Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 25
um bætur úr tilteknum tryggingum hefur ekki borist innan tilkynningarfrests, sem áskilinn er í lögum um vátryggingar eða að kröfu er lýst of seint í þrotabú o.s.frv. Þá hafa af og til komið upp mál þar sem hagsmunagæslu hefur verið ábótavant og eru þau mál af ýmsum toga. Eru mörg mál að rata inn á borð tryggingafélaganna þar sem gerðar eru kröfur í starfsábyrgðartryggingar lögmanna? Björk: Heilt yfir eru þessi mál tiltölulega fá frá ári til árs. Það er því ekki beint hægt að tala um mikinn málafjölda þegar þessar tryggingar eru annars vegar. Ekki varðandi lögmenn. Eru dæmi þess að lögmenn hafi frumkvæði að því að benda skjólstæðingum sínum á starfsábyrgðartryggingu sína telji þeir sig mögulega bótaskylda samkvæmt tryggingunni? Hildur: Það er væntanlega allur gangur á því. Almennt tel ég þó að lögmenn vilji síður að ágreiningur um störf þeirra fari fyrir dómstóla og reyni því að sætta málin, með eða án aðkomu tryggingafélaganna. Björk: Það er mín reynsla að lögmenn eigi oftar en ekki frumkvæði að því að beina sínum skjólstæðingum til trygginga félaga þegar slíkt á við. Einnig hafa lögmenn samband sjálfir og tilkynna um hugsanleg tilvik sem kunna að þarfnast skoðunar. Vitið þið til þess að mál af þessum toga hafi ratað fyrir dómstóla? Hildur: Það er þó nokkur dómaframkvæmd á þessu sviði en mörg mál eru gerð upp hjá vátryggingafélögunum. Á síðustu 20 árum hafa gengið um 15 dómar í Hæstarétti sem varða skaðabótaábyrgð lögmanna. Í fæstum tilvikum hefur þó verið fallist á bótaábyrgð lögmannsins. Þá hefur ekki tekist að sýna fram á saknæma háttsemi lögmannsins eða að orsakatengsl séu milli háttsemi lögmannsins og tjóns umbjóðanda hans. Fallist hefur verið á bótaskyldu í fáum málum, m.a. þegar krafa hefur fyrnst í höndum lögmannsins og þegar erfðaskrá var metin ógild vegna þess að ekki var gætt að fullnægjandi vottun hennar. Björk: Það hafa í raun tiltölulega fá mál ratað fyrir dómstóla á sl. árum þar sem reynir beinlínis á gildissvið eða umfang starfsábyrgðartryggingarinnar. Því eru afar fá fordæmi fyrir hendi þegar þessi mál eru annars vegar, þ.e.a.s. varðandi trygginguna sjálfa. AF MÁLUM SEM HAFA HELST VERIÐ AÐ KOMA INN Á BORÐ TRYGGINGAFÉLAGA ÞÁ MÁ BENDA LÖGMÖNNUM Á AÐ GÆTA VEL AÐ ÞVÍ HVERNIG ÞEIR HALDA Á MÁLUM M.T.T. TÍMAFRESTA. Björk Viðarsdóttir lögmaður Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.