Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 22

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 22
1 lítið fennel 1 lítið rautt epli 1 tsk. andakraftur 1 peli rjóma ½ tsk. fennelduft 1 bolli vatn  Fennelið er snyrt, grænu stráin tekin í burtu, skorið í tvennt og miðjurótin tekin burt og saxað í litla bita.  Eplið flysjað og skorið í bita.  Fennelið og eplið sett í pott ásamt öllu hinu og soðið við vægan hita í 45 mínútur þangað til þetta lítur út eins og þykkur barnagrautur með kögglum í.  Ef tilfinning er að músin sé orðin of þykk þá má bæta smá vatni í og að lokum er kryddað með salti og pipar eftir smekk.  Síðan er músin kæld niður og sett í bland- ara og maukuð mjög vel.  Músin geymist í lokuðu íláti í viku í ísskáp.  Fennelmúsin er borin fram volg. Fennelmús 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Forréttur Léttsteiktar gæsabringur 2 stk. gæsabringur 2 msk. smjör salt og pipar ferskt rósmarín og timjan  Takið gæsabringurnar úr kæli u.þ.b. 5 klukkustundum áður. Snyrtið og steikið upp úr smjöri á 75% krafti á pönnunni.  Kryddað með salti, pipar og fersku smá- söxuðu rósmarín og timjan.  Steikið um hálftíma fyrir framreiðslu þannig að þær séu aðeins volgar. Skornar í 5 mm þykkar sneiðar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sykurlausar freistingar að hætti Óskars Finnssonar 4 stk. andabringur salt og pipar eftir smekk  Andabringurnar þurfa að vera í stofuhita í u.þ.b. 5 klukkustundir.  Takið örlítið af fitunni af köntunum.  Kryddið með salti og pipar áður en þær eru settar á kalda pönn- una. Athugið að fituhliðin snýr niður, sett á kalda pönnu og svo kveikt undir á meðalhita.  Steikt í 4-5 mínútur á fitunni eða þangað til fitan er orðin vel stökk, síðan snúið við og steikt örlítið. Bringan er steikt 80 til 90% af tímanum á fituhliðinni.  Sett í ofn í 6-8 mínútur (eftir þykkt) á 200°C, fitan snýr niður.  Teknar úr ofni, settar á disk og látnar jafna sig í góðar 5 mínútur.  Skornar í rúmlega ½ cm þykkar sneiðar. með sellerírótarmús, trönufíkju-chutney, heimagerðu rauðkáli og Waldorf-salati Stökk jólaönd Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og það eru orð að sönnu í Finnsson-fjölskyld- unni, eins og hún er oft kölluð, með sjálf- an Óskar Finnsson, meistarakokk og veit- ingamann, í broddi fylkingar. Veitingarekstur hefur verið hluti af fjöl- skyldulífinu alla tíð og hafa bæði börnin, Klara og Finnur, fetað í fótspor foreldra sinna. Fjölskyldan er einstaklega sam- rýnd og veit fátt skemmtilegra en að elda saman góða máltíð og njóta. Hér reiðir Óskar fram máltíð sem er sykurlaus og hentar því þeim sem eru á sykurlausu mataræði. Óskar Finnsson og fjölskylda 2-3 fíkjur 4 þykkar sneiðar af Dímon-osti brómber  Fíkjan er skorin í tvennt og sett undir grillið í ofninum með þykkri sneið af Dímon-osti.  Skreytið diskinn með brómberjum. Fíkjur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.