Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20 VIÐBÓTAR GREINAR GERÐIR - Á ÍSLANDI OG Í DANMÖRKU GUÐRÚN OLSEN LÖGMAÐUR OG BERGÞÓR BERGSSON LÖGFRÆÐINGUR SKRIFA Í DANMÖRKU ÞURFA AÐILAR MÁLS EKKI AÐ KREFJAST MÁLSKOSTNAÐAR ÚR HENDI GAGNAÐILA. DÓMSTÓLUM BER AÐ MEGINREGLU SKYLDA AÐ SKERA ÚR UM HVER EIGI AÐ STANDA UNDIR MÁLSKOSTNAÐI, SBR. 1. MGR. 122. GR. DÖNSKU RÉTTARFARSLAGANNA. Finnst greinarhöfundum þetta áhugaverður munur í réttarkerfum nágrannalandanna, og þar sem ekki hefur mikið verið skrifað um viðbótargreinargerðir í íslenskum rétti, munu í grein þessari reyna að svara eftirfarandi þremur spurningum: Hvers vegna fór Ísland þá leið að takmarka fjölda viðbótargreinargerða, hvernig er þessu háttað í öðrum Norðurlöndum, og hvaða áhrif hefur framlagning slíkra greinargerða á málsmeðferð?1 Stutt ágrip af sögu réttarfars á Íslandi Líkt og flestir lesendur blaðsins vita er framlagning viðbótargreinargerða óheimil. Hæstiréttur gerir t.a.m. almennt athugasemdir við það þegar aðilar leggja fram viðbótargreinargerðir í málum. Er þar t.d. hægt að nefna Hrd. nr. 92/1994, þar sem Hæstiréttur skrifaði í dómsorðum að það væri aðfinnsluvert að héraðsdómari í málinu veitti viðtöku viðbótargreinargerðar, enda væri ekki heimild fyrir slíku í gildandi lögum um meðferð einkamála, sem og að um væri að ræða brot á meginreglunni um munnlega málsmeðferð. Hæstiréttur hefur jafnframt gert slíkar athugasemdir í mörgum áfrýjunarmálum, þar sem aðilar hafa lagt fram viðbótargreinargerðir, sbr. t.d. Hrd. nr. 207/2012 og Hrd. 511/2016. Það var þó ekki alltaf svo að óheimilt væri að skila inn viðbótargreinagerðum í dómsmálum á Íslandi. Réttarfar á Íslandi var fært í nýjan búning með lögum nr. 85/1936 um réttarfar í héraði, en fyrr hafði tilskipun frá 15. ágúst 1832 gilt um réttarfar, og sótti sú tilskipun stoð sína í Norsku lög Kristjáns V frá árinu 1687. Fyrir gildistöku laga nr. 85/1936 hafði réttarfar á Íslandi verið næstum eingöngu skriflegt.2 Samkvæmt tilskipuninni máttu aðilar skrifast á um deiluefni málsins í formi svokallaðra framhaldssókna og framhaldsvarna, áður en dómur var kveðinn upp í málinu. Umrætt fyrirkomulag, þar sem aðilar skrifast á gildir í hinum Norðurlöndunum, þó áður en málið er tekið til munnlegrar aðalmeðferð (d. skriveksling). Sú heimild Hæstiréttur hefur staðfest í dóma- framkvæmd sinni að framlagning viðbótargreinargerða í einkamálum sé brot á meginreglunni um munnlega málsmeðferð. Í framlagningu slíkra skjala felist í reynd skriflegur málflutningur. Þetta er öðruvísi í réttarfari Danmerkur og annarra Norðurlanda, þar sem framlagning slíkra greinargerða er stór hluti af rekstri einkamáls. 1 Sjá: Baldvin Björn Haraldsson: „Stuðla íslenskar réttarfarsreglur að réttaröryggi? Eru réttarfarsreglur, s.s. reglan um munnlega málsmeðferð, til hagsbóta fyrir málsaðila? Dæmi úr frönsku einkamálaréttarfari.“ Afmælisrit. Jón Steinar Gunnlaugsson – sjötugur. Ritstj. Guðrún Gauksdóttir o.fl. Reykjavík 2017 bls. 75-87. 2 Lög um meðferð einkamála í héraði. Reykjavík 1947 bls. 76-81.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.