Lögmannablaðið - 2020, Blaðsíða 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/20
Viðbótargreinargerðir samkvæmt dönsku réttarfarslögunum
1916
Höfundar laga um meðferð einkamála nr. 85/1936
horfðu líkt og oft er gert til dönsku réttarfarslaganna frá
1916 (d. Lov nr. 90/1916 om Rettens Pleje). Líkt og segir í
athugasemdunum er ýmislegt sem hentaði á Íslandi en
annað ekki, enda er margt í erlendri löggjöf bundið við
staðar- og þjóðháttu.7 Látið verður ósagt hvort höfundar
frumvarpsins hafi hugsað til viðbótargreinargerða í því
samhengi.
Á meðan lög nr. 85/1936 heimiluðu aðeins framlagningu
stefnu og greinargerðar í munnlega fluttum málum þá tóku
dönsku réttarfarslögin ekki fyrir að aðilar skrifuðust á líkt og
áður fyrr, með því að leggja fram frekari greinargerðir. Sú
heimild má leiða af 1. mgr. 344. gr. dönsku réttarfarslaganna
(d. § 344, stk. 1 i lov nr. 90/1916 om Rettens Pleje):
„Sagsøgeren kan kræve Udsættelse for at gøre sig bekendt med
Sagsøgtes Svarskrift og eventuelt til yderligere Skriftveksling.
Retten fastsætter, efter at Parterne i Korthed mundtlig har
udtalt sig om Sagen, en Frist, inden hvis Udløb Sagsøgeren skal
meddele Sagsøgte sine yderligere Bemærkninger, og en Frist for
Sagsøgte til Afgivelse af Gensvar til Sagsøgeren og berammer
tillige et nyt Retsmøde, i hvilket bemeldte Skrifter fremlægges.“
Viðbótargreinargerðir eru mikilvægur liður í rekstri
einka mála í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum.
Þykir greinar höfundum sú leið að leggja fram viðbótar-
greinargerðir eins og tíðkast í Danmörku ansi gagnleg,
sér í lagi í flóknum og umfangsmiklum einkamálum. Með
notkun viðbótargreinagerða er hægt að skora á aðila að
leggja fram gögn og leiða tiltekin efnisatriði til lykta í
undirbúningsferlinu, hvert fyrir sig, ólíkt því sem þekkist
á Íslandi, þar sem taka þarf fyrir öll álitaefnin í sama máls-
skjalinu. Velta má upp þeirri spurningu hvort mál séu betur
upplýst þegar aðilar geta sett fram athugasemdir, andsvör
og áskoranir. Hér fyrir neðan verður gerð frekari grein
fyrir reglum um viðbótargreinargerðir í dönsku réttarfari,
tilgangi þeirra og efni.
Staða viðbótargreinargerða og annarra málsskjala í
dönskum rétti
Hægt er að skilgreina viðbótargreinargerðir sem málsskjöl
sem aðilar máls útbúa eftir að stefna og greinargerð hafa
verið lögð fram en áður en aðalmeðferð fer fram. Í dönskum
réttarfarslögum er fjallað um þrjár mismunandi tegundir
af viðbótargreinargerðum:
1) málsskjal varðandi ákveðna spurningu eða álitaefni (d.
processkrift om et nærmere angivet spørgsmål), sbr. § 355,
stk. 2, í lov om Rettens Pleje,
2) samantekt á kröfum málsins (d. påstandsdokument), sbr.
§ 357, stk. 1, í lov om Rettens Pleje,
3) sameiginleg samantekt á málinu (d. sammenfattende
processkrift), sbr. § 357, stk. 2, í Lov om Rettens Pleje.
1) Málsskjal varðandi ákveðið álitaefni
Þegar aðilar máls hafa skilað inn stefnu og greinargerð boðar
dómari til símafundar varðandi undirbúningsþinghald (d.
forberedende retsmøde), þar sem aðilar skulu taka afstöðu til
ýmissa efnis- og formsatriða. Dómari ákveður í kjölfarið
hvort aðilar eigi að skila inn frekari greinargerðum er varða
málið sjálft eða greinargerðum er varða ákveðna afmarkaða
spurningu til skýringar á máli.
Eigi aðilar að skila inn greinargerðum sem varða málið
sjálft er möguleiki fyrir stefnanda að gera athugasemdir við
greinar gerð stefnda (d. replik) og þar á eftir fyrir stefnda að
gera athugasemdir við athugasemdir stefnanda (d. duplik).
Dómari getur einnig krafist frekari greinargerða, telji hann
það til hagsbóta og oft að beiðni málsaðila (d. processkrift).
Það ber að nefna að aðilar skulu aðeins setja fram andsvör við
þau atriði sem koma fram í viðbótargreinargerð gagnaðila.
Greinargerð stefnda skilað til dómstóla (d.
Svarskrift)
Athugasemd stefnanda við greinargerð stefnda
lögð fram til dómstóla (d. Replik)
Andsvar stefnda við athugasemdir stefnanda
lögð fram til dómstóla (d. Duplik)
Frekari athugasemdir stefnanda við andsvar
stefnda lögð fram til dómstóla (d. Processkrift 1)
Stefna birt fyrir stefnanda og lögð fram til
dómstola (d. Stævning)
Andsvar stefnda við frekari athugasemdir
stefnanda lögð fram til dómstóla
(d. Processskrift A)
Yfirlit yfir málsskjöl sem útbúin eru við undirbúning
aðalmeðferðar í danska dómskerfinu
7 Lög um meðferð einkamála í héraði, bls. 80-81.