Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 20

Morgunblaðið - 10.12.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2020 Fyrir 4 6 ungar skoskar rjúpur 4 msk. olía salt og nýmalaður pipar vatn, þannig að fljóti yfir beinin  Skerið bringur og læri af rjúpunum.  Höggvið beinin í 3-4 cm bita.  Hitið olíu í potti og brúnið beinin og lærin við góðan hita í 4-5 mínútur eða þar til allt verður gullinbrúnt.  Kryddið með salti og pipar.  Hellið vatni í pottinn og hleypið suðunni rólega upp.  Veiðið allan sora og fitu af soðinu.  Sjóðið við vægan hita í 1½ klukkustund.  Sigtið þá soðið í annan pott og sjóðið niður um helming.  Geymið lærin og haldið heitum. Rjúpusósa 2 skallottlaukar eða einn lítill laukur, smátt saxaður 2 msk. olía 1 tsk. steyttur rósapipar 1 tsk. steytt súmak 1 tsk. steyttur kóríander 1⁄3 tsk. steyttur kanill 1 tsk. steyttur svartur pipar 1 msk. balsamgljái 1-2 dl kirsuberjasósa frá Den gamle fabrik rjúpusoðið sósujafnari 40 g kalt smjör, skorið í teninga salt  Blandið öllu kryddinu saman.  Hitið olíu í potti og látið laukinn krauma í 2 mínútur án þess að brúna hann.  Bætið helmingnum af kryddblöndunni í pottinn og látið krauma 1 mínútu.  Afgangurinn af kryddblöndunni er notaður til þess að krydda kjötið.  Þá er balsamgljáa, kirsuberjasósu og soði bætt í pottinn. Sjóðið í 5 mínútur.  Þykkið þá sósuna með sósujafnara.  Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri smátt og smátt í sósuna og hrærið stöðugt í á meðan.  Eftir það má sósan ekki sjóða.  Sigtið sósuna, smakkið til með salti og berið fram. Kjötið 2 msk. olía rjúpubringur afgangurinn af kryddblöndunni 1½ tsk. saltflögur  Kryddið bringurnar með kryddblöndunni og steikið á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru fallega brúnar.  Færið þá bringurnar í ofnskúffu og í 170°C heitan ofn í 3 mínútur.  Takið þá bringurnar úr ofninum í 3 mínútur.  Endurtakið þangað til bringurnar eru bún- ar að vera í ofninum í 9 mínútur.  Saltið þá bringurnar.  Berið bringurnar fram með sósunni ásamt lærunum, röstikartöflum, nípu- og peru- mauki, brenndum fíkjum, gljáðum smárauð- lauk og t.d. bökuðu rótargrænmeti. Rösti- kartöflur 500-600 g kartöflur, rifnar í rifjárni 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir 1-2 msk. timían salt og nýmalaður pipar 1 dl olía  Kreistið allan safa úr rifnu kartöflunum og blandið hvítlauk, timían, salti og pipar saman við þær.  Hitið ½ dl af olíu á pönnu og steikið kart- öflublönduna í 5 mínútur við meðalhita eða þar til hún er orðin fallega gullinbrún.  Snúið þá kartöflukökunni við og bætið af- ganginum af olíunni á pönnuna, steikið í 5 mínútur til viðbótar.  Færið kartöflukökuna yfir í ofnskúffu og bakið í 180°C heitum ofni í 10 mínútur. Nípu- og perumauk 200 g nípur, skrældar og skornar í 2 x 2 cm teninga 2 dl rjómi 150 g perur, skrældar og skornar í 2 x 2 cm bita 1 msk. smjör salt og nýmalaður pipar  Sjóðið nípurnar í rjóma við vægan hita í 10-12 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.  Steikið perurnar á vel heitri pönnu í smjöri í 3-4 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar.  Færið perurnar ásamt nípum og rjóma í matvinnsluvél og maukið vel.  Kryddið til með salti og pipar. Brenndar fíkjur 2-3 fíkjur, skornar í báta 2 msk. sykur  Veltið fíkjunum upp úr sykri og brennið með brule-brennara eða snöggsteikið í olíu á vel heitri pönnu í 30 sekúndur á hvorri hlið. Gljáður perlulaukur 200 g perlulaukur 2 msk. olía 2-4 msk. sykur 2 msk. balsamedik 1 dl rauðvín eða portvín 2 timíangreinar 1 lárviðarlauf salt og nýmalaður pipar  Setjið lauk í pott með köldu vatni þannig að rétt fljóti yfir.  Hleypið suðunni upp og kælið svo laukinn strax undir köldu rennandi vatni.  Skrælið laukinn og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu þar til hann er orðinn fallega brúnn.  Stráið sykri á pönnuna og látið krauma þar til sykurinn fer að dökkna.  Bætið balsamediki á pönnuna ásamt rauðvíni, timían, lárviðarlaufi, salti og pipar og sjóðið niður um helming.  Berið fram kalt eða heitt. Matreiðslumeistarinn Úlfar Finn- björnsson þykir flestum fremri þeg- ar kemur að matreiðslu á villibráð. Bækur hans hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal landsmanna og eru uppskriftir hans í hávegum hafðar. Sjálfur segist Úlfar alltaf nota hefðbundnu aðferðina á jólarjúp- una því hann sé alinn upp við hana en hér deilir hann tveimur ólíkum eldunaraðferðum á rjúpu sem hvor um sig stendur fyrir sínu. Úlfar Finnbjörnsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rjúpur á tvo vegu aðhætti Úlfars Finnbjörnssonar Léttsteikt rjúpa með rósapipar, súmaki, kóríander og kanil, borin fram með röstikartöflum, kirsuberjasósu og nípu- og perumauki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.