Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 5
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 5
Gæsabringur
4.999kr/kg
Canard confit andalæri 550 g
2.399kr/pk
Andabringur
2.899kr/kg
Hátíðarmatur í úrvali
2 gæsabringur
80 g blóðbergssalt (Arctic thyme salt)
50 g púðursykur
Himan af gæsabringunum hreinsuð vel af, þá eru bringurnar
þerraðar og kryddaðar með salti og púðursykri.
Látnar liggja í kæli yfir nótt.
Þá eru þær skolaðar, þerraðar og settar í næstu blöndu.
3 msk. gróft salt
3 msk. rósapipar
2 msk. kóríanderfræ
1 msk. anísfræ
1 msk. grænmetisblanda frá Kryddhúsinu
1 msk. einiber
Þessi blanda er marin saman í morteli eða sett í blandara og
stráð vel yfir gæsabringurnar og aftur eru þær geymdar í kæli
yfir nótt.
Þá eru þær tilbúnar til að borða, bæði er hægt að skola þær
eða bara skera þær beint með kryddblöndunni utan á.
Grafin gæs
með sýrðum rauðlauk
og cumberlandsósu
1 stk. rauðlaukur
1,5 dl vatn
1,5 dl rauðvínsedik
1,5 dl sykur
Laukurinn skorinn örþunnt, best er að nota mandólín.
Hann er þá settur í sjóðandi vatn í um það bil 45 sek-
úndur og síðan snöggkældur en það er gert til að ná
mesta biturleikanum úr lauknum.
Þá er sykur, vatn og edik hitað saman upp að suðu og
hellt yfir laukinn.
Geymist í lokuðu íláti.
Cumberland-sósan var keypt tilbúin í Hagkaup.
Sýrður rauðlaukur
½ - 1 stk. grafin gæsabringa
4 stk. skallottlaukur
1⁄3 box graslaukur
1 stk. klementína – zest og safi
3 msk. klementínuolía
salt
norðlenskt laufabrauð frá Gamla Bakstri
trönuberjasulta
Gæsin, laukurinn og graslaukurinn skorið smátt og blandað saman í skál
með klementínu-zestinu, safanum og klementínuolíunni, smakkað til með salti.
Laufabrauð brotið niður, smurt með trönuberja-sultu og tartarinn þar ofan á.
með norðlensku laufabrauði
og trönuberjasultu
Grafinn
gæsa-tartar