Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 9
½ haus hvítkál
1 lítil dós ananaskurl
½ l þeyttur rjómi
5-6 msk. mayo
Hvítkálið skorið eða rifið niður smátt, safinn sigtaður
vel af ananaskurlinu.
Þeytta rjómanum og mayonesinu blandað saman og
hrært út í hvítkálið og ananasinn.
Geymist í kæli í 2 – 3 klukkutíma áður en borðað.
Hvítkálssalatið
hennar mömmu
Allt hráefni fæst í
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 9
2 pakkar andalæri
Andalærin koma tilbúin í vakúmpoka, hægeld-
uð í sinni eigin fitu.
Gott er að láta lærin liggja í heitu vatni í 15-20
mínútur svo auðveldara sé að losa þau heil úr
pokanum og þau eru orðin nokkuð heit í gegn.
Þá eru þau einfaldlega þerruð lítillega, söltuð
og steikt á pönnu, fyrst með skinnhliðina niður, en
það verður að fara varlega þar sem fitan getur
verið að spýtast í allar áttir.
Steikt þar til skinnið er stökkt og þá snúið við
og steikt örlítið á hinni hliðinni.
Confit-
andalæri
Sveppa-risotto
300 g sveppir
150 g kastaníusveppir
1 stk. laukur
4 stk. hvítlauksgeirar
4 greinar timjan
40 g smjör
400 g arborio-hrísgrjón
2 ½ dl hvítvín
1 stk. sítróna – zest og safi
1 – 1 ½ l soðið vatn
2 msk. andakraftur
1 ½ dl parmesanostur rifinn
Sveppirnir skornir í sneiðar, steiktir á pönnu
með smá af smjörinu, salti og pipar, settir til
hliðar.
Laukur og hvítlaukur skorinn smátt niður,
timjanið pillað af greininni, svitað í potti með
smjörinu þar til laukurinn er orðinn glær, ekki
brúna hann.
Þá er grjónunum bætt út á og hrært vel í
pottinum í um það bil 2 mínútur og þá er hvít-
víninu hellt út á og látið sjóða vel niður.
Í öðrum potti er vatnið og andakrafturinn
hitað upp saman.
Þegar hvítvínið hefur soðið vel niður er
byrjað að ausa andasoðinu út á grjónin, gott
er að setja bara eina ausu í einu og hræra vel í
á milli og leyfa grjónunum að draga í sig soð-
ið.
Í lokin þegar soðið er allt komið út í og
grjónin orðin soðin er steiktu sveppunum, sí-
trónu-zestinu, safanum og parmesanostinum
hrært saman við og smakkað til með salti.
4 stk. græn epli
2 stk. sellerístönglar
1 dl þurrkaðar apríkósur
1 dl vínrauð vínber
1 dl pekan-hnetur
3 dl súrmjólk
1 dl Egils appelsínuþykkni
2 dl rjómi
Byrjað er á því að þeyta rjómann og honum síðan
blandað út í súrmjólkina og appelsínuþykknið, þá er
sósan á salatið klár.
Eplin og vínberin skorin í meðalstóra bita, selleríið,
apríkósurnar og hneturnar skornar smátt.
Síðan er öllu einfaldlega blandað saman.
Öðruvísi
jólaeplasalat