Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20
Á árunum 1930–1933 flutti Jónas frá Hriflu ítrekað
frumvarp til laga um stofnun Fimmtardóms sem kæmi
í stað Hæstaréttar. Með þessu ætlaði hann að losna við
sitjandi hæstaréttardómara og gera æðsta dómstólinn
háðari framkvæmdarvaldinu. Litlu munaði að honum tækist
ætlunarverk sitt en vegna andstöðu í eigin flokki varð hann
að láta í minni pokann og því varð frumvarpið ekki að lögum.
Árið 1935, í stjórnartíð Alþýðuflokks og Framsóknarflokks,
voru hins vegar samþykkt ný hæstaréttarlög. Í kjölfarið voru
tveir af þremur föstum dómurum réttarins, Eggert Briem
(68 ára) og Páll Einarsson (67 ára), leystir frá embætti. Þeir
höfðu náð 65 ára aldri og því var ráðherra heimilt að óska
eftir því að konungur leysti þá frá störfum. Í þeirra stað voru
skipaðir ungir menn sem voru valdhöfunum þóknanlegir.
Í breyttum heimi
Af ýmsum ástæðum sem of langt mál er að fara út í hér
skapaðist að mestu pólitískur friður um Hæstarétt á síðari
hluta fjórða áratugarins og má segja að sú sátt hafi haldið
næstu áratugina. Með opnari þjóðfélagsumræðu og
tilkomu rannsóknarblaðamennsku á síðasta aldarfjórðungi
tuttugustu aldar beindust spjótin að Hæstarétti í auknum
mæli. Oftar en ekki snerist gagnrýnin þó fremur að göllum
í dómskerfinu í heild sinni heldur en réttinum sérstaklega.
Á undanförnum áratugum hefur skipun í embætti
hæstaréttardómara stundum vakið deilur, meðal
annars vegna kynjasjónarmiða. Hæstiréttur var lengst af
karlavígi en 1. júlí 1986 var Guðrún Erlendsdóttir skipuð
hæstaréttardómari fyrst kvenna. Síðan þá hafa konur
ævinlega verið í miklum minnihluta dómaranna. Á sama
tíma hefur konum fjölgað mikið í flestum störfum sem
snerta málflutning.
Frá stofnun lýðveldisins hefur forseti Íslands skipað dómara
við Hæstarétt samkvæmt tillögu ráðherra. Nú hefur þetta
vald ráðherra verið takmarkað með það fyrir augum að
skipun í embætti dómara verði eins fagleg og hlutlæg
og kostur er. Leggur sérstök dómnefnd mat á hæfni
umsækjenda um dómaraembætti og skilar rökstuddri
greinargerð þess efnis til ráðherra.
Hneykslismál hafa verið sjaldgæf í sögu réttarins en þó
komið fyrir. Á sjöunda áratugnum sagði hæstaréttardómari
af sér embætti eftir að hafa orðið uppvís að milligöngu
um víxillán og árið 1989 var forseta Hæstaréttar leystur
frá embætti fyrir ótæpilega notkun áfengishlunninda en
þau hafði hann sem einn af handhöfum forsetavalds. Bæði
málin vöktu mikið umtal sem undirstrikar þá miklu ábyrgð
Guðmundar- og Geirfinnsmálið er án efa umfangsmesta og umdeildasta dómsmál sem komið hefur til kasta Hæstaréttar Íslands. Kvað rétturinn upp
dóm í málinu 22. febrúar 1980 og sakfelldi sex ungar manneskjur. Myndin er tekin í Hæstarétti 27. september 2018 eftir að rétturinn sýknaði fimm
sakborninga í kjölfar þess að endurupptökunefnd féllst á að taka málið upp að hluta. Fremst til hægri er Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður,
verjandi eins sakborninganna. (Ljósmynd Arnþór Gunnarsson.)