím lagt í bleyti.  Vatn, glúkósi/kornsíróp og sykur hitað að suðu.  Kreistið vatnið úr matarlíminu og bætið út í.  Blöndunni er svo hellt yfir súkkulaðið og rjómann.  Örlítið af bleikum matarlit sett út í.  Takið eftirréttina úr forminu og setjið á grind og hellið glaze yfir. Athugið að glaze-inn þarf að vera á milli 33- 36°C og eftirréttirnir að vera frosn- ir í gegn.  Takið eftirréttinn varlega upp og setjið á vanillukexið. Ólöf Ólafsdóttir Vanillukex 120 g hveiti 15 g möndlumjöl 75 g mjúkt smjör 50 g flórsykur ½ egg Smá salt Smá vanilla  Öllu blandað saman og deigið látið standa í kæli yfir nótt.  Takið það daginn eftir úr kælinum og mýkið deigið í hönd- unum svo auðveldara sé að fletja það út.  Stingið út hringi í samræmi við formin og bakið á 180°C í 8-10 mín., eða þangað til gyllt. Jarðarberjapúrra  Afþíðið ca. 500 g af frosnum jarðarberjum og setjið í gegnum djúsara, ef ekki þá matvinnsluvél og sigtið saf- ann frá. Jarðarberjafylling 80 g sykur 175 g jarðarberjapúrra 3 g matarlím Ca. 3 stór jarðarber eða 5 lítil skorin í litla teninga  Matarlím lagt í bleyti.  Púrra og sykur hitað upp, kreistið vatnið úr mat- arlíminu og bætið því við.  Látið kólna smá, bætið síðan jarðarberja- teningunum við.  Setjið svo í form og frystið. Jarðarberjamús 3 g matarlím 220 g hvítt súkkulaði 100 g jarðarberjapúrra FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 19 Jólasörur 25 stk 4.890 kr/pk Jólasörurnar frá MOON veitingum eru handgerðar af faglærðum matreiðslu- meisturum. Framleiddar úr íslensku gæðahráefni og koma í vönduðum 100% umhverfisvænum umbúðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.