Morgunblaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 7
1 kg sætar kartöflur
3 dl rjómi
5 dl vatn
1 msk. salt
5 msk. púðursykur
1 stk. klementína – safi
Sætu kartöflurnar flysjaðar og
skornar í litla bita, settar í pott með
rjómanum, vatninu og saltinu, soðn-
ar þar til vel mjúkar.
Þá er mesti vökvinn sigtaður frá
og kartöflurnar maukaðar.
Þá eru þær kryddaðar með púð-
ursykrinum og klementínusafanum,
smakkaðar til með salti og pipar.
2-3 dl sykurpúðar
1 dl kornflex
Músin er þá sett í eldfast mót og
sykurpúðum stráð yfir hana, hægt er
að nota mini-sykurpúða eða skera
niður stærri sykurpúða.
Sett inn í ofn á 180°C þar til syk-
urpúðarnir eru farnir að brúnast
smá.
Þá er kornflexi stráð yfir og sett í
auka 5 mínútur í ofninn.
2 pk. tilbúin kalkúnafylling með beikoni og döðlum
4 dl þurrkuð kirsuber
3 dl pekan-hnetur
Pekan-hneturnar eru skornar smátt, ristaðar snöggt á
pönnu og blandað saman við fyllinguna ásamt kirsuberj-
unum.
Síðan er fyllingin hituð upp eftir leiðbeiningum á
pakka.
Kalkúnafylling Sætkart-
öflumús
1 stk. rauðkálshaus lítill
2 msk. olía
1 stk. grænt epli
1 stk. rauðlaukur
1 stk. appelsína – zest og safi
¾ dl eplaedik
1 ½ dl vatn
2 msk. púðursykur
4 stk. anísstjörnur
Rauðkálið skorið þunnt á mandólíni eða í matvinnsluvél.
Það er steikt í olíunni við lágan hita. Þá er eplið og lauk-
urinn flysjað, skorið smátt og bætt út í ásamt zestinu og
safanum af appelsínunni, edikinu, vatninu, púðursykrinum
og anísstjörnunum.
Látið malla í um það bil klukkutíma en passa þarf að
vökvinn gufi ekki alveg upp.
Anísstjörnurnar eru veiddar upp úr og rauðkálið smakk-
að til með salti og púðursykri.
Rauðkál
Allt hráefni fæst í