Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 16
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jólatréð gerði Chidapha Kruasaeng 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Bollur 500 g sterkt hveiti 50 g sykur 20 g púðursykur 7 g salt 10 g þurrger 4 egg 150 ml vatn 150 g mjúkt smjör Kanilsykur til að rúlla upp úr Fylling 2 epli skorin í örþunnar sneiðar 70 g smjör 120 g púðursykur 4 g kanill 100 g ristaðar heslihnetur, smátt saxaðar  Setjið allt nema smjörið í hrærivélarskálina og hnoðið í 7 mínútur hægt og 3 mínútur hratt.  Lækkið hraðann og bætið smjörinu við í litlum skömmtum. Þegar allt smjörið er komið saman við er hraðinn hækkaður aftur og hrært í nokkrar mínútur eða þar til deigið er farið að losna frá hliðum skálarinnar, orðið slétt, teygj- anlegt og glansandi.  Setjið filmu yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í skálinni þar til það hefur a.m.k tvöfald- að sig.  Þegar það hefur tvöfaldað sig er deigið vigtað í 50 g stykki og kúlað.  Þegar þið hafið kúlað allar bollurnar eru þær færðar yfir á bökunarplötu sem hefur ver- ið pappírsklædd og hveitistráð. Setjið plast- filmu yfir plötuna og leyfið bollunum að hefast þar til þær hafa tvöfaldað sig eða í um 1-2 klukkustundir.  Hitið olíuna í potti upp í 180°C. Þegar olían er orðin vel heit er berlínarbollan sett ofan í pottinn.  Steikið berlínarbolluna þar til hún er orðin fallega brún eða í um 2 mínútur á hvorri hlið.  Takið berlínarbolluna úr pottinum, leggið hana á eldhúspappír og leyfið olíunni að renna af.  Á meðan berlínarbollan er enn þá volg er henni velt upp úr kanilsykri.  Á meðan þær kólna búið þið til fyllinguna.  Byrjið á að bræða smjörið.  Þegar smjörið er alveg bráðnað er púð- ursykrinum bætt saman við og þessu hrært vel saman.  Síðan er restinni bætt saman við og þessu leyft að malla saman þar til karamellan þykkn- ar og eplin eru vel þakin.  Setjið fyllinguna í sprautupoka.  Stingið gat á berlínarbollurnar.  Sprautið fyllingunni inn í berlínarbollurnar þar til hún kemur upp úr gatinu. Elenora Rós Georgesdóttir Berlínarbollur með eplafyllingu Vatnsdeigsbollur 150 ml mjólk 150 ml vatn 255 g smjör 5 g sykur 3 g salt 225 g hveiti 7 egg Craquelin 200 g smjör 270 g púðursykur 270 g hveiti  Byrjið á að búa til craquelin en það er kex sem fer ofan á bollurnar og gerir þær margfalt betri.  Hnoðið allt saman og kælið á meðan þið búið til vatnsdeigsbollurnar.  Fyrir vatnsdeigbollurnar byrjið á að hita mjólk, vatn, smjör, salt og sykur þar til suða kemur upp.  Hveitinu bætt saman við og massinn rist- aður þar til hann er kominn saman og hættur að festast við hliðarnar.  Settu deigið í hrærivél með spaða og hrærðu til að kæla deigið, hrærðu þar til þú getur komið við skálina og hún er volg eða næstum köld.  Bættu eggjunum saman við í skömmtum.  Sprautaðu deiginu á plötur.  Rúllið út craquelin-kexdeiginu og skerið út litla hringi í svipaðri stærð og bollurnar.  Leggið einn kexhring á hverja bollu.  Bakaðu við 180 gráður í 20-25 mínútur. Fylling 460 g rjómi 110 g Baileys 120 g flórsykur 250 g Nutella  Þeytið saman rjóma, Baileys og flórsykur þar til blandan er orðin aðeins stíf eða eins og léttþeyttur rjómi.  Skerið vatnsdeigsbollurnar í tvennt og fyllið botninn með Nutella.  Sprautið svo rjómablöndunni á nutella- botninn og lokið vatnsdeigsbollunni.  Sigtið smá flórsykur yfir til skreytingar. Elenora Rós Georgesdóttir Vatnsdeigsbollur með Baileys- & Nutella-fyllingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.