Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 11 sem hvílir á dómurum æðsta dómstóls þjóðarinnar og mikilvægi þess að þeir hafi hreinan skjöld. Ekki fer hjá því að einstaka dómar Hæstaréttar hafi orðið umdeildir meðal þjóðarinnar. Má nefna að á undaförnum áratugum hafa sumir dómar í kynferðisafbrotamálum valdið úlfúð vegna þess að þeir hafa þótt of vægir. Þá hefur kvörtunum vegna allmargra dóma íslenskra dómstóla (í flestum tilvikum Hæstaréttar) í meiðyrðamálum gegn fjölmiðlafólki verið beint til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hefur dómstóllinn ítrekað dæmt dómþolum í vil og þar með komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland fullgilti árið 1953 og lögfesti 1994. Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki áfrýjunardómstóll og getur þar af leiðandi ekki fellt úr gildi dóma íslenskra dómstóla. Engu að síður hafa dómar Mannréttinda- dómstólsins haft áhrif á dómaframkvæmd hér á landi og það hefur ný löggjöf vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) einnig haft. Nýtt húsnæði, fjölgun dómara og starfsmanna Eins og áður segir var Hæstiréttur Íslands upphaflega með aðsetur í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg en á neðri hæðinni var fangelsi. Árið 1949 flutti Hæstiréttur í nýtt húsnæði við Lindargötu, áfast Arnarhvoli. Þótt flutningurinn hafi verið mjög til bóta fyrir starfsemi réttarins hafði nýja húsnæðið þó ýmsa annmarka. Því urðu mikil tímamót í sögu Hæstaréttar þegar nýtt og sérhannað dómhús fyrir réttinn var tekið í notkun við Arnarhól 5. september 1996. Rúmlega hálfri öld fyrr, árið 1945, var hæstaréttardómurum fjölgað úr þremur í fimm á nýjan leik og á árunum 1973– 1994 var dómurum fjölgað í áföngum í níu. Þegar hér var komið sögu hafði málum sem skotið var til Hæstaréttar fjölgað mikið og því fylgdi aukið álag á réttinn. Í byrjun árs 2011 var hæstaréttardómurum fjölgað tímabundið úr níu í 12 til að mæta auknu álagi á dómskerfið í kjölfar bankahrunsins. Í mars 2014 voru dómarar réttarins aftur orðnir níu. Með fjölgun hæstaréttardómara úr fimm í sex árið 1973 var tekin upp deildaskipting í réttinum að fyrirmynd æðstu Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Aðili að rammasamningi Ríkiskaupa (RK-14.10). Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.